Mun færri verða við innsetningu forseta Íslands en áður Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2020 19:01 Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. Annað kjörtímabil Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands hefst laugardaginn 1. ágúst eftir að hann hlaut yfirburðarkosningu í embættið síðasta laugardag í júní. Alla jafna er mikið haft við þegar forseti er settur í embætti. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu sem skipuleggur athöfnina segir að svo verði einnig nú en þó með öðrum hætti vegna kórónuveirufaraldursins. „Já hún verður mun fámennari. Við þurfum að sjálfsögðu eins og aðrir í samfélaginu að sýna ábyrgð af sóttvarnarástæðum. Þar af leiðandi höfum við fækkað verulega í hópi þeirra sem við getum boðið að þessu sinni á athöfnina,“ segir Bryndís. Nú verði um áttatíu manns boðið að vera við athöfnina en hafi verið tvö hundruð og fimmtíu þegar Guðni var fyrst settur í embættið árið 2016. Eins og áður hefur Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forsetum lýðveldisins verið boðið. Auk þess verða embættismenn sem beinlínis gegni hlutverki við innsetninguna á staðnum. „Það eru ráðherrar, það er fjölskylda forseta, hæstaréttardómarar og síðan sendimenn erlendra ríkja. Varaforsetar Alþingis og formenn þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ segir Bryndís. Það munar því miklu þegar tugir þingmanna verða ekki við athöfnina þegar forseti Hæstaréttar lýsir kjöri og embættistöku Guðna. „Þá bjóðum við til dæmis ekki fyrrverandi handhöfum forsetavalds. Sem eru fyrrverandi forsætisráðherrar, forsetar Hæstaréttar og forsetar Alþingis. Fulltrúm ýmissa félagasamtaka sem við höfum boðið svo dæmi séu tekins“ segir ráðuneytisstjórinn. Þrátt fyrir þetta verði athöfnin hátíðleg eins og alltaf. „Hún hefst með helgistund í Dómkirkjunni klukkan fimmtán þrjátíu laugardaginn 1. ágúst. Síðan verður gengið fyrir til Alþingis hússins þar sem verður innsetningarathöfn sem verður stýrt af forseta Hæstaréttar,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir. Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Mun færri verða viðstaddir innsetningu Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig munu formenn flokkanna einir verða fulltrúar þingmanna við athöfnina. Annað kjörtímabil Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands hefst laugardaginn 1. ágúst eftir að hann hlaut yfirburðarkosningu í embættið síðasta laugardag í júní. Alla jafna er mikið haft við þegar forseti er settur í embætti. Bryndís Hlöðversdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu sem skipuleggur athöfnina segir að svo verði einnig nú en þó með öðrum hætti vegna kórónuveirufaraldursins. „Já hún verður mun fámennari. Við þurfum að sjálfsögðu eins og aðrir í samfélaginu að sýna ábyrgð af sóttvarnarástæðum. Þar af leiðandi höfum við fækkað verulega í hópi þeirra sem við getum boðið að þessu sinni á athöfnina,“ segir Bryndís. Nú verði um áttatíu manns boðið að vera við athöfnina en hafi verið tvö hundruð og fimmtíu þegar Guðni var fyrst settur í embættið árið 2016. Eins og áður hefur Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forsetum lýðveldisins verið boðið. Auk þess verða embættismenn sem beinlínis gegni hlutverki við innsetninguna á staðnum. „Það eru ráðherrar, það er fjölskylda forseta, hæstaréttardómarar og síðan sendimenn erlendra ríkja. Varaforsetar Alþingis og formenn þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi,“ segir Bryndís. Það munar því miklu þegar tugir þingmanna verða ekki við athöfnina þegar forseti Hæstaréttar lýsir kjöri og embættistöku Guðna. „Þá bjóðum við til dæmis ekki fyrrverandi handhöfum forsetavalds. Sem eru fyrrverandi forsætisráðherrar, forsetar Hæstaréttar og forsetar Alþingis. Fulltrúm ýmissa félagasamtaka sem við höfum boðið svo dæmi séu tekins“ segir ráðuneytisstjórinn. Þrátt fyrir þetta verði athöfnin hátíðleg eins og alltaf. „Hún hefst með helgistund í Dómkirkjunni klukkan fimmtán þrjátíu laugardaginn 1. ágúst. Síðan verður gengið fyrir til Alþingis hússins þar sem verður innsetningarathöfn sem verður stýrt af forseta Hæstaréttar,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir.
Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira