Gary Martin skoraði þrennu er ÍBV vann 3-0 sigru á Þrótti í Vestmannaeyjum í kvöld er liðin mættust í 8. umferð Lengjudeildarinnar.
Fyrsta marki skoraði Gary á 43. mínútu en fimm mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði hann svo forystuna.
Það var svo í uppbótartíma sem þriðja mark Gary og ÍBV kom og lokatölur 3-0 sigur Eyjamanna sem höfðu fyrir leikinn í kvöld gert þrjú jafntefli í röð.
ÍBV er með átján stig, á toppi deildarinnar um stundarsakir að minnsta kosti, en Leiknir fer á toppinn með sigri á Aftureldingu. Leikurinn stendur yfir.
Þróttur er í 11. sætinu með eitt stig eftir átta leiki með markatöluna 3-17.