Stjórn VR dregur yfirlýsingu sína um Icelandair til baka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. júlí 2020 14:49 Höfuðstöðvar VR eru í Húsi verslunarinnar. Vísir/hanna Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. Stjórn VR hefur formlega dregið fyrri yfirlýsingu sína um málefni Icelandair til baka. Formaður VR hvatti SA í gær til að gera samkomulag um að hvorugur aðilinn skipi í stjórnir lífeyrissjóða. Tilmæli stjórnar VR til þeirra stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, um að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair, voru á vefsíðu stéttarfélagsins þangað til síðdegis í dag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, sendi félagsmönnum tilkynningu á þriðjudaginn þar sem hann tekur af allan vafa um að stjórnin vilji bjarga félaginu og ætli að beita sér því að það verði gert. Hann hafi hinsvegar haft miklar efasemdir um að það sé gerlegt með núverandi stjórn félagsins við völd. Þá muni hann leggja það til við stjórn VR að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Það gerði stjórnin með annarri yfirlýsingu sem send var út eftir hádegi í dag, en þar segir: „Verkalýðshreyfingin, sameinuð, gekk fastlega fram þegar samningsréttinum var ógnað. Samningsrétturinn er grundvöllur kjarasamninga og stéttarbaráttunnar. Hann er jafnframt grundvöllur fyrir þeim lífskjörum og réttindum sem við teljum sjálfsögð í okkar samfélagi en hafa áunnist með samstöðu vinnandi stétta.“ Ragnar Þór hvatti jafnframt Samtök atvinnulífsins í gær til að gera samkomulag um að hvorugur aðili skipi í stjórnir lífeyrissjóða. SA óskaði í vikunni eftir því að Seðlabankinn grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóða og hag sjóðsfélaga. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.vísir/vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir „alveg klárt“ að gerði verði úrbætur í þessum efnum. Fjármálaeftirlitið hafi fyrir ári síðan sent tilmæli til lífeyrissjóðanna að endurskoða samþykktir sínar - „til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Ég vil fylgja þessu erindi eftir og fá sjóðina til að breyta þessu sjálfir. Ef þeir gera það ekki þá verðum við að fá að breyta lögum,“ segir Ásgeir. „Mér finnst þetta regluumhverfi í kringum lífeyrissjóðina vera allt of veikt og ekki tryggja sjálfstæði stjórnarmannanna nógu vel. Þannig að það er algjörlega á hreinu að við ætlum að fylgja því eftir.“ Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Kjaramál Tengdar fréttir Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Tryggi lífeyrissjóðir ekki sjálfsstæði stjórnarmanna sinna að eigin frumkvæði ætlar Seðlabankinn að kalla eftir lagabreytingum um slíkt. Stjórn VR hefur formlega dregið fyrri yfirlýsingu sína um málefni Icelandair til baka. Formaður VR hvatti SA í gær til að gera samkomulag um að hvorugur aðilinn skipi í stjórnir lífeyrissjóða. Tilmæli stjórnar VR til þeirra stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, um að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair, voru á vefsíðu stéttarfélagsins þangað til síðdegis í dag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, sendi félagsmönnum tilkynningu á þriðjudaginn þar sem hann tekur af allan vafa um að stjórnin vilji bjarga félaginu og ætli að beita sér því að það verði gert. Hann hafi hinsvegar haft miklar efasemdir um að það sé gerlegt með núverandi stjórn félagsins við völd. Þá muni hann leggja það til við stjórn VR að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Það gerði stjórnin með annarri yfirlýsingu sem send var út eftir hádegi í dag, en þar segir: „Verkalýðshreyfingin, sameinuð, gekk fastlega fram þegar samningsréttinum var ógnað. Samningsrétturinn er grundvöllur kjarasamninga og stéttarbaráttunnar. Hann er jafnframt grundvöllur fyrir þeim lífskjörum og réttindum sem við teljum sjálfsögð í okkar samfélagi en hafa áunnist með samstöðu vinnandi stétta.“ Ragnar Þór hvatti jafnframt Samtök atvinnulífsins í gær til að gera samkomulag um að hvorugur aðili skipi í stjórnir lífeyrissjóða. SA óskaði í vikunni eftir því að Seðlabankinn grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóða og hag sjóðsfélaga. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.vísir/vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir „alveg klárt“ að gerði verði úrbætur í þessum efnum. Fjármálaeftirlitið hafi fyrir ári síðan sent tilmæli til lífeyrissjóðanna að endurskoða samþykktir sínar - „til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna. Ég vil fylgja þessu erindi eftir og fá sjóðina til að breyta þessu sjálfir. Ef þeir gera það ekki þá verðum við að fá að breyta lögum,“ segir Ásgeir. „Mér finnst þetta regluumhverfi í kringum lífeyrissjóðina vera allt of veikt og ekki tryggja sjálfstæði stjórnarmannanna nógu vel. Þannig að það er algjörlega á hreinu að við ætlum að fylgja því eftir.“
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Kjaramál Tengdar fréttir Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42
Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 13:01
SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf