Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júlí 2020 21:46 Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson eru nýir þjálfarar FH. mynd/@fhingar „Það er það sem maður vill úr fótboltaleikjum, það eru þrjú stig. Mér fannst spilamennska okkar á köflum í fyrri hálfleik nógu góð til að vera tveimur mörkum yfir í hálfleik. Við náðum ekki að stíga á bensíngjöfina til að koma okkur í þægilegri stöðu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir 2-1 sigurinn á Gróttu í Kaplakrika í dag. „Við komum okkur undir pressu á okkar eigin mistökum, klaufalegar móttökur og gefum boltann of auðveldlega frá okkur. Heilt yfir nokkuð sáttur,“ bætti Eiður Smári við en í síðari hálfleik áttu FH-ingar oft í vök að verjast sprækum Gróttumönnum Grótta jafnaði metin um miðjan síðari hálfleik eftir mark Þóris Jóhanns Helgasonar í upphafi leiks. Steven Lennon kom hins vegar FH yfir á ný aðeins tveimur mínútum eftir mark Gróttu. „Þú vilt svara fyrir þig strax, það var mjög ánægjulegt og frábærlega vel spilað í mörkunum okkar. Við lendum á móti hávöxnu Gróttuliði og öll föst leikatriði ullu smá usla en við leystum það vel,“ en mark Gróttu kom eftir hornspyrnu. „Við vissum að þeir taka stystu leiðina að markinu og vissum að þeir myndu koma með mikið af löngum boltum. Mér fannst við ráða ágætlega við það en maður hefði viljað vera tveimur mörkum yfir á einhverjum tímapunkti þarna í lokin en við náðum að klára það.“ Eftir markalausa jafnteflið gegn KA í síðustu umferð var mikilvægt fyrir FH að ná í þrjú stig gegn nýliðunum í dag. „Hraðinn var meiri í aðgerðum heldur en í síðasta leik, það var meiri áræðni og meira tempó þegar við vorum að byggja upp sóknir. Það gaf okkur þessi tvö mörk. Grótta er þannig lið að þeir taka sér tíma í allar aðgerðir og þá er það undir okkur komið að koma með hraða og tempó í allar aðgerðir. Eggert Gunnþór Jónsson gekk til liðs við FH á dögunum og ansi margir leikmenn hafa verið orðaðir við Hafnarfjarðarliðið á síðustu dögum. „Það getur vel verið,“ sagði Eiður Smári þegar hann var spurður hvort það mætti eiga von á frekari styrkingu. „Það eru örugglega fullt af nöfnum á borðinu en við einbeitum okkur að leikjunum eins og er og síðan sjáum við hvað gerist þegar glugginn opnar. Okkur fannst með Eggert Gunnþór það vera tækifæri sem við gátum ekki sleppt. Við hlökkum til að sjá hvað hann kemur með inn í liðið,“ bætti Eiður Smári við og viðurkenndi að framlínan væri sú staða sem menn væru helst að horfa í hvað varðar styrkingu. „Í dag spiluðum við með einn 37 ára frammi sem er ekki náttúrulegur framherji þó hann hafi leyst það nokkuð vel, hvernig hann hreyfði sig og hvað hann er klókur að koma liðsfélögum sínum í stöður.“ „Um leið og Morten (Beck Andersen) er meiddur þá sjáum við vöntun þarna fram á við. En ég vil einbeita mér að þeim strákum sem eru hjá félaginu og ná því besta út úr þeim öllum.“Morten Beck Andersen og Gunnar Nielsen voru báðir frá vegna meiðsla en ættu ekki að vera það lengi að sögn Eiðs Smára. „Gunnar fékk aðeins í bakið á æfingu í gær og það var tekin ákvörðun að fyrst hann væri ekki 100% þá vildum við ekki taka áhættu. Morten hefur verið að glíma við nárameiðsl og við vildum gefa honum smá frið til að vinna sig úr því.“ Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
„Það er það sem maður vill úr fótboltaleikjum, það eru þrjú stig. Mér fannst spilamennska okkar á köflum í fyrri hálfleik nógu góð til að vera tveimur mörkum yfir í hálfleik. Við náðum ekki að stíga á bensíngjöfina til að koma okkur í þægilegri stöðu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir 2-1 sigurinn á Gróttu í Kaplakrika í dag. „Við komum okkur undir pressu á okkar eigin mistökum, klaufalegar móttökur og gefum boltann of auðveldlega frá okkur. Heilt yfir nokkuð sáttur,“ bætti Eiður Smári við en í síðari hálfleik áttu FH-ingar oft í vök að verjast sprækum Gróttumönnum Grótta jafnaði metin um miðjan síðari hálfleik eftir mark Þóris Jóhanns Helgasonar í upphafi leiks. Steven Lennon kom hins vegar FH yfir á ný aðeins tveimur mínútum eftir mark Gróttu. „Þú vilt svara fyrir þig strax, það var mjög ánægjulegt og frábærlega vel spilað í mörkunum okkar. Við lendum á móti hávöxnu Gróttuliði og öll föst leikatriði ullu smá usla en við leystum það vel,“ en mark Gróttu kom eftir hornspyrnu. „Við vissum að þeir taka stystu leiðina að markinu og vissum að þeir myndu koma með mikið af löngum boltum. Mér fannst við ráða ágætlega við það en maður hefði viljað vera tveimur mörkum yfir á einhverjum tímapunkti þarna í lokin en við náðum að klára það.“ Eftir markalausa jafnteflið gegn KA í síðustu umferð var mikilvægt fyrir FH að ná í þrjú stig gegn nýliðunum í dag. „Hraðinn var meiri í aðgerðum heldur en í síðasta leik, það var meiri áræðni og meira tempó þegar við vorum að byggja upp sóknir. Það gaf okkur þessi tvö mörk. Grótta er þannig lið að þeir taka sér tíma í allar aðgerðir og þá er það undir okkur komið að koma með hraða og tempó í allar aðgerðir. Eggert Gunnþór Jónsson gekk til liðs við FH á dögunum og ansi margir leikmenn hafa verið orðaðir við Hafnarfjarðarliðið á síðustu dögum. „Það getur vel verið,“ sagði Eiður Smári þegar hann var spurður hvort það mætti eiga von á frekari styrkingu. „Það eru örugglega fullt af nöfnum á borðinu en við einbeitum okkur að leikjunum eins og er og síðan sjáum við hvað gerist þegar glugginn opnar. Okkur fannst með Eggert Gunnþór það vera tækifæri sem við gátum ekki sleppt. Við hlökkum til að sjá hvað hann kemur með inn í liðið,“ bætti Eiður Smári við og viðurkenndi að framlínan væri sú staða sem menn væru helst að horfa í hvað varðar styrkingu. „Í dag spiluðum við með einn 37 ára frammi sem er ekki náttúrulegur framherji þó hann hafi leyst það nokkuð vel, hvernig hann hreyfði sig og hvað hann er klókur að koma liðsfélögum sínum í stöður.“ „Um leið og Morten (Beck Andersen) er meiddur þá sjáum við vöntun þarna fram á við. En ég vil einbeita mér að þeim strákum sem eru hjá félaginu og ná því besta út úr þeim öllum.“Morten Beck Andersen og Gunnar Nielsen voru báðir frá vegna meiðsla en ættu ekki að vera það lengi að sögn Eiðs Smára. „Gunnar fékk aðeins í bakið á æfingu í gær og það var tekin ákvörðun að fyrst hann væri ekki 100% þá vildum við ekki taka áhættu. Morten hefur verið að glíma við nárameiðsl og við vildum gefa honum smá frið til að vinna sig úr því.“
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira