John Lewis látinn Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2020 08:25 John Lewis var 80 ára gamall þegar hann lést. Vísir/Getty John Lewis, fulltrúadeildarþingmaður Demókrataflokksins og einn þekktasti baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum, er látinn. Lewis var áttræður þegar hann lést. Lewis tók þátt í frelsisgöngunni í Washington-borg þann 28. ágúst árið 1963 þar sem hundruð þúsunda söfnuðust saman við Lincoln-minnisvarðann til þess að krefjast borgaralegra- og efnahagslegra réttinda fyrir svart fólk í Bandaríkjunum. Var hann á meðal þeirra sem tók þátt í að skipuleggja þessa sögulegu göngu og var síðasti eftirlifandi ræðumaðurinn sem ávarpaði gönguna árið 1963. Þingmaðurinn hafði greinst með fjórða stigs krabbamein í brisi á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla þegar greint var frá greiningunni sagðist hann aldrei hafa horft fram á slíka baráttu áður. „Ég hef alltaf verið í einhverskonar baráttu – fyrir frelsi, jafnfrétti, grundvallarmannréttindum, næstum því allt mitt líf,“ sagði þingmaðurinn. „Ég hef aldrei horft fram á samskonar baráttu og núna.“ Lewis fékk frelsisorðuna í forsetatíð Barack Obama.Vísir/Getty Lewis hafði setið í fulltrúadeildinni frá árinu 1987 og var hátt settur innan Demókrataflokksins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, minnist hans á vefsíðu sinni þar sem hún segir hann hafa verið dýrkaðan og dáðan af öllum sem störfuðu með honum, sama hvaða flokki þeir tilheyrðu. „Hver einasti dagur í lífi John Lewis var tileinkaður því að færa öllum frelsi og réttlæti,“ skrifaði Pelosi. Andlát Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
John Lewis, fulltrúadeildarþingmaður Demókrataflokksins og einn þekktasti baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum, er látinn. Lewis var áttræður þegar hann lést. Lewis tók þátt í frelsisgöngunni í Washington-borg þann 28. ágúst árið 1963 þar sem hundruð þúsunda söfnuðust saman við Lincoln-minnisvarðann til þess að krefjast borgaralegra- og efnahagslegra réttinda fyrir svart fólk í Bandaríkjunum. Var hann á meðal þeirra sem tók þátt í að skipuleggja þessa sögulegu göngu og var síðasti eftirlifandi ræðumaðurinn sem ávarpaði gönguna árið 1963. Þingmaðurinn hafði greinst með fjórða stigs krabbamein í brisi á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla þegar greint var frá greiningunni sagðist hann aldrei hafa horft fram á slíka baráttu áður. „Ég hef alltaf verið í einhverskonar baráttu – fyrir frelsi, jafnfrétti, grundvallarmannréttindum, næstum því allt mitt líf,“ sagði þingmaðurinn. „Ég hef aldrei horft fram á samskonar baráttu og núna.“ Lewis fékk frelsisorðuna í forsetatíð Barack Obama.Vísir/Getty Lewis hafði setið í fulltrúadeildinni frá árinu 1987 og var hátt settur innan Demókrataflokksins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, minnist hans á vefsíðu sinni þar sem hún segir hann hafa verið dýrkaðan og dáðan af öllum sem störfuðu með honum, sama hvaða flokki þeir tilheyrðu. „Hver einasti dagur í lífi John Lewis var tileinkaður því að færa öllum frelsi og réttlæti,“ skrifaði Pelosi.
Andlát Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira