The Outpost: Bæng bæng! Drep drep! Heiðar Sumarliðason skrifar 18. júlí 2020 09:36 The Outpost er nú komin í kvikmyndahús. Vei! Það kom ný kvikmynd í bíó, sem hefur raunverulega hlotið ágætis viðtökur gagnrýnenda í Bandaríkjunum, með heila 71 í meðaleinkunn hjá helstu rýnum á Metacritic-síðunni. Það er nú bara nokkuð gott, og töluvert betra en það sem bíóin hafa neyðst til að bjóða upp á síðustu misseri. Nokkur dæmi um úrvalið: The Postcard Killings. Meðaleinkunn helstu gagnrýnenda: 29 The High Note. Meðaleinkunn helstu gagnrýnenda: 58. Capone: Meðaleinkunn helstu gagnrýnenda: 46. Scoob: Meðaleinkunn helstu gagnrýnenda: 43. The Postcard Killings, einhver? Að sjálfsögðu er ekki við kvikmyndahúsin að sakast hvað varðar þetta slælega úrval. Þar er fólk að gera sitt besta við að halda bíóunum á floti, á meðan ekkert berst frá Hollywood. Það hefði sennilega engin fyrrnefndra mynda drifið í bíó hér á landi ef ekki væri vegna Covid-19 ástandsins. Ég hugsaði mér því gott til glóðarinnar þegar ég skellti mér á The Outpost, loksins eitthvað vitrænt í bíó. Vegna þess hryggir það mig að segja að The Outpost veldur töluverðum vonbrigðum. Eftir á að hyggja held ég satt best að segja að hún hefði ekki frekar en t.d. Capone og The Postcard Killings, drifið á hvíta tjaldið hér á landi í venjulegu árferði. Dunkirk í Afganistan Í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana réðst bandaríski herinn (líklegast ólöglega) inn í Afganistan og er þar enn. Kvikmyndin The Outpost byggir á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað í austur hluta Afganistan árið 2009, þegar nokkur hundruð Talibanar réðust á bandaríska herstöð. Það ætti að vera hægt að gera fínustu kvikmynd upp úr þessu efni. Kvikmynd með góðri persónusköpun, sem býr til samhygð með hermönnunum og hefur eitthvað að segja um stríðsrekstur. Því miður á ekkert af þessu við um The Outpost. Dunkirk er kvikmyndin sem The Outpost vildi óska að hún væri. Ég ætla að leyfa mér að giska á að The Outpost hafi að einhverju leyti verið innblásin af kvikmyndinni Dunkirk. Þar var sagt frá einni orrustu frá mismunandi sjónarhornum, og nokkrum persónum fylgt eftir. Hér erum við einnig með töluverða hrúgu persóna, flakkað á milli þeirra og súmmað inn á ákveðna atburði. Það er í raun mjög hentugt að nota Dunkirk í þennan samanburð, því The Outpost skortir töluvert margt af því sem gerði Dunkirk að svo eftirminnilegri kvikmynd að hún var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna. Það er sagt að sumar kvikmyndir sem heppnast ekki nægilega vel séu oft dauðadæmdar frá upphafi, því hugmyndin sjálf innihaldi einhvers konar galla sem verði ekki yfirstiginn. Það er mjög auðvelt að greina galla The Outpost fyrirfram, hafi maður á annað borð áhuga á því. Það sem The Outpost skortir, eru atriði sem liggja hreinlega í hlutarins eðli. Því það eru alltof margar persónur í myndinni, og þær eru alltof líkar. Ekki hjálpar til að ólíkt Dunkirk, gerist The Outpost á mjög afmörkuðu og þröngu svæði, og í mörgum senum er heldur dimmt. Því er oft erfitt að átta sig á því hver er hvað og áhorfandinn veit á stundum ekki hver karakteranna er að lenda í atburðunum hverju sinni. Þ.a.l. er erfitt að setja hasarinn á tjaldinu í samhengi við það sem á undan er gengið (eiginlega lykilatriði í því að skapa t.d. samhygð með persónu). Það hjálpar auðvitað ekki til að þegar við teljum okkur komin með aðalpersónu í forgrunn, er hún drepin og við fáum nýja persónu. Allir leikararnir eins Annað vandamál er hve keimlíkir margir leikaranna eru í útliti. Eina persónan sem ég náði að fókusa á að einhverju viti var Ty Carter, leikinn af Caleb Landry Jones, en hann er allt öðruvísi í útliti en flestir hinna leikaranna. Í kvikmynd sem inniheldur svo margar persónur, þar sem glundroði ríkir, sem og reykur, ryk og myrkur, er enn mikilvægara að hægt sé að greina á milli hver er hvað. En þar sem 90% leikaranna eru dökkhærðir og myndarlegir sveinar af Hollywood-færibandinu, renna þeir allir saman í eitt. Kvikmyndagerðarmennirnir hefðu betur sótt fleiri leikara á borð við Caleb Landry Jones. Með öll þessi innbyggðu vandamál sem flækjast fyrir skýrleika frásagnarinnar, er það algjört sjálfsmark að hafa svo margar persónur. Áhorfandinn nær takmarkað að tengjast þessum hermönnum, og allar tilraunir sem gerðar eru til að skapa einhverja samhygð eru yfirborðslegar og augljósar. Leiktextinn er einnig yfirborðslegur og klisjukenndur. Persónur hermannanna eru almennt án nokkurra sérkenna, allir steyptir í sama hómófóbíska harðhausa mótið. Ég er ekki að segja að herinn innihaldi ekki hómófóbíska harðhausa, það er sennilega nóg af þeim, en þetta er til lengdar þreytandi áhorf. Nógu endurtekningarsöm er atburðarásin, þó svo að persónurnar séu það ekki líka. Svo er reynt að skella inn einhverri sjálfsuppgötvun einnar persónunnar í lokasenunni, en það er of lítið, of seint og virkar sem fölsk nóta. „Support the troops“ Kvikmyndagerðarmennirnir hafa e.t.v. talið bæng bæng og drep drep, vera nóg til að gera áhugaverða kvikmynd. Þetta gengur kannski í Bandaríkjamanninn, enda fær hann stríðsreksturinn allt að því með móðurmjólkinni. Allir verða að styðja „the troops,“ sama hversu absúrd stríðsreksturinn er. Sámur frændi hefur verið að hvetja unga menn til að berjast síðan árið 1852. Það er eins og höfundarnir skilji ekki grundvallaratriði almennrar dramatúrgíu. Þá er ég helst að tala um hvað er í húfi. Það eina sem The Outpost hefur fram að færa varðandi þetta atriði er að hermennirnir nái að halda lífi. Oftast er það eitt og sér ekki nóg fyrir kvikmynd, það þarf að vera meira. Hér er ekki verið að reyna að koma óbreyttum Ryan heim til móður sinnar sem hefur nú þegar misst þrjá syni, og það er ekki verið að reyna að stöðva illa nasista sem henda fólki í útrýmingarbúðir. Maður næstum vorkennir þessum heilaþvegnu afgönsku geitabændum meira en að óttast þá. Myndarlegur maður í myrkri. Og hvað með það? Það sem þeir bandarísku gagnrýnendur sem hafa lofað myndina sjá henni helst til tekna er hve raunveruleg hún er, að þér líði eins og þú sért á staðnum. Ókei, og hvað með það? Það er búið að gera það milljón sinnum frá því Saving Private Ryan hækkaði staðalinn varðandi hvernig stríðsmyndir eru kvikmyndaðar. Árið er 2020 og það er bara ekki lengur nóg. Fyrir utan að Saving Private Ryan hafði svo mikið meira til brunns að bera en yfirburðar stríðssenur. The Outpost skortir dýpt á öllu sviðum. Góð kvikmyndafrásögn hefur mörg lög merkingar, hvort sem það tengist vef síendurtekinna stefa sem skapa þema myndar, eða það sem er undir yfirborði hegðunar persóna, sem kemur svo í dagsljósið og skapar dýpt. Það var herforinginn William Tecumseh Sherman, sem sagði „War is hell“ í Þrælastríðinu bandaríska, sem lauk fyrir 155 árum. Við vitum að stríð er helvíti, það er búið að segja okkur það óteljandi sinnum og kvikmynd sem hefur ekki meiri sögn, skortir hreinlega tilverurétt (ekki ósvipað ólöglegri innrás Bandaríkjanna inn í Afghanistan). Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Vei! Það kom ný kvikmynd í bíó, sem hefur raunverulega hlotið ágætis viðtökur gagnrýnenda í Bandaríkjunum, með heila 71 í meðaleinkunn hjá helstu rýnum á Metacritic-síðunni. Það er nú bara nokkuð gott, og töluvert betra en það sem bíóin hafa neyðst til að bjóða upp á síðustu misseri. Nokkur dæmi um úrvalið: The Postcard Killings. Meðaleinkunn helstu gagnrýnenda: 29 The High Note. Meðaleinkunn helstu gagnrýnenda: 58. Capone: Meðaleinkunn helstu gagnrýnenda: 46. Scoob: Meðaleinkunn helstu gagnrýnenda: 43. The Postcard Killings, einhver? Að sjálfsögðu er ekki við kvikmyndahúsin að sakast hvað varðar þetta slælega úrval. Þar er fólk að gera sitt besta við að halda bíóunum á floti, á meðan ekkert berst frá Hollywood. Það hefði sennilega engin fyrrnefndra mynda drifið í bíó hér á landi ef ekki væri vegna Covid-19 ástandsins. Ég hugsaði mér því gott til glóðarinnar þegar ég skellti mér á The Outpost, loksins eitthvað vitrænt í bíó. Vegna þess hryggir það mig að segja að The Outpost veldur töluverðum vonbrigðum. Eftir á að hyggja held ég satt best að segja að hún hefði ekki frekar en t.d. Capone og The Postcard Killings, drifið á hvíta tjaldið hér á landi í venjulegu árferði. Dunkirk í Afganistan Í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana réðst bandaríski herinn (líklegast ólöglega) inn í Afganistan og er þar enn. Kvikmyndin The Outpost byggir á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað í austur hluta Afganistan árið 2009, þegar nokkur hundruð Talibanar réðust á bandaríska herstöð. Það ætti að vera hægt að gera fínustu kvikmynd upp úr þessu efni. Kvikmynd með góðri persónusköpun, sem býr til samhygð með hermönnunum og hefur eitthvað að segja um stríðsrekstur. Því miður á ekkert af þessu við um The Outpost. Dunkirk er kvikmyndin sem The Outpost vildi óska að hún væri. Ég ætla að leyfa mér að giska á að The Outpost hafi að einhverju leyti verið innblásin af kvikmyndinni Dunkirk. Þar var sagt frá einni orrustu frá mismunandi sjónarhornum, og nokkrum persónum fylgt eftir. Hér erum við einnig með töluverða hrúgu persóna, flakkað á milli þeirra og súmmað inn á ákveðna atburði. Það er í raun mjög hentugt að nota Dunkirk í þennan samanburð, því The Outpost skortir töluvert margt af því sem gerði Dunkirk að svo eftirminnilegri kvikmynd að hún var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna. Það er sagt að sumar kvikmyndir sem heppnast ekki nægilega vel séu oft dauðadæmdar frá upphafi, því hugmyndin sjálf innihaldi einhvers konar galla sem verði ekki yfirstiginn. Það er mjög auðvelt að greina galla The Outpost fyrirfram, hafi maður á annað borð áhuga á því. Það sem The Outpost skortir, eru atriði sem liggja hreinlega í hlutarins eðli. Því það eru alltof margar persónur í myndinni, og þær eru alltof líkar. Ekki hjálpar til að ólíkt Dunkirk, gerist The Outpost á mjög afmörkuðu og þröngu svæði, og í mörgum senum er heldur dimmt. Því er oft erfitt að átta sig á því hver er hvað og áhorfandinn veit á stundum ekki hver karakteranna er að lenda í atburðunum hverju sinni. Þ.a.l. er erfitt að setja hasarinn á tjaldinu í samhengi við það sem á undan er gengið (eiginlega lykilatriði í því að skapa t.d. samhygð með persónu). Það hjálpar auðvitað ekki til að þegar við teljum okkur komin með aðalpersónu í forgrunn, er hún drepin og við fáum nýja persónu. Allir leikararnir eins Annað vandamál er hve keimlíkir margir leikaranna eru í útliti. Eina persónan sem ég náði að fókusa á að einhverju viti var Ty Carter, leikinn af Caleb Landry Jones, en hann er allt öðruvísi í útliti en flestir hinna leikaranna. Í kvikmynd sem inniheldur svo margar persónur, þar sem glundroði ríkir, sem og reykur, ryk og myrkur, er enn mikilvægara að hægt sé að greina á milli hver er hvað. En þar sem 90% leikaranna eru dökkhærðir og myndarlegir sveinar af Hollywood-færibandinu, renna þeir allir saman í eitt. Kvikmyndagerðarmennirnir hefðu betur sótt fleiri leikara á borð við Caleb Landry Jones. Með öll þessi innbyggðu vandamál sem flækjast fyrir skýrleika frásagnarinnar, er það algjört sjálfsmark að hafa svo margar persónur. Áhorfandinn nær takmarkað að tengjast þessum hermönnum, og allar tilraunir sem gerðar eru til að skapa einhverja samhygð eru yfirborðslegar og augljósar. Leiktextinn er einnig yfirborðslegur og klisjukenndur. Persónur hermannanna eru almennt án nokkurra sérkenna, allir steyptir í sama hómófóbíska harðhausa mótið. Ég er ekki að segja að herinn innihaldi ekki hómófóbíska harðhausa, það er sennilega nóg af þeim, en þetta er til lengdar þreytandi áhorf. Nógu endurtekningarsöm er atburðarásin, þó svo að persónurnar séu það ekki líka. Svo er reynt að skella inn einhverri sjálfsuppgötvun einnar persónunnar í lokasenunni, en það er of lítið, of seint og virkar sem fölsk nóta. „Support the troops“ Kvikmyndagerðarmennirnir hafa e.t.v. talið bæng bæng og drep drep, vera nóg til að gera áhugaverða kvikmynd. Þetta gengur kannski í Bandaríkjamanninn, enda fær hann stríðsreksturinn allt að því með móðurmjólkinni. Allir verða að styðja „the troops,“ sama hversu absúrd stríðsreksturinn er. Sámur frændi hefur verið að hvetja unga menn til að berjast síðan árið 1852. Það er eins og höfundarnir skilji ekki grundvallaratriði almennrar dramatúrgíu. Þá er ég helst að tala um hvað er í húfi. Það eina sem The Outpost hefur fram að færa varðandi þetta atriði er að hermennirnir nái að halda lífi. Oftast er það eitt og sér ekki nóg fyrir kvikmynd, það þarf að vera meira. Hér er ekki verið að reyna að koma óbreyttum Ryan heim til móður sinnar sem hefur nú þegar misst þrjá syni, og það er ekki verið að reyna að stöðva illa nasista sem henda fólki í útrýmingarbúðir. Maður næstum vorkennir þessum heilaþvegnu afgönsku geitabændum meira en að óttast þá. Myndarlegur maður í myrkri. Og hvað með það? Það sem þeir bandarísku gagnrýnendur sem hafa lofað myndina sjá henni helst til tekna er hve raunveruleg hún er, að þér líði eins og þú sért á staðnum. Ókei, og hvað með það? Það er búið að gera það milljón sinnum frá því Saving Private Ryan hækkaði staðalinn varðandi hvernig stríðsmyndir eru kvikmyndaðar. Árið er 2020 og það er bara ekki lengur nóg. Fyrir utan að Saving Private Ryan hafði svo mikið meira til brunns að bera en yfirburðar stríðssenur. The Outpost skortir dýpt á öllu sviðum. Góð kvikmyndafrásögn hefur mörg lög merkingar, hvort sem það tengist vef síendurtekinna stefa sem skapa þema myndar, eða það sem er undir yfirborði hegðunar persóna, sem kemur svo í dagsljósið og skapar dýpt. Það var herforinginn William Tecumseh Sherman, sem sagði „War is hell“ í Þrælastríðinu bandaríska, sem lauk fyrir 155 árum. Við vitum að stríð er helvíti, það er búið að segja okkur það óteljandi sinnum og kvikmynd sem hefur ekki meiri sögn, skortir hreinlega tilverurétt (ekki ósvipað ólöglegri innrás Bandaríkjanna inn í Afghanistan).
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira