Tap Össurar nam 1,5 milljarði á fyrri hluta ársins Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2020 07:51 Í fréttatilkynningu segir að Covid-10 heimsfaraldurinn hafi haft „talsverð áhrif“ á rekstrarniðurstöður fyrri hluta ársins. Vísir/Vilhelm Minni sala og kostnaður vegna fyrirhugaðar sölu rekstrareiningunni Gibaud í Frakklandi eru sagðar ástæður þess að tap Össurar á fyrri hluta ársins nam 11 milljónum Bandaríkjadala, eða um 1,5 milljarði. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 18 milljónum Bandaríkjadala að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri félagsins, sem samsvarar tæplega 2,5 milljarði íslenskra króna. Í fréttatilkynningu segir að Covid-19 heimsfaraldurinn hafi haft „talsverð áhrif“ á rekstrarniðurstöður fyrri hluta ársins og lækkaði sala um 13 prósent í staðbundinni mynd. Innri vöxtur var neikvæður um 16 prósent en sala hafi dregist saman í samræmi við þær ráðstafanir sem gerðar voru til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar á helstu markaðssvæðum Össurar. Líkt og áður sagði á Össur í viðræðum við fyrirtækið Innothera um möguleg kaup á rekstrareiningunni Gibaud, sem er hluti af rekstri Össurar í Frakklandi. Undirritun kaupsamningsins er háð viðræðum við stéttarfélög starfsmanna rekstrareiningarinnar og Innothera en í tilkynningunni segir að búist sé við því að gengið verði frá samningum í árslok. Þá var gengið frá kaupum á stoðtækjaframleiðandanum College Park í Bandaríkjunum þann 1. júní. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 34 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar um 5 milljörðum íslenskra króna, eða 12% af sölu á fyrri hluta ársins 2020. Framlegð var lægri en á sama tímabili og í fyrra sökum lægri sölu í tengslum við COVID-19 að því er fram kemur í uppgjörinu. Lausafjárstaða félagsins er sterk og nam handbært fé auk ódreginna lánalína 282 milljónum Bandaríkjadala í lok júní. Á gengi dagsins í dag er það rúmlega 38 milljarðar íslenskra króna. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir heimsfaraldur kórónuveiru hafa leitt til tímabundinna neikvæðra áhrifa á eftirspurn eftir stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum. Salan hafi þó farið batnandi á helstu viðskiptamörkuðum eftir krefjandi aprílmánuð. „Þrátt fyrir að sölutölur sýni greinileg batamerki er ennþá óljóst hversu lengi áhrifin munu vara. Ég er sannfærður um að faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir vörum okkar og þjónustu til langs tíma. Til að mæta lækkun í sölu tókst okkur að lækka rekstrarkostnað okkar í fjórðungnum með aðahaldi á breytilegum kostnaði félagsins,“ er haft eftir Jóni í fréttatilkynningu. Viðskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Minni sala og kostnaður vegna fyrirhugaðar sölu rekstrareiningunni Gibaud í Frakklandi eru sagðar ástæður þess að tap Össurar á fyrri hluta ársins nam 11 milljónum Bandaríkjadala, eða um 1,5 milljarði. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 18 milljónum Bandaríkjadala að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri félagsins, sem samsvarar tæplega 2,5 milljarði íslenskra króna. Í fréttatilkynningu segir að Covid-19 heimsfaraldurinn hafi haft „talsverð áhrif“ á rekstrarniðurstöður fyrri hluta ársins og lækkaði sala um 13 prósent í staðbundinni mynd. Innri vöxtur var neikvæður um 16 prósent en sala hafi dregist saman í samræmi við þær ráðstafanir sem gerðar voru til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar á helstu markaðssvæðum Össurar. Líkt og áður sagði á Össur í viðræðum við fyrirtækið Innothera um möguleg kaup á rekstrareiningunni Gibaud, sem er hluti af rekstri Össurar í Frakklandi. Undirritun kaupsamningsins er háð viðræðum við stéttarfélög starfsmanna rekstrareiningarinnar og Innothera en í tilkynningunni segir að búist sé við því að gengið verði frá samningum í árslok. Þá var gengið frá kaupum á stoðtækjaframleiðandanum College Park í Bandaríkjunum þann 1. júní. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 34 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar um 5 milljörðum íslenskra króna, eða 12% af sölu á fyrri hluta ársins 2020. Framlegð var lægri en á sama tímabili og í fyrra sökum lægri sölu í tengslum við COVID-19 að því er fram kemur í uppgjörinu. Lausafjárstaða félagsins er sterk og nam handbært fé auk ódreginna lánalína 282 milljónum Bandaríkjadala í lok júní. Á gengi dagsins í dag er það rúmlega 38 milljarðar íslenskra króna. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir heimsfaraldur kórónuveiru hafa leitt til tímabundinna neikvæðra áhrifa á eftirspurn eftir stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum. Salan hafi þó farið batnandi á helstu viðskiptamörkuðum eftir krefjandi aprílmánuð. „Þrátt fyrir að sölutölur sýni greinileg batamerki er ennþá óljóst hversu lengi áhrifin munu vara. Ég er sannfærður um að faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir vörum okkar og þjónustu til langs tíma. Til að mæta lækkun í sölu tókst okkur að lækka rekstrarkostnað okkar í fjórðungnum með aðahaldi á breytilegum kostnaði félagsins,“ er haft eftir Jóni í fréttatilkynningu.
Viðskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira