Félagsmálaráðherra verði kallaður fyrir velferðarnefnd vegna aðbúnaðar erlends verkafólks Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júní 2020 13:37 Halldóra gengur út frá því að ráðherra verði kallaður fyrir nefndina eftir helgi. Halldóra segir ríkisstjórnina hafa dregið lappirnar í að tryggja aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, sendi í dag Helgu Völu Helgadóttur, formanni Velferðarnefndar, beiðni um að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra yrði kallaður fyrir nefndina til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekenda. Tilefni þessa er bruninn sem varð að Bræðraborgarstíg í gær en þrír létust í eldsvoðanum. Fyrirtækið sem á húsnæðið er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. Alls eru 73 einstaklingar skráðir með lögheimili í húsinu. Langflestir eru með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. Halldóra segir að Helga Vala hefði brugðist skjótt og vel við beiðninni. Þær séu einnig að íhuga hvort ekki sé rétt að ræða einnig við dómsmálaráðherra um mansalsáætlun stjórnvalda. Halldóra gengur út frá því að ráðherra verði kallaður fyrir nefndina eftir helgi. Halldóra segir ríkisstjórnina hafa dregið lappirnar í mörgum málum er varða fyrirheit Lífskjarasamninga, meðal annars að tryggja aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi. „Þetta er algjörlega ömurlegt og þetta er svo sorglegt því þetta virðist vera bara einhver venja að við sættum okkur við það að allar eftirlitsstofnanir virðast bara liggja í lamasessi. Ég sé þetta gerast trekk í trekk. Við setjum hérna lög og svo þegar kemur að því að tryggja almennilegt eftirlit með lögum og reglugerðum þá klikkar það einhvern veginn alltaf og svo eru bara hagsmunir fyrirtækja svo ofboðslega oft teknir fram yfir hagsmuni borgaranna.“ Félagsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Kjaramál Alþingi Tengdar fréttir ASÍ vill rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær. 26. júní 2020 12:07 Rannsókn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafin Rannsókn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar er hafin vegna brunans á Bræðraborgarstíg í gær sem varð þremur að bana en stofnunin rannsakar alltaf mál þegar mannskaði verður í eldsvoða. 26. júní 2020 12:06 Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01 Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, sendi í dag Helgu Völu Helgadóttur, formanni Velferðarnefndar, beiðni um að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra yrði kallaður fyrir nefndina til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekenda. Tilefni þessa er bruninn sem varð að Bræðraborgarstíg í gær en þrír létust í eldsvoðanum. Fyrirtækið sem á húsnæðið er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. Alls eru 73 einstaklingar skráðir með lögheimili í húsinu. Langflestir eru með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. Halldóra segir að Helga Vala hefði brugðist skjótt og vel við beiðninni. Þær séu einnig að íhuga hvort ekki sé rétt að ræða einnig við dómsmálaráðherra um mansalsáætlun stjórnvalda. Halldóra gengur út frá því að ráðherra verði kallaður fyrir nefndina eftir helgi. Halldóra segir ríkisstjórnina hafa dregið lappirnar í mörgum málum er varða fyrirheit Lífskjarasamninga, meðal annars að tryggja aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi. „Þetta er algjörlega ömurlegt og þetta er svo sorglegt því þetta virðist vera bara einhver venja að við sættum okkur við það að allar eftirlitsstofnanir virðast bara liggja í lamasessi. Ég sé þetta gerast trekk í trekk. Við setjum hérna lög og svo þegar kemur að því að tryggja almennilegt eftirlit með lögum og reglugerðum þá klikkar það einhvern veginn alltaf og svo eru bara hagsmunir fyrirtækja svo ofboðslega oft teknir fram yfir hagsmuni borgaranna.“
Félagsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Kjaramál Alþingi Tengdar fréttir ASÍ vill rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær. 26. júní 2020 12:07 Rannsókn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafin Rannsókn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar er hafin vegna brunans á Bræðraborgarstíg í gær sem varð þremur að bana en stofnunin rannsakar alltaf mál þegar mannskaði verður í eldsvoða. 26. júní 2020 12:06 Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01 Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
ASÍ vill rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær. 26. júní 2020 12:07
Rannsókn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafin Rannsókn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar er hafin vegna brunans á Bræðraborgarstíg í gær sem varð þremur að bana en stofnunin rannsakar alltaf mál þegar mannskaði verður í eldsvoða. 26. júní 2020 12:06
Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01
Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn. 26. júní 2020 10:51
73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16