Blikar með fimm stigum minna en á sama tíma í fyrra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2020 17:00 Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur fjarað undan Blikum. vísir/bára Breiðablik er með fimm stigum minna en liðið var með eftir sjö umferðir í Pepsi Max-deild karla á síðasta tímabili. Blikar lutu í lægra haldi fyrir Valsmönnum í gær, 1-2, og eru án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Breiðablik er með ellefu stig eftir sjö leiki í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Eftir sjö umferðir í fyrra voru Blikar með sextán stig á toppi deildarinnar, jafn mörg og Skagamenn en hagstæðari markatölu. Blikar enduðu í 2. sæti deildarinnar í fyrra með 38 stig og voru fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR-inga. Eftir tímabilið var Ágúst Gylfason látinn taka pokann sinn og við tók Óskar Hrafn Þorvaldsson sem hafði komið Gróttu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Breiðablik byrjaði þetta tímabil af miklum krafti og vann fyrstu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 7-1. En Blikar hafa ekki unnið deildarleik síðan þeir sigruðu Fjölni, 3-1, 29. júní. Breiðablik gerði jafntefli við KA og FH og hefur síðan tapað tveimur leikjum í röð fyrir KR og Val. Blikar eru nú fjórum stigum á eftir toppliði KR-inga sem á auk þess leik til góða. Eftir leikinn í gær sagði Óskar Hrafn að úrslitin hefðu verið ósanngjörn. „Bara þjófnaður, hreinn og beinn þjófnaður hjá Val. Við áttum allan seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum var kannski ekkert sérstaklega góð hjá okkur,“ sagði Óskar Hrafn við Vísi. Kollegi hans hjá Val, Heimir Guðjónsson, var ekki á sama máli. „Mér fannst þetta ekki vera rán en auðvitað áttu þeir sína möguleika. Ég man samt ekki eftir því að Hannes [Þór Halldórsson] hafi þurft að taka á honum stóra sínum. En eins og ég sagði áðan þá eru þeir frábærir út á vellinum, láta boltann ganga hratt á milli manna en mér fannst þeir ekki skapa mikið af opnum færum á móti okkur,“ sagði Heimir. Næsti leikur Breiðabliks er gegn nágrönnunum í HK í Kórnum á fimmtudagskvöldið. HK-ingar hafa farið illa af stað og eru með fimm stig í 10. sæti deildarinnar. HK hefur tapað öllum þremur heimaleikjum sínum og fengið á sig flest mörk allra í Pepsi Max-deildinni, eða nítján talsins. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 „Ætlast til að Blikarnir stígi upp og sýni að þeir séu meistarakandídatar“ Máni Pétursson hefur tröllatrú á verkefni Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Kópavogi. 19. júlí 2020 17:30 Mest lesið „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Breiðablik er með fimm stigum minna en liðið var með eftir sjö umferðir í Pepsi Max-deild karla á síðasta tímabili. Blikar lutu í lægra haldi fyrir Valsmönnum í gær, 1-2, og eru án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Breiðablik er með ellefu stig eftir sjö leiki í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Eftir sjö umferðir í fyrra voru Blikar með sextán stig á toppi deildarinnar, jafn mörg og Skagamenn en hagstæðari markatölu. Blikar enduðu í 2. sæti deildarinnar í fyrra með 38 stig og voru fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR-inga. Eftir tímabilið var Ágúst Gylfason látinn taka pokann sinn og við tók Óskar Hrafn Þorvaldsson sem hafði komið Gróttu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum. Breiðablik byrjaði þetta tímabil af miklum krafti og vann fyrstu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 7-1. En Blikar hafa ekki unnið deildarleik síðan þeir sigruðu Fjölni, 3-1, 29. júní. Breiðablik gerði jafntefli við KA og FH og hefur síðan tapað tveimur leikjum í röð fyrir KR og Val. Blikar eru nú fjórum stigum á eftir toppliði KR-inga sem á auk þess leik til góða. Eftir leikinn í gær sagði Óskar Hrafn að úrslitin hefðu verið ósanngjörn. „Bara þjófnaður, hreinn og beinn þjófnaður hjá Val. Við áttum allan seinni hálfleikinn en byrjunin á leiknum var kannski ekkert sérstaklega góð hjá okkur,“ sagði Óskar Hrafn við Vísi. Kollegi hans hjá Val, Heimir Guðjónsson, var ekki á sama máli. „Mér fannst þetta ekki vera rán en auðvitað áttu þeir sína möguleika. Ég man samt ekki eftir því að Hannes [Þór Halldórsson] hafi þurft að taka á honum stóra sínum. En eins og ég sagði áðan þá eru þeir frábærir út á vellinum, láta boltann ganga hratt á milli manna en mér fannst þeir ekki skapa mikið af opnum færum á móti okkur,“ sagði Heimir. Næsti leikur Breiðabliks er gegn nágrönnunum í HK í Kórnum á fimmtudagskvöldið. HK-ingar hafa farið illa af stað og eru með fimm stig í 10. sæti deildarinnar. HK hefur tapað öllum þremur heimaleikjum sínum og fengið á sig flest mörk allra í Pepsi Max-deildinni, eða nítján talsins.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 „Ætlast til að Blikarnir stígi upp og sýni að þeir séu meistarakandídatar“ Máni Pétursson hefur tröllatrú á verkefni Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Kópavogi. 19. júlí 2020 17:30 Mest lesið „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30
Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40
Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15
„Ætlast til að Blikarnir stígi upp og sýni að þeir séu meistarakandídatar“ Máni Pétursson hefur tröllatrú á verkefni Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Kópavogi. 19. júlí 2020 17:30