Ætla að reyna slá heimsmet í beinni: „Við ætlum ekki að klúðra þessu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. júní 2020 09:00 Eggert Unnar Snæþórsson verður á Stöð 2 eSport í kvöld ásamt þeim Ými og Axel. mynd/eggert unnar Eggert Unnar Snæþórsson, Axel Guðmundsson og Ýmir Kolka Júlíusson setja markið hátt og ætla sér að slá heimsmetið í flestum „eliminatons“ í Call of Duty: Warzone. Allir eru þeir hluti af liði Fylkis sem vann til gullverðlauna í Call of Duty-deildinni fyrir ekki svo löngu og Eggert Unnar var spenntur fyrir kvöldinu er Vísir sló á þráðinn. „Fyrr á árinu í miðju kórónuveirunni þá kom út leikur sem heitir Call of Duty: Warzone sem tók yfir heiminn og er búinn að vera ógeðslega vinsæll. Það er alltaf keppni hver nær flestum „eliminations“ í hverjum leik. Það er eiginlega bara eitt stig fyrir hvert,“ sagði Eggert Unnar og hélt áfram. „Ég, Ýmir og Axel erum allir hjá Fylki og eigum Íslandsmetið. Planið upphaflega var að tékka hverjir væru með Íslandsmetið en svo kom í ljós að við værum með það. Þannig að við sögðum bara: Af hverju setjumst við ekki allir saman niður og förum í beina útsendingu og sjáum hvort að við getum ýtt á heimsmetið ef við reynum virkilega.“ „Þannig að við ætlum að setjast þarna niður og spila í þrjá tíma og gera okkar besta í að reyna slá heimsmetið í flestum „killum“ í þríleik.“ Spurður út í möguleikana fyrir kvöldið segir Eggert að miði sé möguleiki en þetta séu einir allra bestu spilarar landsins sem reyna við heimsmetið í það minnsta. „Ýmir og Axel eru ótrúlega góðir og ég er nokkuð góður. Þeir eru Íslandsmeistarar í COD. Það var Íslandsmeistaramót á dögunum og þeir unnu það ekki einu sinni tæpt. Þeir rústuðu því. Þetta eru yfirgnæfandi bestu leikmenn landsins og ef það væri til landslið í COD þá væri það þetta.“ „Maður veit aldrei hvað getur gerst því við erum dálítið að reyna á heppnina. Þú þarft að vera heppinn því það koma 150 manns í hverjum leik. Þú þarft að veðja á að margir séu ekki að drepa hvorn annan og þú sért að finna alla vondu kallana. Við munum 100% slá okkar eigið met en það er 60 í þriggja manna leik.“ Bein útsending frá spilun strákanna hefst klukkan 20.00 í kvöld á Stöð 2 eSport og er eins og vanalega í opinni útsendingu. „Þetta er í beinni á Stöð 2 eSport. Við verðum í stúdíói og það verður flott framleiðsla í kringum þetta. Við gerum smá atburð úr þessu og ég held að það sé gaman. Við hvetjum alla til þess að horfa og sjá hvort að við getum þetta. Við ætlum ekki að klúðra þessu,“ sagði Eggert Unnar. Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti
Eggert Unnar Snæþórsson, Axel Guðmundsson og Ýmir Kolka Júlíusson setja markið hátt og ætla sér að slá heimsmetið í flestum „eliminatons“ í Call of Duty: Warzone. Allir eru þeir hluti af liði Fylkis sem vann til gullverðlauna í Call of Duty-deildinni fyrir ekki svo löngu og Eggert Unnar var spenntur fyrir kvöldinu er Vísir sló á þráðinn. „Fyrr á árinu í miðju kórónuveirunni þá kom út leikur sem heitir Call of Duty: Warzone sem tók yfir heiminn og er búinn að vera ógeðslega vinsæll. Það er alltaf keppni hver nær flestum „eliminations“ í hverjum leik. Það er eiginlega bara eitt stig fyrir hvert,“ sagði Eggert Unnar og hélt áfram. „Ég, Ýmir og Axel erum allir hjá Fylki og eigum Íslandsmetið. Planið upphaflega var að tékka hverjir væru með Íslandsmetið en svo kom í ljós að við værum með það. Þannig að við sögðum bara: Af hverju setjumst við ekki allir saman niður og förum í beina útsendingu og sjáum hvort að við getum ýtt á heimsmetið ef við reynum virkilega.“ „Þannig að við ætlum að setjast þarna niður og spila í þrjá tíma og gera okkar besta í að reyna slá heimsmetið í flestum „killum“ í þríleik.“ Spurður út í möguleikana fyrir kvöldið segir Eggert að miði sé möguleiki en þetta séu einir allra bestu spilarar landsins sem reyna við heimsmetið í það minnsta. „Ýmir og Axel eru ótrúlega góðir og ég er nokkuð góður. Þeir eru Íslandsmeistarar í COD. Það var Íslandsmeistaramót á dögunum og þeir unnu það ekki einu sinni tæpt. Þeir rústuðu því. Þetta eru yfirgnæfandi bestu leikmenn landsins og ef það væri til landslið í COD þá væri það þetta.“ „Maður veit aldrei hvað getur gerst því við erum dálítið að reyna á heppnina. Þú þarft að vera heppinn því það koma 150 manns í hverjum leik. Þú þarft að veðja á að margir séu ekki að drepa hvorn annan og þú sért að finna alla vondu kallana. Við munum 100% slá okkar eigið met en það er 60 í þriggja manna leik.“ Bein útsending frá spilun strákanna hefst klukkan 20.00 í kvöld á Stöð 2 eSport og er eins og vanalega í opinni útsendingu. „Þetta er í beinni á Stöð 2 eSport. Við verðum í stúdíói og það verður flott framleiðsla í kringum þetta. Við gerum smá atburð úr þessu og ég held að það sé gaman. Við hvetjum alla til þess að horfa og sjá hvort að við getum þetta. Við ætlum ekki að klúðra þessu,“ sagði Eggert Unnar.
Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti