Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Katrínartúni 2. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Páll Þórhallsson verkefnastjóri í forsætisráðuneytinu munu fara yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og kórónuveiruna hér á landi.
Fyrir þá sem ekki geta hlustað á fundin mun Vísir vera með textalýsingu frá fundinum hér að neðan.