Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2020 18:30 Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Abbas Ibrahim, hershöfðingi og yfirmaður almannavarna í Líbanon, sagði skýringuna líklega þá að eldur hefði borist í vöruskemmu með sprengifimu efni sem var gert upptækt. Hann hafnaði vangaveltum um ísraelska eldflaugaárás og að eldur hefði borist í flugelda. Líbanski miðillinn LBCI hafði eftir heimildarmönnum að um hafi verið að ræða natríumnítrat, einnig kallað Chile saltpétur, sem var gert upptækt fyrir meira en ári. Mörg hundruð særðust og eru spítalar sagðir yfirfullir. AP greinir frá að yfir 50 séu látnir og að yfir 2.500 hafi særst. Sjónarvottar sögðu við líbanska miðla að tugir látinna væru á vettvangi. Þá hafa líbanskir miðlar sagt að fólk gæti verið fast undir rústum byggingarinnar. Borgarbúar í allt að tíu kílómetra fjarlægð frá sprengingunni greindu frá brotnum rúðum og öðru tjóni á samfélagsmiðlum. Sömuleiðis var greint frá annarri mögulegri sprengingu við hús Hariri-fjölskyldunnar en þær fréttir hafa ekki verið staðfestar. Saad Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður óhultur en kona hans og dóttir lítillega slasaðar. Búist er við dómi í máli Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra sem var myrtur árið 2005, í lok vikunnar en sakborningar eru fjórir liðsmenn Hezbollah-samtakanna. Fréttin hefur verið uppfærð. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Að minnsta kosti tíu látnir í Beirút Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir gríðarstóra sprengingu á hafnarsvæði líbönsku höfuðborgarinnar Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 17:14 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Abbas Ibrahim, hershöfðingi og yfirmaður almannavarna í Líbanon, sagði skýringuna líklega þá að eldur hefði borist í vöruskemmu með sprengifimu efni sem var gert upptækt. Hann hafnaði vangaveltum um ísraelska eldflaugaárás og að eldur hefði borist í flugelda. Líbanski miðillinn LBCI hafði eftir heimildarmönnum að um hafi verið að ræða natríumnítrat, einnig kallað Chile saltpétur, sem var gert upptækt fyrir meira en ári. Mörg hundruð særðust og eru spítalar sagðir yfirfullir. AP greinir frá að yfir 50 séu látnir og að yfir 2.500 hafi særst. Sjónarvottar sögðu við líbanska miðla að tugir látinna væru á vettvangi. Þá hafa líbanskir miðlar sagt að fólk gæti verið fast undir rústum byggingarinnar. Borgarbúar í allt að tíu kílómetra fjarlægð frá sprengingunni greindu frá brotnum rúðum og öðru tjóni á samfélagsmiðlum. Sömuleiðis var greint frá annarri mögulegri sprengingu við hús Hariri-fjölskyldunnar en þær fréttir hafa ekki verið staðfestar. Saad Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður óhultur en kona hans og dóttir lítillega slasaðar. Búist er við dómi í máli Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra sem var myrtur árið 2005, í lok vikunnar en sakborningar eru fjórir liðsmenn Hezbollah-samtakanna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Að minnsta kosti tíu látnir í Beirút Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir gríðarstóra sprengingu á hafnarsvæði líbönsku höfuðborgarinnar Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 17:14 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Að minnsta kosti tíu látnir í Beirút Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir gríðarstóra sprengingu á hafnarsvæði líbönsku höfuðborgarinnar Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 17:14