Sjáðu öll mörkin úr leikjum Breiðabliks og HK í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2020 13:36 Úr leik Breiðabliks og HK á Kópavogsvelli í fyrra. vísir/bára HK tekur á móti Breiðabliki í Kópavogsslag í Kórnum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir leikinn verður farið yfir 8. umferð Pepsi Max-deildar karla í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport. Þetta verður sjöundi leikur Breiðabliks og HK í efstu deild. Tölfræðin gæti ekki verið jafnari. Blikar hafa unnið tvo leiki, HK-ingar tvo og tvisvar sinnum hefur orðið jafntefli. Breiðablik og HK mættust fyrst í efstu deild 2007 og fóru báðir leikirnir fram á Kópavogsvelli sem liðin deildu á þessum tíma. Fyrri leikurinn var ójafn og endaði með 3-0 sigri Breiðabliks. Kristján Óli Sigurðsson, Prince Rajcomar og Olgeir Sigurgeirsson skoruðu mörk Blika. HK-ingar fengu vítaspyrnu í seinni hálfleik en Casper Jacobsen varði frá Finnboga Llorens. Seinni leikurinn 2007, sem var heimaleikur HK, endaði með 1-1 jafntefli. Blikar komust yfir á 41. mínútu með sjálfsmarki Ásgríms Albertssonar en Þórður Birgisson jafnaði fyrir HK-inga með marki úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok. Fyrri deildarleikurinn 2008 var fyrsti leikur HK undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar. Hann fékk enga draumabyrjun. Marel Jóhann Baldvinsson og Nenad Zivanovic komu Breiðabliki í 2-0 í fyrri hálfleik og í millitíðinni fékk Hermann Geir Þórsson, leikmaður HK, rautt spjald. Hörður Már Magnússon minnkaði muninn í 2-1 í seinni hálfleik en nær komust HK-ingar ekki. HK vann svo Breiðablik, 2-1, í lokaumferðinni 2008. Hörður Már og Aaron Palomares skoruðu mörk HK-inga sem voru fallnir á þessum tíma. Marel skoraði fyrir Blika sem misstu bæði Guðmund Kristjánsson og Jóhann Berg Guðmundsson út af með rautt spjald undir lok leiks. Ellefu ár liðu þar til Breiðablik og HK mættust aftur í deildarleik. Fyrri leikur liðanna á síðasta tímabili var dramatískur í meira lagi. HK-ingar komust í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks með mörkum Ásgeirs Marteinssonar og Björns Berg Bryde. Blikar gáfust ekki upp, Thomas Mikkelsen minnkaði muninn á 89. mínútu og í uppbótartíma skoraði Viktor Örn Margeirsson jöfnunarmark þeirra grænu. HK vann svo seinni leikinn á Kópavogsvelli, 1-2. Atli Arnarson kom HK-ingum yfir skömmu fyrir hálfleik. Á 60. mínútu skoraði hann svo sitt annað mark. Þórir Guðjónsson minnkaði muninn í 1-2 mínútu fyrir leiksloka en Blikum tókst ekki að jafna. Samkvæmt tölfræði Blikar.is hafa Breiðablik og HK alls mæst 27 sinnum í mótsleik. Þegar allir leikir eru teknir með er tölfræðin Blikum svo sannarlega hagstæð. Þeir hafa unnið sextán leiki, HK-ingar fimm og sex sinnum hefur orðið jafntefli. Fyrir leikinn í kvöld er Breiðablik í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar og HK í því tíunda. Bæði lið hafa tapað tveimur leikjum í röð og HK-ingar aðeins unnið einn leik á tímabilinu. Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Einu sinni var... Mest lesið „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Everton | Afar mikið í húfi hjá heimamönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
HK tekur á móti Breiðabliki í Kópavogsslag í Kórnum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir leikinn verður farið yfir 8. umferð Pepsi Max-deildar karla í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport. Þetta verður sjöundi leikur Breiðabliks og HK í efstu deild. Tölfræðin gæti ekki verið jafnari. Blikar hafa unnið tvo leiki, HK-ingar tvo og tvisvar sinnum hefur orðið jafntefli. Breiðablik og HK mættust fyrst í efstu deild 2007 og fóru báðir leikirnir fram á Kópavogsvelli sem liðin deildu á þessum tíma. Fyrri leikurinn var ójafn og endaði með 3-0 sigri Breiðabliks. Kristján Óli Sigurðsson, Prince Rajcomar og Olgeir Sigurgeirsson skoruðu mörk Blika. HK-ingar fengu vítaspyrnu í seinni hálfleik en Casper Jacobsen varði frá Finnboga Llorens. Seinni leikurinn 2007, sem var heimaleikur HK, endaði með 1-1 jafntefli. Blikar komust yfir á 41. mínútu með sjálfsmarki Ásgríms Albertssonar en Þórður Birgisson jafnaði fyrir HK-inga með marki úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok. Fyrri deildarleikurinn 2008 var fyrsti leikur HK undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar. Hann fékk enga draumabyrjun. Marel Jóhann Baldvinsson og Nenad Zivanovic komu Breiðabliki í 2-0 í fyrri hálfleik og í millitíðinni fékk Hermann Geir Þórsson, leikmaður HK, rautt spjald. Hörður Már Magnússon minnkaði muninn í 2-1 í seinni hálfleik en nær komust HK-ingar ekki. HK vann svo Breiðablik, 2-1, í lokaumferðinni 2008. Hörður Már og Aaron Palomares skoruðu mörk HK-inga sem voru fallnir á þessum tíma. Marel skoraði fyrir Blika sem misstu bæði Guðmund Kristjánsson og Jóhann Berg Guðmundsson út af með rautt spjald undir lok leiks. Ellefu ár liðu þar til Breiðablik og HK mættust aftur í deildarleik. Fyrri leikur liðanna á síðasta tímabili var dramatískur í meira lagi. HK-ingar komust í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks með mörkum Ásgeirs Marteinssonar og Björns Berg Bryde. Blikar gáfust ekki upp, Thomas Mikkelsen minnkaði muninn á 89. mínútu og í uppbótartíma skoraði Viktor Örn Margeirsson jöfnunarmark þeirra grænu. HK vann svo seinni leikinn á Kópavogsvelli, 1-2. Atli Arnarson kom HK-ingum yfir skömmu fyrir hálfleik. Á 60. mínútu skoraði hann svo sitt annað mark. Þórir Guðjónsson minnkaði muninn í 1-2 mínútu fyrir leiksloka en Blikum tókst ekki að jafna. Samkvæmt tölfræði Blikar.is hafa Breiðablik og HK alls mæst 27 sinnum í mótsleik. Þegar allir leikir eru teknir með er tölfræðin Blikum svo sannarlega hagstæð. Þeir hafa unnið sextán leiki, HK-ingar fimm og sex sinnum hefur orðið jafntefli. Fyrir leikinn í kvöld er Breiðablik í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar og HK í því tíunda. Bæði lið hafa tapað tveimur leikjum í röð og HK-ingar aðeins unnið einn leik á tímabilinu.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Einu sinni var... Mest lesið „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Everton | Afar mikið í húfi hjá heimamönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira