„Hálfvitaleg leið til að bjarga flugsamgöngum“ Sylvía Hall skrifar 19. júlí 2020 11:14 Gunnar Smári Egilsson sér ekki mikla ástæðu til þess að fagna þeim samningum sem náðust í nótt. Vísir/Vilhelm Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, spyr hvort það sé eitthvað fagnaðarefni að samningar hafi náðst milli Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair í nótt. Samningarnir hafi verið gerðir með þá von í huga að tilvonandi fjárfestar geti reiknað arðsemi af fjárfestingu sinni í félaginu. „Á maður að fagna því að einhverjum gaurum hefur tekist að beygja niður flugstéttirnar í von um að það dugi svo svokallaðir fjárfestar (sem fæstir hugsa lengur en til nokkurra mánaða eða missera og ættu því að kallast fjárlosarar, fólk sem reynir að losa sem mest fé út úr rekstri á sem skemmstum tíma) geti reiknað gríðarlega arðsemi af tilleggi sínu, svo ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verðlauni þetta grimma ferli með 10-20 milljarða króna gjöf úr ríkissjóði til nýrra eigenda?“ spyr Gunnar Smári í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins í tilefni samningana. Hann segir þessa leið vera litaða af „dauðum kennisetningum nýfrjálshyggjunnar“. Verkalýðurinn eigi að beygja sig undir kröfur fjármagnseigenda og gefa frá sér ávinninginn af „aldalangri baráttu alþýðunnar“ sem hafi gengið út á mannsæmandi líf af launavinnu. „Mér finnst þetta hálfvitaleg leið til að bjarga flugsamgöngum til og frá landinu,“ skrifar Gunnar Smári. Hann segir tilraunir Icelandair til að bjarga félaginu vera byggðar á vitleysu. Flugfélagið verði endurreist með framlagi frá almannasjóðum og því verði að taka fleiri hagsmuni inn en „kröfur hrægammasjóða og eigenda þeirra“. „Gaurarnir sem reka áfram svokallaða endurreisn Icelandair gera ekkert af þessu, brjóta þvert á móti niður inneign félagsins hjá samfélaginu, starfsfólkinu og viðskiptavinunum; sannfærðir um að þeir séu að vinna fyrir heilagra sjónarmið sem allt annað verður að lúta; kröfur fjárfesta um aukna arðsemi; að þeir geti dregið meira fé upp úr rekstrinum.“ Þá er Gunnar Smári harðorður undir lokinn og kveðst ekki bjartsýnn á framhaldið. „Þetta getur því ekki endað nema illa. Það sem byggt er á hreinni heimsku verður aldrei gáfulegt. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09 Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, spyr hvort það sé eitthvað fagnaðarefni að samningar hafi náðst milli Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair í nótt. Samningarnir hafi verið gerðir með þá von í huga að tilvonandi fjárfestar geti reiknað arðsemi af fjárfestingu sinni í félaginu. „Á maður að fagna því að einhverjum gaurum hefur tekist að beygja niður flugstéttirnar í von um að það dugi svo svokallaðir fjárfestar (sem fæstir hugsa lengur en til nokkurra mánaða eða missera og ættu því að kallast fjárlosarar, fólk sem reynir að losa sem mest fé út úr rekstri á sem skemmstum tíma) geti reiknað gríðarlega arðsemi af tilleggi sínu, svo ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verðlauni þetta grimma ferli með 10-20 milljarða króna gjöf úr ríkissjóði til nýrra eigenda?“ spyr Gunnar Smári í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins í tilefni samningana. Hann segir þessa leið vera litaða af „dauðum kennisetningum nýfrjálshyggjunnar“. Verkalýðurinn eigi að beygja sig undir kröfur fjármagnseigenda og gefa frá sér ávinninginn af „aldalangri baráttu alþýðunnar“ sem hafi gengið út á mannsæmandi líf af launavinnu. „Mér finnst þetta hálfvitaleg leið til að bjarga flugsamgöngum til og frá landinu,“ skrifar Gunnar Smári. Hann segir tilraunir Icelandair til að bjarga félaginu vera byggðar á vitleysu. Flugfélagið verði endurreist með framlagi frá almannasjóðum og því verði að taka fleiri hagsmuni inn en „kröfur hrægammasjóða og eigenda þeirra“. „Gaurarnir sem reka áfram svokallaða endurreisn Icelandair gera ekkert af þessu, brjóta þvert á móti niður inneign félagsins hjá samfélaginu, starfsfólkinu og viðskiptavinunum; sannfærðir um að þeir séu að vinna fyrir heilagra sjónarmið sem allt annað verður að lúta; kröfur fjárfesta um aukna arðsemi; að þeir geti dregið meira fé upp úr rekstrinum.“ Þá er Gunnar Smári harðorður undir lokinn og kveðst ekki bjartsýnn á framhaldið. „Þetta getur því ekki endað nema illa. Það sem byggt er á hreinni heimsku verður aldrei gáfulegt.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09 Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira
Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42
Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09
Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06