Tekur ekki undir gagnrýni yfirlæknis sem sagði skimun LSH vera „sóun á almannafé“ Andri Eysteinsson skrifar 21. júlí 2020 15:42 Forstjórinn segir ummæli yfirlæknis bera vott af þröngu sjónarhorni á hlutverk háskólasjúkrahússins. Vísir/Vilhelm „Nei bara alls ekki. Það er mjög röng nálgun eða þröngt sjónarhorn á hlutverk háskólasjúkrahússins. Ég geri hins vegar alls ekki athugasemdir við það að fólk hafi mismunandi skoðanir. Ég þarf ekki að vera sammála þeim. Forstjóri Landspítalans segir að ummæli yfirlæknis Covid-deildar spítalans lýsti mjög rangri nálgun eða þröngu sjónarhorni á hlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahúss. Frá þessu greindi Páll Matthíasson í svari á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ragnar Freyr Ingólfsson, yfirlæknir á Covid-göngudeild, sagði fyrr í mánuðinum að það væri augljós sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum króna í skimanir fyrir kórónuveirunni. Óþarfi sé að skima erlenda ferðamenn og best væri að beita stuttri sóttkví. Þá sagði Ragnar í Facebook-færslu að það væri ekki hlutverk háskólasjúkrahússins, hvar starfsfólk hafi næg verkefni á sinni könnu, að sinna frísku fólki. „Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ spurði Ragnar í pistli sínum. Páll kvaðst ekki geta tekið undir orð Ragnars og sagði nálgun hans ranga, hann gerði þó ekki athugasemd við það að hann hefði aðra skoðun en Páll sjálfur. „Hlutverk Landspítala er mjög vítt. Hann er háskólasjúkrahús og á að vera bakhjarl í flókinni og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu. Hann er líka menntastofnun og vísindastofnun,“ sagði Páll á fundinum í dag spurður hvort hann vildi frekar að skimanir væru ekki á borði Landspítala og hægt yrði að einbeita sér að öðrum verkefnum. „Öll nálgun á nýrri farsótt kallar á aðkomu háskólasjúkrahússins þannig að mér finnst það alls ekki óeðlilegt [að spítalinn sinni skimun],“ sagði Páll sem bætti við að samkvæmt samningi milli Landspítala og sóttvarnalæknis væri það hlutverk spítalans að taka við verkefninu þegar skilgreint er að þess sé þörf. „Ég sé enga ástæðu til þess að gagnrýna það og ég tel það eðlilegt,“ sagði Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
„Nei bara alls ekki. Það er mjög röng nálgun eða þröngt sjónarhorn á hlutverk háskólasjúkrahússins. Ég geri hins vegar alls ekki athugasemdir við það að fólk hafi mismunandi skoðanir. Ég þarf ekki að vera sammála þeim. Forstjóri Landspítalans segir að ummæli yfirlæknis Covid-deildar spítalans lýsti mjög rangri nálgun eða þröngu sjónarhorni á hlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahúss. Frá þessu greindi Páll Matthíasson í svari á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ragnar Freyr Ingólfsson, yfirlæknir á Covid-göngudeild, sagði fyrr í mánuðinum að það væri augljós sóun á almannafé að Landspítalinn verji milljörðum króna í skimanir fyrir kórónuveirunni. Óþarfi sé að skima erlenda ferðamenn og best væri að beita stuttri sóttkví. Þá sagði Ragnar í Facebook-færslu að það væri ekki hlutverk háskólasjúkrahússins, hvar starfsfólk hafi næg verkefni á sinni könnu, að sinna frísku fólki. „Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ spurði Ragnar í pistli sínum. Páll kvaðst ekki geta tekið undir orð Ragnars og sagði nálgun hans ranga, hann gerði þó ekki athugasemd við það að hann hefði aðra skoðun en Páll sjálfur. „Hlutverk Landspítala er mjög vítt. Hann er háskólasjúkrahús og á að vera bakhjarl í flókinni og sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu. Hann er líka menntastofnun og vísindastofnun,“ sagði Páll á fundinum í dag spurður hvort hann vildi frekar að skimanir væru ekki á borði Landspítala og hægt yrði að einbeita sér að öðrum verkefnum. „Öll nálgun á nýrri farsótt kallar á aðkomu háskólasjúkrahússins þannig að mér finnst það alls ekki óeðlilegt [að spítalinn sinni skimun],“ sagði Páll sem bætti við að samkvæmt samningi milli Landspítala og sóttvarnalæknis væri það hlutverk spítalans að taka við verkefninu þegar skilgreint er að þess sé þörf. „Ég sé enga ástæðu til þess að gagnrýna það og ég tel það eðlilegt,“ sagði Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira