Lífeyrissjóðir hvattir til að fjárfesta ekki erlendis í kórónuveirufaraldrinum Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 2. ágúst 2020 16:32 Stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna finnur engar skýringar á tilmælum Seðlabankans. Vísir/Vilhelm Stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna segir Seðlabankann þurfa að skýra tilmæli sín til lífeyrissjóðanna um að fjárfesta ekki erlendis í kórónuveirufaraldrinum. Það hefti viðskiptafrelsi sjóðanna. Málefni lífeyrissjóða hafa verið í brennidepli undanfarna daga eftir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, beindi þeim tilmælum til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, að greiða atkvæði gegn því að sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair eftir að flugfélagið sleit viðræðum sínum við flugfreyjufélag íslands og sagði upp öllum félagsmönnum þess. Tilmæli Ragnars Þórs þóttu gagnrýnisverð. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þannig að stjórnarmenn lífeyrissjóðsins yrðu að láta faglegt mat og hagsmunir sjóðsfélaga ráða för í fjárfestingum, ekki þrýsting eða ofsafengnar yfirlýsingar. Guðrún Johnson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna, segir ekkert nýtt að lífeyrissjóðirnir séu beittir utanaðkomandi þrýstingi, til að mynda af hinu opinbera. „Það var ráðherranefnd efnahagsmála sem setti hérna á starfshóp árið 2018 um það hvernig lífeyrissjóðir eigi að koma að atvinnuuppbyggingu á Íslandi, upp á sitt eigið. Er það í hlutverki ráðherranna að fara að skoða það í hverju á að fjárfesta?“ Þá hafi jafnframt komið tilmæli frá Seðlabankanum þar sem lífeyrissjóðirnir voru beðnir um að fjárfesta ekki erlendis í kórónveirufaraldrinum. „Íslenskir fjárfestar geta farið út úr krónunni, stórir erlendir fjárfestar geta farið út úr krónunni, þá eru lífeyrissjóðirnir beðnir um að gera það ekki? Almenningur á ekki að fara að nýta sér tækifæri á hlutabréfamarkaði erlendis? Ef okkur langar ekki að fjárfesta í Reitum eða einhverju slíku og sjáum tækifæri í Apple, þá er okkur beint inn á þær brautir að gera það síður,“ segir Guðrún. Hún segist eiga erfitt með að sjá hvað vaki fyrir Seðlabankanum. „Ég get ekki fundið neinar skýringu á því hvers vegna Seðlabankinn gerir þetta. Hvers vegna hann beinir spjótum sínum að bara lífeyrissjóðum en ekki öðrum fjárfestum. Það er erfitt að setja reglur í okkar samfélagi þar sem jafnræðis er ekki gætt meðal fjárfesta. Þetta er ákveðið viðskiptafrelsi sem tekið er af lífeyrissjóðunum.“ Gjaldeyrisforði seðlabankans sé nú 1000 milljarðar og hans hlutverk að tryggja fjármálastöðugleika. „Lífeyrissjóðirnir aftur á móti, þeir eiga að sjá um að ávaxta fé sjóðfélaga og það er þeirra hlutverk og kemur ekki inn á stöðugleika krónunnar sem slíkrar,“ segir Guðrún Johnson. Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna segir Seðlabankann þurfa að skýra tilmæli sín til lífeyrissjóðanna um að fjárfesta ekki erlendis í kórónuveirufaraldrinum. Það hefti viðskiptafrelsi sjóðanna. Málefni lífeyrissjóða hafa verið í brennidepli undanfarna daga eftir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, beindi þeim tilmælum til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, að greiða atkvæði gegn því að sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair eftir að flugfélagið sleit viðræðum sínum við flugfreyjufélag íslands og sagði upp öllum félagsmönnum þess. Tilmæli Ragnars Þórs þóttu gagnrýnisverð. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þannig að stjórnarmenn lífeyrissjóðsins yrðu að láta faglegt mat og hagsmunir sjóðsfélaga ráða för í fjárfestingum, ekki þrýsting eða ofsafengnar yfirlýsingar. Guðrún Johnson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna, segir ekkert nýtt að lífeyrissjóðirnir séu beittir utanaðkomandi þrýstingi, til að mynda af hinu opinbera. „Það var ráðherranefnd efnahagsmála sem setti hérna á starfshóp árið 2018 um það hvernig lífeyrissjóðir eigi að koma að atvinnuuppbyggingu á Íslandi, upp á sitt eigið. Er það í hlutverki ráðherranna að fara að skoða það í hverju á að fjárfesta?“ Þá hafi jafnframt komið tilmæli frá Seðlabankanum þar sem lífeyrissjóðirnir voru beðnir um að fjárfesta ekki erlendis í kórónveirufaraldrinum. „Íslenskir fjárfestar geta farið út úr krónunni, stórir erlendir fjárfestar geta farið út úr krónunni, þá eru lífeyrissjóðirnir beðnir um að gera það ekki? Almenningur á ekki að fara að nýta sér tækifæri á hlutabréfamarkaði erlendis? Ef okkur langar ekki að fjárfesta í Reitum eða einhverju slíku og sjáum tækifæri í Apple, þá er okkur beint inn á þær brautir að gera það síður,“ segir Guðrún. Hún segist eiga erfitt með að sjá hvað vaki fyrir Seðlabankanum. „Ég get ekki fundið neinar skýringu á því hvers vegna Seðlabankinn gerir þetta. Hvers vegna hann beinir spjótum sínum að bara lífeyrissjóðum en ekki öðrum fjárfestum. Það er erfitt að setja reglur í okkar samfélagi þar sem jafnræðis er ekki gætt meðal fjárfesta. Þetta er ákveðið viðskiptafrelsi sem tekið er af lífeyrissjóðunum.“ Gjaldeyrisforði seðlabankans sé nú 1000 milljarðar og hans hlutverk að tryggja fjármálastöðugleika. „Lífeyrissjóðirnir aftur á móti, þeir eiga að sjá um að ávaxta fé sjóðfélaga og það er þeirra hlutverk og kemur ekki inn á stöðugleika krónunnar sem slíkrar,“ segir Guðrún Johnson.
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira