Samkomulag um þingfrestun í sjónmáli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2020 12:56 Hanna Katrín Friðriksson kveðst bjartsýnni í dag en í gær um að það fari að losna úr þeim hnút sem uppi hafi verið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti sína síðustu ræðu um samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára á Alþingi í dag. Vísir Þingmenn Miðflokksins ræddu samgönguáætlun í rúmar tólf klukkustundir í gær en í dag tókst að ljúka umræðunni. Óvíst er þó hvenær tekst að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé. Þingflokksformaður Viðreisnar segir samkomulag um þingfrestun vera í sjónmáli. Þingfundi var slitið laust eftir klukkan tvö í nótt en þá höfðu þingmenn Miðflokksins haldið umræðu samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára gangandi í alls rúmar tólf klukkustundir. Engin önnur mál sem voru á dagskrá í gær komust að. Fluttu „aðeins fjórar ræður í viðbót“ til að sýna viðleitni Umræða um samgönguáætlun hélt áfram í dag en þá tókst loks að tæma mælendaskrá. „Það er enn margt órætt í þessu máli en í trausti þess að vilji sé til að ráðast í ákveðnar úrbætur höfum við ákveðið að sýna viðleitni með því að halda aðeins fjórar ræður í viðbót, þótt það þýði að margar góðar ræður verði aldrei fluttar. Í þessari síðustu ræðu minni ætla ég að víkja máli mínu að þeim þætti málsins sem snýst um svokallaða borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem flutti fyrstu ræðuna af þessum fjórum. Þegar Sigmundur og flokksbræður höfðu lokið máli sínu var mælendaskrá þar með tæmd að lokinni síðari umræðu um samgönguáætlanir næstu fimm og fimmtán ára en atkvæðagreiðslu frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær en samkvæmt henni var gert ráð fyrir að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé fyrir lok þessarar viku. Þótt starfsáætlun hafi verið felld úr gildi fara eldhúsdagsumræður fram á Alþingi í kvöld. Þingflokksformenn áttu fund með þingforseta í morgun en Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar. „Það eru teikn á lofti um að það sé eitthvað að rakna úr þessum hnút sem hefur verið uppi. Stjórnarflokkarnir virðast hafa leyst úr málum sín á milli og eru tilbúnir til þess að ræða við stjórnarandstöðuna,“ segir Hanna Katrín. Hver þingflokkur fái eitt þingmannamál til afgreiðslu „Eitthvað gerðist mögulega í nótt sem að verður þess valdandi að ohf. Málið geti unnist áfram en það er það mál sem Miðflokkurinn hefur gert athugasemdir við og þar sem það er næst á dagskrá þá hefur það verið svona það sem var mest aðkallandi, að leysa úr því,“ segir Hanna Katrín sem vísar þar til frumvarps um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég er töluvert bjartsýnni núna en ég var í gær á að við náum að leysa þetta.“ Hún telji þó afar ólíklegt að það takist að klára þingstörf fyrir lok vikunnar. „Það felst í þessu samkomulagi sem að við erum að vinna í núna að fullgera að hver þingflokkur fái eitt þingmannamál í gegn og mál okkar í Viðreisn er mjög stórt og mikilvægt að okkar mati, ekki síst núna. Þetta snýst um að sálfræðiþjónustan komi inn í greiðsluþátttökukerfið í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar. Alþingi Samgöngur Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins ræddu samgönguáætlun í rúmar tólf klukkustundir í gær en í dag tókst að ljúka umræðunni. Óvíst er þó hvenær tekst að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé. Þingflokksformaður Viðreisnar segir samkomulag um þingfrestun vera í sjónmáli. Þingfundi var slitið laust eftir klukkan tvö í nótt en þá höfðu þingmenn Miðflokksins haldið umræðu samgönguáætlun næstu fimm og fimmtán ára gangandi í alls rúmar tólf klukkustundir. Engin önnur mál sem voru á dagskrá í gær komust að. Fluttu „aðeins fjórar ræður í viðbót“ til að sýna viðleitni Umræða um samgönguáætlun hélt áfram í dag en þá tókst loks að tæma mælendaskrá. „Það er enn margt órætt í þessu máli en í trausti þess að vilji sé til að ráðast í ákveðnar úrbætur höfum við ákveðið að sýna viðleitni með því að halda aðeins fjórar ræður í viðbót, þótt það þýði að margar góðar ræður verði aldrei fluttar. Í þessari síðustu ræðu minni ætla ég að víkja máli mínu að þeim þætti málsins sem snýst um svokallaða borgarlínu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem flutti fyrstu ræðuna af þessum fjórum. Þegar Sigmundur og flokksbræður höfðu lokið máli sínu var mælendaskrá þar með tæmd að lokinni síðari umræðu um samgönguáætlanir næstu fimm og fimmtán ára en atkvæðagreiðslu frestað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær en samkvæmt henni var gert ráð fyrir að ljúka þingstörfum fyrir sumarhlé fyrir lok þessarar viku. Þótt starfsáætlun hafi verið felld úr gildi fara eldhúsdagsumræður fram á Alþingi í kvöld. Þingflokksformenn áttu fund með þingforseta í morgun en Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar. „Það eru teikn á lofti um að það sé eitthvað að rakna úr þessum hnút sem hefur verið uppi. Stjórnarflokkarnir virðast hafa leyst úr málum sín á milli og eru tilbúnir til þess að ræða við stjórnarandstöðuna,“ segir Hanna Katrín. Hver þingflokkur fái eitt þingmannamál til afgreiðslu „Eitthvað gerðist mögulega í nótt sem að verður þess valdandi að ohf. Málið geti unnist áfram en það er það mál sem Miðflokkurinn hefur gert athugasemdir við og þar sem það er næst á dagskrá þá hefur það verið svona það sem var mest aðkallandi, að leysa úr því,“ segir Hanna Katrín sem vísar þar til frumvarps um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég er töluvert bjartsýnni núna en ég var í gær á að við náum að leysa þetta.“ Hún telji þó afar ólíklegt að það takist að klára þingstörf fyrir lok vikunnar. „Það felst í þessu samkomulagi sem að við erum að vinna í núna að fullgera að hver þingflokkur fái eitt þingmannamál í gegn og mál okkar í Viðreisn er mjög stórt og mikilvægt að okkar mati, ekki síst núna. Þetta snýst um að sálfræðiþjónustan komi inn í greiðsluþátttökukerfið í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Alþingi Samgöngur Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira