Það er blásið til veislu á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Við sýnum beint frá tveimur leikum í Pepsi Max deildinni og að auki er sýnt frá undanúrslitum umspils um sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Fylkir fær HK í heimsókn í Lautina í Árbænum. Bein útsending frá leiknum hefst kl. 17:50 á Stöð 2 Sport. Fylkir hefur unnið fjóra leiki og tapað fjórum og situr í 6. sætinu á meðan HK er með átta stig í 10. sæti deildarinnar eftir góðan sigur á nágrönnunum í Breiðablik í síðustu umferð. Þetta verður áhugaverð viðureign.
Á slaginu 20:00 hefst bein útsending frá leik Stjörnunnar og Víkings Reykjavík. Leikur tveggja liða sem stefna á toppbaráttu í sumar. Stjarnan er eina taplausa lið deildarinnar og er með 13 stig úr fimm leikjum og situr í fjórða sætinu. Víkingar eru í 5. sæti með tólf stig úr átta leikjum og þurfa sigur í kvöld til að halda í við efstu lið. Þetta verður eflaust bráðskemmtilegur leikur og mikið undir.
Beint eftir leik Stjörnunnar og Víkings hefjast Pepsi Max Tilþrifin í umsjá Kjartans Atla Kjartanssonar. Þar fer Kjartan Atli yfir leiki dagsins í Pepsi Max deild karla ásamt sérfræðingi. Öll mörkin og atvikin úr leikjunum auk þess sem rætt er við þjálfara og leikmenn.
Cardiff tekur á móti Fulham í höfuðborg Wales kl. 18:45 en þetta er fyrri undanúrslitaleikur liðanna í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn er sýndur í beinni á Stöð 2 Sport 2 frá kl. 18:35.
Að venju er GameTíví á dagskránni á mánudagskvöldi á Stöð 2 eSport. Þar koma þeir Óli Jóels, Kristján Einar, Tryggvi og Halldór Már og spila heitustu tölvuleikina hverju sinni. Léttleiki og hlátur einkenna mánudagskvöld GameTívi.