Nýr markaður opnast fyrir íslenskar vörur með siglingum til Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2020 20:36 Vikulegar skipaferðir milli Íslands og Grænlands, með samsiglingum Royal Arctic Line og Eimskips, hófust formlega í síðustu viku. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Straumhvörf í siglingum milli Íslands og Grænlands opna nýjan markað fyrir íslenskar framleiðsluvörur, þar á meðal fersk matvæli eins og grænmeti. Eimskipsmenn segja áhugann á Grænlandi hafa komið á óvart. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Koma nýjasta og stærsta skips Grænlendinga til Reykjavíkur í síðustu viku markaði upphafið að samsiglingum Royal Arctic Line og Eimskips en með þeim tekur aðeins fjóra daga að sigla vörum frá Reykjavík til Nuuk. Þéttsetinn salurinn á fundi sem Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið efndi til í dag lýsir áhuganum á þeim nýju tækifærum sem skapast og það gladdi Eimskipsmenn að sjá hversu margir gámar fóru með skipinu héðan til Grænlands. Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það kom okkur mjög á óvart hversu íslensk fyrirtæki voru spennt fyrir þessu og umfangið í þessari fyrstu ferð var mjög spennandi og gaman að sjá,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips. Það þarf ekki annað en að ganga um grænlenskar verslanir til að átta sig á því að þetta 55 þúsund manna samfélag þarf heilmikið af neysluvörum, sem íslensk fyrirtæki fá nú betri kost á að sinna með vikulegum siglingum. „Öflug íslensk fyrirtæki eiga mikið erindi til Grænlands, bæði varðandi íslenska framleiðslu - matvælaframleiðslu - íslensk framleiðsla í grænmeti, jafnvel ferskvara í gegnum íslensk fyrirtæki og áfram,“ segir Björn og nefnir einnig fyrirtæki sem versla með alþjóðleg vörumerki. Úr matvöruverslun í Nuuk. Styttri siglingatími og tíðari ferðir bjóða íslenskum matvælaframleiðendum upp á tækifæri til að selja ferskvöru til Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þá er mikil uppbygging á Grænlandi sem íslensk fyrirtæki koma að. „Byggingariðnaðurinn, hann á mikil tækifæri á Grænlandi, bæði í verktökum og einnig öflug íslensk fyrirtæki sem eru að sinna byggingariðnaðinum,“ segir Björn. Og þetta er gagnkvæmt. Grænlendingar hafa núna greiðari leið til að koma sínum afurðum á heimsmarkað í gegnum flutninganet Íslendinga. „Bæði í gegnum siglingakerfið okkar en líka í gegnum öflugt kerfi varðandi ferskan fisk í flugi héðan, sem íslensk flugfélög hafa þróað. Þannig að það á líka mikið erindi inn á þann markað. Og ég er alveg viss um það að þau skref muni koma jafnt og þétt,“ segir Björn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Skipaflutningar Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Straumhvörf í siglingum milli Íslands og Grænlands opna nýjan markað fyrir íslenskar framleiðsluvörur, þar á meðal fersk matvæli eins og grænmeti. Eimskipsmenn segja áhugann á Grænlandi hafa komið á óvart. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Koma nýjasta og stærsta skips Grænlendinga til Reykjavíkur í síðustu viku markaði upphafið að samsiglingum Royal Arctic Line og Eimskips en með þeim tekur aðeins fjóra daga að sigla vörum frá Reykjavík til Nuuk. Þéttsetinn salurinn á fundi sem Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið efndi til í dag lýsir áhuganum á þeim nýju tækifærum sem skapast og það gladdi Eimskipsmenn að sjá hversu margir gámar fóru með skipinu héðan til Grænlands. Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það kom okkur mjög á óvart hversu íslensk fyrirtæki voru spennt fyrir þessu og umfangið í þessari fyrstu ferð var mjög spennandi og gaman að sjá,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips. Það þarf ekki annað en að ganga um grænlenskar verslanir til að átta sig á því að þetta 55 þúsund manna samfélag þarf heilmikið af neysluvörum, sem íslensk fyrirtæki fá nú betri kost á að sinna með vikulegum siglingum. „Öflug íslensk fyrirtæki eiga mikið erindi til Grænlands, bæði varðandi íslenska framleiðslu - matvælaframleiðslu - íslensk framleiðsla í grænmeti, jafnvel ferskvara í gegnum íslensk fyrirtæki og áfram,“ segir Björn og nefnir einnig fyrirtæki sem versla með alþjóðleg vörumerki. Úr matvöruverslun í Nuuk. Styttri siglingatími og tíðari ferðir bjóða íslenskum matvælaframleiðendum upp á tækifæri til að selja ferskvöru til Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þá er mikil uppbygging á Grænlandi sem íslensk fyrirtæki koma að. „Byggingariðnaðurinn, hann á mikil tækifæri á Grænlandi, bæði í verktökum og einnig öflug íslensk fyrirtæki sem eru að sinna byggingariðnaðinum,“ segir Björn. Og þetta er gagnkvæmt. Grænlendingar hafa núna greiðari leið til að koma sínum afurðum á heimsmarkað í gegnum flutninganet Íslendinga. „Bæði í gegnum siglingakerfið okkar en líka í gegnum öflugt kerfi varðandi ferskan fisk í flugi héðan, sem íslensk flugfélög hafa þróað. Þannig að það á líka mikið erindi inn á þann markað. Og ég er alveg viss um það að þau skref muni koma jafnt og þétt,“ segir Björn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Skipaflutningar Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28
Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47
Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30
Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00