Mitsubishi hættir kynningu nýrra gerða í Evrópu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. júlí 2020 07:00 Mitsubishi Outlander PHEV Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi hefur tilkynnt að hætt verði að kynna nýjar gerðir bíla í Evrópu, sem leið til að draga úr föstum kostnaði. Mitsubishi er í miklum fjárhagskröggum samkvæmt frétt Reuters. Mitsubishi, sem er sjötti stærsti bílaframleiðandi Japan hefur áætlað að draga þurfi úr föstum kostnaði um 20% á næstu tveimur árum. Mitsubishi segist raunar ætla að frysta um ókomna tíð kynningar á nýjum gerðum í Evrópu, sem þýðir að næsta kynslóð af L200 pallbílnum, Outlander og Mirage borgarbílnum verða sennilega ekki í boði í Evrópu. Starfsemi félagsins mun því miðast eingöngu við Asíu-markað og með sérstaka áherslu á suð-austur Asíu. Þar er félagið með 6,4% markaðshlutdeild miðað við einungis 1% í Evrópu og 0,9% í Bandaríkjunum. Suð-austur Asía skilaði fimmfalt meiri tekjum á síðasta ári en restin af heiminum samanlagt. „Við munum færa fókusinn frá stækkun á öllum mörkuðum yfir í valda markaði þar sem við munum einbeita okkur sérstaklega. Fyrsta skrefið er að klára endurskipulagninguna og styrkja okkar samkeppnishæfni - sem mun leiða til innviða sem geta skilað hagnaði innan skamms tíma,“ sagði Takao Kato, framkvæmdastjóri Mitsubishi Motors um málið í gær. Enn er óvíst hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á sölu Mitsubishi á Íslandi. Leitað hefur verið eftir upplýsingum hjá Heklu, umboðsaðila Mitsubishi á Íslandi. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent
Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi hefur tilkynnt að hætt verði að kynna nýjar gerðir bíla í Evrópu, sem leið til að draga úr föstum kostnaði. Mitsubishi er í miklum fjárhagskröggum samkvæmt frétt Reuters. Mitsubishi, sem er sjötti stærsti bílaframleiðandi Japan hefur áætlað að draga þurfi úr föstum kostnaði um 20% á næstu tveimur árum. Mitsubishi segist raunar ætla að frysta um ókomna tíð kynningar á nýjum gerðum í Evrópu, sem þýðir að næsta kynslóð af L200 pallbílnum, Outlander og Mirage borgarbílnum verða sennilega ekki í boði í Evrópu. Starfsemi félagsins mun því miðast eingöngu við Asíu-markað og með sérstaka áherslu á suð-austur Asíu. Þar er félagið með 6,4% markaðshlutdeild miðað við einungis 1% í Evrópu og 0,9% í Bandaríkjunum. Suð-austur Asía skilaði fimmfalt meiri tekjum á síðasta ári en restin af heiminum samanlagt. „Við munum færa fókusinn frá stækkun á öllum mörkuðum yfir í valda markaði þar sem við munum einbeita okkur sérstaklega. Fyrsta skrefið er að klára endurskipulagninguna og styrkja okkar samkeppnishæfni - sem mun leiða til innviða sem geta skilað hagnaði innan skamms tíma,“ sagði Takao Kato, framkvæmdastjóri Mitsubishi Motors um málið í gær. Enn er óvíst hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á sölu Mitsubishi á Íslandi. Leitað hefur verið eftir upplýsingum hjá Heklu, umboðsaðila Mitsubishi á Íslandi.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent