Braust inn í apótek og stal lyfjum að verðmæti 300 þúsund Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2020 11:05 Maðurinn stal ofvirkni-, geð- og verkjalyfjum. Vísir/egill Maður var í Héraðsdómi Reykjaness um miðjan júlí dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis brot, m.a. þjófnað á lyfjum að andvirði 300 þúsund króna. Tvö mál gegn manninum í alls sex ákæruliðum voru sameinuð. Manninum var m.a. gefið að sök að hafa kannabisefni og amfetamín í fórum sínum og að hafa brotið spegil á salerni með því að kasta í hann ruslatunnu. Þá var hann ákærður fyrir þjófnað á ofvirkni-, geð- og verkjalyfjum úr apóteki í tvígang árið 2019. Maðurinn hafi fyrst spennt upp glugga apóteksins og haft á brott með sér 54 lyfjapakkningum að verðmæti 245 þúsund króna. Þremur dögum síðar hafi hann brotið rúðu í anddyri apóteks og stolið 17 lyfjapakkningum að verðmæti 53 þúsund króna. Þá var maðurinn ákærður fyrir eignaspjöll með því að hafa kastað útihúsgögnum með þeim afleiðingum að borðplötur að verðmæti 55 þúsund króna eyðilögðust. Maðurinn játaði sök samkvæmt ákærum. Maðurinn á samkvæmt dómi nokkuð langan sakaferil að baki og var dæmdur til fangelsisvistar árið 2018 og einnig árið eftir. Um var að ræða þjófnað, umferðarlaga- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða þóknun verjanda síns, alls um 442 þúsund krónur. Þá þótti dómnum ekki tilefni til að gera upptæka skó sem ákæruvaldið krafðist að gerðir yrðu upptækir úr vörslu mannsins. Að öðru leyti voru upptökukröfur ákæruvaldsins teknar til greina. Þannig voru gerð upptæk North pike íþróttataska, Versace parfum íþróttataska, hamar, bláir vinnuhanskar, grá derhúfa, LED-ennisljós og 1,41 gramm af amfetamíni. Dómsmál Fíkn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Maður var í Héraðsdómi Reykjaness um miðjan júlí dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis brot, m.a. þjófnað á lyfjum að andvirði 300 þúsund króna. Tvö mál gegn manninum í alls sex ákæruliðum voru sameinuð. Manninum var m.a. gefið að sök að hafa kannabisefni og amfetamín í fórum sínum og að hafa brotið spegil á salerni með því að kasta í hann ruslatunnu. Þá var hann ákærður fyrir þjófnað á ofvirkni-, geð- og verkjalyfjum úr apóteki í tvígang árið 2019. Maðurinn hafi fyrst spennt upp glugga apóteksins og haft á brott með sér 54 lyfjapakkningum að verðmæti 245 þúsund króna. Þremur dögum síðar hafi hann brotið rúðu í anddyri apóteks og stolið 17 lyfjapakkningum að verðmæti 53 þúsund króna. Þá var maðurinn ákærður fyrir eignaspjöll með því að hafa kastað útihúsgögnum með þeim afleiðingum að borðplötur að verðmæti 55 þúsund króna eyðilögðust. Maðurinn játaði sök samkvæmt ákærum. Maðurinn á samkvæmt dómi nokkuð langan sakaferil að baki og var dæmdur til fangelsisvistar árið 2018 og einnig árið eftir. Um var að ræða þjófnað, umferðarlaga- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða þóknun verjanda síns, alls um 442 þúsund krónur. Þá þótti dómnum ekki tilefni til að gera upptæka skó sem ákæruvaldið krafðist að gerðir yrðu upptækir úr vörslu mannsins. Að öðru leyti voru upptökukröfur ákæruvaldsins teknar til greina. Þannig voru gerð upptæk North pike íþróttataska, Versace parfum íþróttataska, hamar, bláir vinnuhanskar, grá derhúfa, LED-ennisljós og 1,41 gramm af amfetamíni.
Dómsmál Fíkn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira