Bleikjan að taka um allt vatn Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2020 10:09 Vænar bleikjur úr Þingvallavatni Mynd: KL Þetta er búið að vera einn besti júnímánuður sem margir veiðimenn muna eftir í vatnaveiði og þá sérstaklega á suður og vesturlandi. Það virðist nokkurn veginn vera sama hvar drepið sé niður fæti, það eru alls staðar fréttir af góðri veiði úr vötnunum. Þingvallavatn hefur ekki verið jafn gjöfult í júní lengi segja þeir sem stunda vatnið af miklum móð og það sama má segja um Úlfljótsvatn en veiðin þar hefur verið góð upp á síðkastið. Á Þingvöllum hafa veiðimenn haft það á orði að það sé næstum því sama hvar maður er staddur í vatninu snemma á morgnana eða seinni part kvöld, sem er klárlega besti tíminn, bleikjan sé bara að taka vel um allt vatn. Vötnin á Snæfellsnesi eru búin að vera mjög fín en Hraunsfjörður klárlega staðið þar upp úr enda veiðin búin að vera með afbrigðum góð hjá þeim sem þekkja vatnið og 10-20 bleikjur yfir daginn er bara normið. Það virðist vera sem bleikjan sé að koma vel undan vetri í vel flestum vötnum og núna þegar það hlýnaði vel seinni partinn af mánuðinum hefur verið mjög lífleg veiði í vötnunum á láglendinu. Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Þetta er búið að vera einn besti júnímánuður sem margir veiðimenn muna eftir í vatnaveiði og þá sérstaklega á suður og vesturlandi. Það virðist nokkurn veginn vera sama hvar drepið sé niður fæti, það eru alls staðar fréttir af góðri veiði úr vötnunum. Þingvallavatn hefur ekki verið jafn gjöfult í júní lengi segja þeir sem stunda vatnið af miklum móð og það sama má segja um Úlfljótsvatn en veiðin þar hefur verið góð upp á síðkastið. Á Þingvöllum hafa veiðimenn haft það á orði að það sé næstum því sama hvar maður er staddur í vatninu snemma á morgnana eða seinni part kvöld, sem er klárlega besti tíminn, bleikjan sé bara að taka vel um allt vatn. Vötnin á Snæfellsnesi eru búin að vera mjög fín en Hraunsfjörður klárlega staðið þar upp úr enda veiðin búin að vera með afbrigðum góð hjá þeim sem þekkja vatnið og 10-20 bleikjur yfir daginn er bara normið. Það virðist vera sem bleikjan sé að koma vel undan vetri í vel flestum vötnum og núna þegar það hlýnaði vel seinni partinn af mánuðinum hefur verið mjög lífleg veiði í vötnunum á láglendinu.
Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði