Dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán með öxi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2020 12:02 Innanstokksmunir voru illa farnir eftir ránið enda hafði ýmislegt verið brotið með öxi. Vísir/Egill Maður var fyrr í þessum mánuði dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán og eignaspjöll í úrabúð Georgs V. Hannah í Reykjanesbæ í febrúar á þessu ári. Maðurinn réðst inn í búðina vopnaður exi og sló ítrekað í átt að búðareigendum og í innanstokksmuni sem eyðilögðust. Hann fór ófrjálsri hendi um búðina og tók með sér muni að andvirði tæpra 1,5 milljóna króna. Þar voru nokkur pör ermahnappa, hringur, bindisnælur, armbönd og hálsmen. Þá hafði hann einnig valdið eignaspjöllum í verslunum N1 og Nettó á Selfossi en honum hafði verið ekið þangað af fangavörðum frá Litla-Hrauni. Á N1 sparkaði hann í glerhurð og henti til hlutum áður en hann hélt í verslun Nettó og kastaði glerflöskum úr búðarhillum í kæli og braut flöskurnar en hann hrinti einnig stæðu með öldósum um koll. Maðurinn játaði á sig brotin sem framin voru á Selfossi en neitaði sök í vopnaða ráninu í úrabúðinni. Samkvæmt rannsóknarskýrslu lögreglulá maðurinn fyrir utan skartgripaverslunina þegar lögreglu bar að garði og var hann handtekinn á staðnum. Á honum fannst plastpoki sem innihélt skartgripina. Fyrir dómi lýsti hann því að hann myndi ekki eftir atvikinu sem átti sér stað þann 20. febrúar síðastliðinn í Reykjanesbæ en hann hafi verið afar ölvaður. Þegar honum voru sýndar útprentaðar myndir úr öryggismyndavélum verslunarinnar af ræningjanum sagðist hann ekki vera maðurinn og kvaðst ekki þekkja manninn. Honum var einnig sýnd mynd af bakpoka sem fannst í skartgripaversluninni og viðurkenndi hann að hafa átt bakpokann. Hann hefði þó aldrei framið slíkt brot áður og taldi að hann myndi ekki fremja brot sem þetta. Brotaþoli, sem rekur skartgripaverslunina ásamt foreldrum sínum, lýsti því fyrir dómi að hann hafi verið við afgreiðslustörf í versluninni ásamt foreldrum sínum þegar maðurinn hafi gengið inn með öxi. Maðurinn hafi byrjað að mölva gler og hefði öskrað eitthvað óskiljanlegt. Brotaþolinn hafi þá leitað skjóls í bakherbergi og hafi ákærði þá tekið til við að tína til gull og önnur verðmæti. Faðir brotaþola, hafi notað ryksugurör til að bægja manninn frá sér. Maðurinn hafi svo grýtt öxinni í átt að brotaþola áður en hann hefði rokið út. Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Maður var fyrr í þessum mánuði dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán og eignaspjöll í úrabúð Georgs V. Hannah í Reykjanesbæ í febrúar á þessu ári. Maðurinn réðst inn í búðina vopnaður exi og sló ítrekað í átt að búðareigendum og í innanstokksmuni sem eyðilögðust. Hann fór ófrjálsri hendi um búðina og tók með sér muni að andvirði tæpra 1,5 milljóna króna. Þar voru nokkur pör ermahnappa, hringur, bindisnælur, armbönd og hálsmen. Þá hafði hann einnig valdið eignaspjöllum í verslunum N1 og Nettó á Selfossi en honum hafði verið ekið þangað af fangavörðum frá Litla-Hrauni. Á N1 sparkaði hann í glerhurð og henti til hlutum áður en hann hélt í verslun Nettó og kastaði glerflöskum úr búðarhillum í kæli og braut flöskurnar en hann hrinti einnig stæðu með öldósum um koll. Maðurinn játaði á sig brotin sem framin voru á Selfossi en neitaði sök í vopnaða ráninu í úrabúðinni. Samkvæmt rannsóknarskýrslu lögreglulá maðurinn fyrir utan skartgripaverslunina þegar lögreglu bar að garði og var hann handtekinn á staðnum. Á honum fannst plastpoki sem innihélt skartgripina. Fyrir dómi lýsti hann því að hann myndi ekki eftir atvikinu sem átti sér stað þann 20. febrúar síðastliðinn í Reykjanesbæ en hann hafi verið afar ölvaður. Þegar honum voru sýndar útprentaðar myndir úr öryggismyndavélum verslunarinnar af ræningjanum sagðist hann ekki vera maðurinn og kvaðst ekki þekkja manninn. Honum var einnig sýnd mynd af bakpoka sem fannst í skartgripaversluninni og viðurkenndi hann að hafa átt bakpokann. Hann hefði þó aldrei framið slíkt brot áður og taldi að hann myndi ekki fremja brot sem þetta. Brotaþoli, sem rekur skartgripaverslunina ásamt foreldrum sínum, lýsti því fyrir dómi að hann hafi verið við afgreiðslustörf í versluninni ásamt foreldrum sínum þegar maðurinn hafi gengið inn með öxi. Maðurinn hafi byrjað að mölva gler og hefði öskrað eitthvað óskiljanlegt. Brotaþolinn hafi þá leitað skjóls í bakherbergi og hafi ákærði þá tekið til við að tína til gull og önnur verðmæti. Faðir brotaþola, hafi notað ryksugurör til að bægja manninn frá sér. Maðurinn hafi svo grýtt öxinni í átt að brotaþola áður en hann hefði rokið út.
Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00
Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10
Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46