Fjörug lestarferð Martins og félaga til Berlínar eftir að titilinn var í höfn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2020 14:00 Martin og félagar á lestarstöðinni í Berlín. vísir/getty Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlin urðu Þýskalandsmeistarar eftir sigur á Riesen Ludwigsburg í gær, 74-75. Tímabilið 2019-20 var frábært hjá Martin og Alba Berlin en liðið vann tvöfalt í Þýskalandi. Í fyrra var þessu öfugt farið; liðið komst í þrjá úrslitaleiki en tapaði þeim öllum. „Þetta var virkilega sætt, sérstaklega eftir tímabilið í fyrra þar sem maður fékk silfurpening um hálsinn og þurfti að horfa á hitt liðið lyfta bikarnum,“ sagði Martin í samtali við Vísi í dag. „Það var sætt að verða bikarmeistari en þetta var okkar stærsta markmið. Það eru tólf ár síðan Alba Berlin varð síðast þýskur meistari. Þetta er enn að síast inn.“ Langri bið Alba Berlin eftir því að verða Þýskalandsmeistari lauk í gær.getty/Christof Stache Alba Berlin var í afar góðri stöðu eftir fyrri úrslitaleikinn á föstudaginn sem liðið vann með 23 stigum, 88-65. „Við vorum með gott forskot fyrir leikinn og kláruðum þetta nokkuð þægilega. Þetta var ekki fallegasti körfuboltinn en eftir nokkur ár mun enginn skoða hvernig þessi leikur var. Titilinn kom í hús og það skipti öllu máli,“ sagði Martin sem skoraði fjórtán stig í báðum úrslitaleikjunum. Íslenski landsliðsmaðurinn segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að Alba Berlin myndi missa forskotið úr fyrri leiknum niður í þeim seinni. „Við vissum að við værum með miklu betra lið og ef við myndum spila af eðlilegri getu ætti þetta að vera nokkuð þægilegt. En auðvitað var smá fiðringur fyrir leik. Við þurftum að vera á tánum og skiluðum flottu dagsverki,“ sagði Martin. Eftir leikinn í München í gær tók við fjögurra tíma lestrarferð til Berlínar. Hún var í fjörugari kantinum. „Ég vil bara biðja fólkið sem var í lestinni á sama tíma afsökunar. Það vildi kannski bara eiga rólegan sunnudagslestartúr. Það voru smá læti um borð,“ sagði Martin. Leikmenn, þjálfarar og starfsfólk Alba Berlin hittast svo í kvöld til að fagna níunda meistaratitlinum í sögu félagsins. Það var fjör á lestarstöðinni í Berlín eftir að leikmenn Alba Berlin sneru heim með bikarinn.vísir/getty Eins og áður sagði lenti Alba Berlin í 2. sæti í öllum keppnum á síðasta tímabili; í þýsku úrvalsdeildinni, bikarkeppninni og EuroCup. Martin segir að það hafi munað miklu fyrir Alba Berlin að fá Svíann Marcus Eriksson fyrir tímabilið. „Hann er þriggja stiga skytta sem við þurftum á síðasta tímabili. En það fer ekkert á milli mála að við vorum með langbesta liðið í vetur,“ sagði Martin að lokum. Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37 Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlin urðu Þýskalandsmeistarar eftir sigur á Riesen Ludwigsburg í gær, 74-75. Tímabilið 2019-20 var frábært hjá Martin og Alba Berlin en liðið vann tvöfalt í Þýskalandi. Í fyrra var þessu öfugt farið; liðið komst í þrjá úrslitaleiki en tapaði þeim öllum. „Þetta var virkilega sætt, sérstaklega eftir tímabilið í fyrra þar sem maður fékk silfurpening um hálsinn og þurfti að horfa á hitt liðið lyfta bikarnum,“ sagði Martin í samtali við Vísi í dag. „Það var sætt að verða bikarmeistari en þetta var okkar stærsta markmið. Það eru tólf ár síðan Alba Berlin varð síðast þýskur meistari. Þetta er enn að síast inn.“ Langri bið Alba Berlin eftir því að verða Þýskalandsmeistari lauk í gær.getty/Christof Stache Alba Berlin var í afar góðri stöðu eftir fyrri úrslitaleikinn á föstudaginn sem liðið vann með 23 stigum, 88-65. „Við vorum með gott forskot fyrir leikinn og kláruðum þetta nokkuð þægilega. Þetta var ekki fallegasti körfuboltinn en eftir nokkur ár mun enginn skoða hvernig þessi leikur var. Titilinn kom í hús og það skipti öllu máli,“ sagði Martin sem skoraði fjórtán stig í báðum úrslitaleikjunum. Íslenski landsliðsmaðurinn segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að Alba Berlin myndi missa forskotið úr fyrri leiknum niður í þeim seinni. „Við vissum að við værum með miklu betra lið og ef við myndum spila af eðlilegri getu ætti þetta að vera nokkuð þægilegt. En auðvitað var smá fiðringur fyrir leik. Við þurftum að vera á tánum og skiluðum flottu dagsverki,“ sagði Martin. Eftir leikinn í München í gær tók við fjögurra tíma lestrarferð til Berlínar. Hún var í fjörugari kantinum. „Ég vil bara biðja fólkið sem var í lestinni á sama tíma afsökunar. Það vildi kannski bara eiga rólegan sunnudagslestartúr. Það voru smá læti um borð,“ sagði Martin. Leikmenn, þjálfarar og starfsfólk Alba Berlin hittast svo í kvöld til að fagna níunda meistaratitlinum í sögu félagsins. Það var fjör á lestarstöðinni í Berlín eftir að leikmenn Alba Berlin sneru heim með bikarinn.vísir/getty Eins og áður sagði lenti Alba Berlin í 2. sæti í öllum keppnum á síðasta tímabili; í þýsku úrvalsdeildinni, bikarkeppninni og EuroCup. Martin segir að það hafi munað miklu fyrir Alba Berlin að fá Svíann Marcus Eriksson fyrir tímabilið. „Hann er þriggja stiga skytta sem við þurftum á síðasta tímabili. En það fer ekkert á milli mála að við vorum með langbesta liðið í vetur,“ sagði Martin að lokum.
Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37 Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37
Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30