Hafna því alfarið að hafa rúmlega tvöfaldað grímuverð á 23 mínútum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2020 14:38 Kvittanirnar fyrir grímukaupunum sjást hér. Mikill verðmunur á andlitsgrímum sem keyptar voru með 23 mínútna millibili í Lyf og heilsu í Hafnarfirði í dag skýrist af innkaupaverði hjá viðkomandi heildsölum. Verðið hafi alls ekki verið sérstaklega hækkað í dag vegna mikillar eftirspurnar. Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru kynntar í dag. Tveggja metra reglunni verður komið aftur á en þar sem ekki er hægt að tryggja hana skal fólk bera grímu. Þetta hefur orðið til þess að landsmenn flykkjast nú í apótek og aðrar verslanir til að fjárfesta í grímum. Viðskiptavini Lyfja og heilsu í Firðinum í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór þangað í tvær slíkar verslunarferðir í dag. Í fyrra skiptið kostuðu 20 þriggja laga andlitsgrímur 4.200 krónur en í seinni heimsókninni, 23 mínútum síðar, kostuðu samskonar grímur 9.960 krónur. Rúmlega tvöfalt dýrari, semsagt. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjum og heilsu í Hafnarfirði er það þó fjarri lagi að verðið á grímunum hafi verið hækkað vegna mikillar eftirspurnar eftir blaðamannafundinn í dag. Verðmunurinn skýrist af innkaupaverðinu hjá viðkomandi birgja. Kvittanirnar tvær fyrir umræddum kaupum sjást hér á mynd. Grímurnar sem eru til sölu í versluninni séu þannig í þremur verðflokkum. Stykkjaverð á ódýrustu grímunum er 210 krónur og þá er stykkjaverð á öðrum 498 krónur, líkt og kvittanirnar bera með sér. Svoleiðis hafi þær verið verðlagðar frá því að þær voru fyrst keyptar inn fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þá geti verið að grímurnar séu nákvæmlega eins en þrátt fyrir það verði apótekið að verðleggja þær á þennan hátt vegna verðlagningar viðkomandi heildsala. Apótekið reyni jafnframt að selja ódýrari grímurnar á undan þeim dýrari. Í þessu tilviki hafi þær ódýru líklega klárast eftir að maðurinn kom í fyrra skiptið og því hafi honum verið seldar dýrari grímur í seinna skiptið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Viðbúnaðarstig almannavarna ekki hækkað að svo stöddu Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins í dag. 30. júlí 2020 14:22 Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Sjá meira
Mikill verðmunur á andlitsgrímum sem keyptar voru með 23 mínútna millibili í Lyf og heilsu í Hafnarfirði í dag skýrist af innkaupaverði hjá viðkomandi heildsölum. Verðið hafi alls ekki verið sérstaklega hækkað í dag vegna mikillar eftirspurnar. Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru kynntar í dag. Tveggja metra reglunni verður komið aftur á en þar sem ekki er hægt að tryggja hana skal fólk bera grímu. Þetta hefur orðið til þess að landsmenn flykkjast nú í apótek og aðrar verslanir til að fjárfesta í grímum. Viðskiptavini Lyfja og heilsu í Firðinum í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór þangað í tvær slíkar verslunarferðir í dag. Í fyrra skiptið kostuðu 20 þriggja laga andlitsgrímur 4.200 krónur en í seinni heimsókninni, 23 mínútum síðar, kostuðu samskonar grímur 9.960 krónur. Rúmlega tvöfalt dýrari, semsagt. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjum og heilsu í Hafnarfirði er það þó fjarri lagi að verðið á grímunum hafi verið hækkað vegna mikillar eftirspurnar eftir blaðamannafundinn í dag. Verðmunurinn skýrist af innkaupaverðinu hjá viðkomandi birgja. Kvittanirnar tvær fyrir umræddum kaupum sjást hér á mynd. Grímurnar sem eru til sölu í versluninni séu þannig í þremur verðflokkum. Stykkjaverð á ódýrustu grímunum er 210 krónur og þá er stykkjaverð á öðrum 498 krónur, líkt og kvittanirnar bera með sér. Svoleiðis hafi þær verið verðlagðar frá því að þær voru fyrst keyptar inn fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þá geti verið að grímurnar séu nákvæmlega eins en þrátt fyrir það verði apótekið að verðleggja þær á þennan hátt vegna verðlagningar viðkomandi heildsala. Apótekið reyni jafnframt að selja ódýrari grímurnar á undan þeim dýrari. Í þessu tilviki hafi þær ódýru líklega klárast eftir að maðurinn kom í fyrra skiptið og því hafi honum verið seldar dýrari grímur í seinna skiptið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Viðbúnaðarstig almannavarna ekki hækkað að svo stöddu Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins í dag. 30. júlí 2020 14:22 Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Sjá meira
Viðbúnaðarstig almannavarna ekki hækkað að svo stöddu Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins í dag. 30. júlí 2020 14:22
Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39
Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43