Búkmyndavélar sýna Floyd grátbiðja lögregluþjónana um að sleppa takinu Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 08:24 Myndbandsupptökur úr búkmyndavélum lögregluþjónanna sem tóku þátt í útkallinu þar sem George Floyd lést sýna hann grátbiðja þá um að leyfa sér að liggja á jörðinni frekar en að þeir myndu halda honum niðri. Hann hafi ítrekað bent þeim á að hann gæti ekki andað. Fjórir lögregluþjónar tóku þátt í útkallinu og hafa þeir allir verið reknir og ákærðir vegna málsins. Derek Chauvin, sá sem varð valdur að dauða Floyd, hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu en hinir þrír fyrir aðkomu sína að dauða hans. Þetta er í fyrsta sinn sem blaðamenn fá að sjá upptökurnar, en áður höfðu dómsskjölin aðeins verið gerð opinber. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá innihaldi þeirra, en á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. Upptökurnar hefjast á því að útkall berst vegna manns sem hafði notað falsaðan seðil til að kaupa sér sígarettupakka. Lögregluþjónarnir fara á vettvang og að bílnum sem Floyd sat í. Eftir að hafa bankað á rúðuna beinir einn lögregluþjónninn byssu að honum og skipar honum að setja hendur upp í loft. Á vef BBC segir að myndbandsupptökurnar sýni Floyd í uppnámi vegna málsins. Áður en hann var dreginn út úr bílnum hafi hann brotnað niður, en lögregluþjónarnir tóku hann niður og reyndu að handjárna hann. Morðið á Floyd leiddi til mótmæla um allan heim, enda þótti það skýrt dæmi um kerfisbundinn vestanhafs og fjölmörg dæmi um ofbeldi gegn svörtu fólki. Slagorðið „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað) mátti sjá á skiltum mótmælenda um allan heim, sem voru á meðal síðustu orða Floyd fyrir andlátið. Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. 5. júlí 2020 19:43 „I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00 Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8. júní 2020 20:50 George Floyd borinn til grafar í Houston Útför Bandaríkjamannsins George Floyd fer fram í heimabæ Floyd í Houston í Texas í dag þar sem hann verður jarðaður við hlið móður sinnar. 9. júní 2020 15:49 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Myndbandsupptökur úr búkmyndavélum lögregluþjónanna sem tóku þátt í útkallinu þar sem George Floyd lést sýna hann grátbiðja þá um að leyfa sér að liggja á jörðinni frekar en að þeir myndu halda honum niðri. Hann hafi ítrekað bent þeim á að hann gæti ekki andað. Fjórir lögregluþjónar tóku þátt í útkallinu og hafa þeir allir verið reknir og ákærðir vegna málsins. Derek Chauvin, sá sem varð valdur að dauða Floyd, hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu en hinir þrír fyrir aðkomu sína að dauða hans. Þetta er í fyrsta sinn sem blaðamenn fá að sjá upptökurnar, en áður höfðu dómsskjölin aðeins verið gerð opinber. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá innihaldi þeirra, en á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. Upptökurnar hefjast á því að útkall berst vegna manns sem hafði notað falsaðan seðil til að kaupa sér sígarettupakka. Lögregluþjónarnir fara á vettvang og að bílnum sem Floyd sat í. Eftir að hafa bankað á rúðuna beinir einn lögregluþjónninn byssu að honum og skipar honum að setja hendur upp í loft. Á vef BBC segir að myndbandsupptökurnar sýni Floyd í uppnámi vegna málsins. Áður en hann var dreginn út úr bílnum hafi hann brotnað niður, en lögregluþjónarnir tóku hann niður og reyndu að handjárna hann. Morðið á Floyd leiddi til mótmæla um allan heim, enda þótti það skýrt dæmi um kerfisbundinn vestanhafs og fjölmörg dæmi um ofbeldi gegn svörtu fólki. Slagorðið „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað) mátti sjá á skiltum mótmælenda um allan heim, sem voru á meðal síðustu orða Floyd fyrir andlátið.
Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. 5. júlí 2020 19:43 „I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00 Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8. júní 2020 20:50 George Floyd borinn til grafar í Houston Útför Bandaríkjamannsins George Floyd fer fram í heimabæ Floyd í Houston í Texas í dag þar sem hann verður jarðaður við hlið móður sinnar. 9. júní 2020 15:49 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. 5. júlí 2020 19:43
„I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00
Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8. júní 2020 20:50
George Floyd borinn til grafar í Houston Útför Bandaríkjamannsins George Floyd fer fram í heimabæ Floyd í Houston í Texas í dag þar sem hann verður jarðaður við hlið móður sinnar. 9. júní 2020 15:49