Forsetinn hvatti þjóðina til að forðast að „festast í þröngri rétthugsun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. ágúst 2020 20:30 Það voru færri viðstaddir embættistöku forseta Íslands í dag en venja er. Vísir/Einar Óvenju fámennt var við lágstemmda og hátíðlega athöfn á Alþingi í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands öðru sinni. Forsetinn bað þjóðina að halda áfram að meta víðsýni og frelsi og forðast að festast í þröngri rétthugsun í innsetningarræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson og Elisa Reid komu til athafnarinnar á elsta bíl í eigu embættisins, sem var forsetabíll Sveins Björnssonar í hans tíð í embætti. Athöfnin hófst með einsöng Estherar Taliu Casey á lagi og ljóði Bubba Morthens "Fallegur dagur," að ósk Guðna. Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar lýsti kjöri Guðna Th. Jóhannessonar, sem síðan skrifaði undir drengskaparheit að stjórnarskránni. Hertar sóttvarnarráðstafanir settu óhjákvæmilega svip sinn á athöfnina. Aðeins 29 boðsgestir voru viðstaddir og vel var gætt að því að tveggja metra reglan væri virt. Guðni undirstrikaði í ræðu sinni að það væri á Alþingi sem þungi hins pólitíska valds lægi en forseta væri þó ætlað hlutverk á sviði stjórnmálanna. Forsetinn ítrekaði að samstaða væri um að forseti hverju sinni væri sameiningartákn þjóðarinnar. Bölmóður ætti ekki heima á Bessastöðum en rangur póll væri tekinn í hæðina ef forseti teldi vænlegast stöðu sinnar vegna að segja ekkert sem gæti valdið deilum í samfélaginu. „Blessunarlega erum við ólík um margt. En saman metum við þó mikils víðsýni og mildi, fjölbreytni og frelsi. Höldum því áfram en forðumst um leið að festast í þröngri rétthugsun, verða ofur viðkvæm fyrir öndverðum skoðunum og hneykslast á hinu og þessu í kringum okkur,“ sagði Guðni meðal annars. Engin athöfn fór fram í dómkirkjunni líkt og venja er en þess í stað, bað Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands, forseta og þjóð blessunar við athöfnina í þinghúsinu. Það var svo engin önnur en Diddú sem söng þjóðsönginn við lok athafnarinnar. Þótt forsetahjónin hafi ekki stígið út á svalir þinghússins að athöfn lokinni líkt og venjan er hafði nokkur hópur fólks safnast saman á Austurvelli til að fylgjast með. „Mér er efst í huga þakklæti og auðmýkt. Ég tek nú við embætti forseta í annað sinn og einset mér að gegna þessi embætti eftir bestu getu og er þakklátur þjóð minni fyrir það traust sem mér hefur verið falið,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu að athöfninni lokinni. Viðtal við Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan. Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Óvenju fámennt var við lágstemmda og hátíðlega athöfn á Alþingi í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands öðru sinni. Forsetinn bað þjóðina að halda áfram að meta víðsýni og frelsi og forðast að festast í þröngri rétthugsun í innsetningarræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson og Elisa Reid komu til athafnarinnar á elsta bíl í eigu embættisins, sem var forsetabíll Sveins Björnssonar í hans tíð í embætti. Athöfnin hófst með einsöng Estherar Taliu Casey á lagi og ljóði Bubba Morthens "Fallegur dagur," að ósk Guðna. Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar lýsti kjöri Guðna Th. Jóhannessonar, sem síðan skrifaði undir drengskaparheit að stjórnarskránni. Hertar sóttvarnarráðstafanir settu óhjákvæmilega svip sinn á athöfnina. Aðeins 29 boðsgestir voru viðstaddir og vel var gætt að því að tveggja metra reglan væri virt. Guðni undirstrikaði í ræðu sinni að það væri á Alþingi sem þungi hins pólitíska valds lægi en forseta væri þó ætlað hlutverk á sviði stjórnmálanna. Forsetinn ítrekaði að samstaða væri um að forseti hverju sinni væri sameiningartákn þjóðarinnar. Bölmóður ætti ekki heima á Bessastöðum en rangur póll væri tekinn í hæðina ef forseti teldi vænlegast stöðu sinnar vegna að segja ekkert sem gæti valdið deilum í samfélaginu. „Blessunarlega erum við ólík um margt. En saman metum við þó mikils víðsýni og mildi, fjölbreytni og frelsi. Höldum því áfram en forðumst um leið að festast í þröngri rétthugsun, verða ofur viðkvæm fyrir öndverðum skoðunum og hneykslast á hinu og þessu í kringum okkur,“ sagði Guðni meðal annars. Engin athöfn fór fram í dómkirkjunni líkt og venja er en þess í stað, bað Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands, forseta og þjóð blessunar við athöfnina í þinghúsinu. Það var svo engin önnur en Diddú sem söng þjóðsönginn við lok athafnarinnar. Þótt forsetahjónin hafi ekki stígið út á svalir þinghússins að athöfn lokinni líkt og venjan er hafði nokkur hópur fólks safnast saman á Austurvelli til að fylgjast með. „Mér er efst í huga þakklæti og auðmýkt. Ég tek nú við embætti forseta í annað sinn og einset mér að gegna þessi embætti eftir bestu getu og er þakklátur þjóð minni fyrir það traust sem mér hefur verið falið,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu að athöfninni lokinni. Viðtal við Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira