Spyr hvort ríkisstjórnin sé sátt við áherslur Lilju í jafnréttismálum Sylvía Hall skrifar 25. júní 2020 13:48 Hanna Katrín Friðriksson. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kallar eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til dómsmáls sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra hefur höfðað til þess að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Hönnu Katrínar á Facebook. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði í lok maí að Lilja hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, kærði ráðninguna og taldi kærunefndin að ráðherra hefði vanmetið hana í samanburði við Pál. Til þess að hægt verði að ógilda úrskurðinn þarf ráðherra að höfða mál gegn Hafdísi sjálfri, sem kærði ráðninguna. Hanna Katrín segir það tíðindi að menntamálaráðherra kjósi að fara þessa leið og spyr hver afstaða forsætisráðherra sé. „Ég velti því fyrir mér hvort þessi ákvörðun hafi verið rædd í ríkisstjórn og hver sé afstaða Katrínar Jakobsdóttur til dómsmálsins. Forsætisráðherra fer með jafnréttismál eftir að hafa tekið málaflokkinn til sín í upphafi kjörtímabilsins, vafalítið til að gera jafnréttismálum sérstaklega hátt undir höfði,“ skrifar Hanna Katrín. Segir Lilju ekki hafa mætt í fyrirspurnatíma eftir að málið kom upp Hanna Katrín spurði forsætisráðherra um málið daginn sem það kom upp, eða 2. júní síðastliðinn. Menntamálaráðherra hafi ekki verið í þingsal þann daginn en forsætisráðherra sagði hana þurfa að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum í málinu, og að hún myndi að öllum líkindum svara í þingsal síðar. „Sú spá forsætisráðherra hefur því miður ekki gengið eftir,“ skrifar Hanna Katrín og segir Lilju ekki hafa mætt í fyrirspurnatíma þingmanna eftir að málið kom upp. „Menntamálaráðherra hefur síðustu vikurnar vissulega verið að störfum í ráðuneyti sínu. Hún situr ríkisstjórnarfundi og fréttir eru af störfum hennar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Menntamálaráðherra sést jafnframt í þinghúsinu, t.d. á þingflokksfundum Framsóknar. Hún hefur bara ekki mætt í þingsal í fyrirspurnatíma þingmanna eftir að þetta mál kom upp.“ Hún segir enn mörgum spurningum ósvarað í málinu. Þó sé stærsta spurningin hvort þetta samræmist stefnu ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. „Ríkir sátt í ríkisstjórninni um þessar áherslur í jafnréttismálum?“ spyr Hanna Katrín að lokum. Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kallar eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til dómsmáls sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra hefur höfðað til þess að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Hönnu Katrínar á Facebook. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði í lok maí að Lilja hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Pál Magnússon sem ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, kærði ráðninguna og taldi kærunefndin að ráðherra hefði vanmetið hana í samanburði við Pál. Til þess að hægt verði að ógilda úrskurðinn þarf ráðherra að höfða mál gegn Hafdísi sjálfri, sem kærði ráðninguna. Hanna Katrín segir það tíðindi að menntamálaráðherra kjósi að fara þessa leið og spyr hver afstaða forsætisráðherra sé. „Ég velti því fyrir mér hvort þessi ákvörðun hafi verið rædd í ríkisstjórn og hver sé afstaða Katrínar Jakobsdóttur til dómsmálsins. Forsætisráðherra fer með jafnréttismál eftir að hafa tekið málaflokkinn til sín í upphafi kjörtímabilsins, vafalítið til að gera jafnréttismálum sérstaklega hátt undir höfði,“ skrifar Hanna Katrín. Segir Lilju ekki hafa mætt í fyrirspurnatíma eftir að málið kom upp Hanna Katrín spurði forsætisráðherra um málið daginn sem það kom upp, eða 2. júní síðastliðinn. Menntamálaráðherra hafi ekki verið í þingsal þann daginn en forsætisráðherra sagði hana þurfa að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum í málinu, og að hún myndi að öllum líkindum svara í þingsal síðar. „Sú spá forsætisráðherra hefur því miður ekki gengið eftir,“ skrifar Hanna Katrín og segir Lilju ekki hafa mætt í fyrirspurnatíma þingmanna eftir að málið kom upp. „Menntamálaráðherra hefur síðustu vikurnar vissulega verið að störfum í ráðuneyti sínu. Hún situr ríkisstjórnarfundi og fréttir eru af störfum hennar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Menntamálaráðherra sést jafnframt í þinghúsinu, t.d. á þingflokksfundum Framsóknar. Hún hefur bara ekki mætt í þingsal í fyrirspurnatíma þingmanna eftir að þetta mál kom upp.“ Hún segir enn mörgum spurningum ósvarað í málinu. Þó sé stærsta spurningin hvort þetta samræmist stefnu ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. „Ríkir sátt í ríkisstjórninni um þessar áherslur í jafnréttismálum?“ spyr Hanna Katrín að lokum.
Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Sjá meira
Lilja segir flokksaðild ekki hafa skipt máli við skipan ráðuneytisstjóra Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir flokksaðild Páls Magnússonar ekki hafa skipt máli þegar hún skipaði hann í stöði ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu í fyrra. 5. júní 2020 12:07
Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42
Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21