Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 30. júlí 2020 09:32 Laxar eru ekki óalgeng sjón í Glannafossi. Aðsend Nýjar vikutölurog heildarveiðitölur voru uppfærðar í gær sem endranær inná heimasíðu Landssambands Veiðifélaga og það kemur ekkert á óvart hvaða á er á toppnum. Eystri Rangá situr á toppnum yfir aflahæstu árnar í sumar og það er alveg ljóst að það er enginn að fara hreyfa við henni þar. Heildarveiðin í ánni er komin í 3.308 laxa með vikuveiði upp á tæplega 1.100 laxa. Ytri Rangá kemur þar næst með vikuveiði upp á rúma 250 laxa og siðan er Urriðafoss með 793 laxa og vikuveiði upp á tæpa 150 laxa. Miðfjarðará kemur svo í fjórða sæti en veiðin þar hefur verið mjög fín þó svo að áinn hafi ekki verið fullnýtt. Vikuveiði upp á 189 laxa setur hana í 729 laxa. Norðurá er í fimmta sæti listans með 645 laxa og vikuveiði upp á 63 laxa. Það er síðan erfitt að segja hvernig ástandið í ánum er því það er ansi algengt að holl erlendra veiðimanna sem voru búin að borga séu bara látin renna þegar þeir koma ekki og það hefur mikil áhrif á tölurnar. Við fáum ekki að sjá rétta stöðu í ánum fyrr en árnar verða veiddar betur en það fer að gerast næstu daga þegar Íslendingahollin mæta í árnar. Heildarlistann má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði
Nýjar vikutölurog heildarveiðitölur voru uppfærðar í gær sem endranær inná heimasíðu Landssambands Veiðifélaga og það kemur ekkert á óvart hvaða á er á toppnum. Eystri Rangá situr á toppnum yfir aflahæstu árnar í sumar og það er alveg ljóst að það er enginn að fara hreyfa við henni þar. Heildarveiðin í ánni er komin í 3.308 laxa með vikuveiði upp á tæplega 1.100 laxa. Ytri Rangá kemur þar næst með vikuveiði upp á rúma 250 laxa og siðan er Urriðafoss með 793 laxa og vikuveiði upp á tæpa 150 laxa. Miðfjarðará kemur svo í fjórða sæti en veiðin þar hefur verið mjög fín þó svo að áinn hafi ekki verið fullnýtt. Vikuveiði upp á 189 laxa setur hana í 729 laxa. Norðurá er í fimmta sæti listans með 645 laxa og vikuveiði upp á 63 laxa. Það er síðan erfitt að segja hvernig ástandið í ánum er því það er ansi algengt að holl erlendra veiðimanna sem voru búin að borga séu bara látin renna þegar þeir koma ekki og það hefur mikil áhrif á tölurnar. Við fáum ekki að sjá rétta stöðu í ánum fyrr en árnar verða veiddar betur en það fer að gerast næstu daga þegar Íslendingahollin mæta í árnar. Heildarlistann má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði