Lætur Katrínu Tönju þrífa æfingasalinn í lok dags Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir með skúringagræjunar í lok dags eins og sjá mátti á Instagram síðu þjálfara hennar. Skjámynd/Instagram Þjálfari CrossFit konunnar Katrínar Tönju Davíðsdóttur sýnir henni enga miskunn en íslenska ofurkonan kvartar samt ekki og hefur verið með sama þjálfara í langan tíma. Katrín Tanja Davíðsdóttir er langstærsta CrossFit stjarnan á svæðinu þar sem hún æfir í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum en okkar kona fær annars konar stjörnumeðferð en flestir gætu getið sér til um. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, birti nefnilega myndband á Instagram síðu sinni af íslensku crossfit konunni að skúra æfingasalinn eftir krefjandi æfingu. Ben Bergeron vitnaði þar jafnframt í hefðir nýsjálenska landsliðsins í rúgbý íþróttinni þar sem það kemur í hlut fyrirliða liðsins að þrífa búningsklefann eftir að æfingu og leikjum líkur. „Það er tákn um virðingu, áreiðanleika, auga fyrir smáatriðum og auðmýkt,“ skrifaði Ben Bergeron meðal annars við færslu sína. All Blacks rúgbý-liðið hefur tvisvar orðið heimsmeistari og er nánast alltaf í hópi þeirra bestu í heimi. Liðið er líka þekkt fyrir að taka haka dansinn fyrir framan andstæðinga sína fyrir hvern leik. Katrín Tanja eyðir miklum tíma í æfingasalnum sínum hjá Upper Cape CrossFit í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum og enn meiri nú þegar hún þarf að skúra hann líka eftir æfingar dagsins. Katrín Tanja hefur verið lengi hjá Ben Bergeron sem er óhræddur að gera henni lífið svolítið óþægilegt á æfingum. Gott dæmi um það var þegar hann henti sandi yfir hana í miðri þolæfingu fyrr í sumar. Augljóst markmið hans er að undirbúa Katrínu Tönju fyrir allar aðstæður og að hún láti ekkert utanaðkomandi stoppa sig. Það hefur þegar skilað mörgum sigrum á síðustu árum og vonandi fær okkar kona tækifæri til að láta til sín taka á heimsleikunum í CrossFit í september. Færslu Ben Bergeron má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram @katrintanja sweeping the shed . In New Zealand @allblacks culture the captains of the team clean the locker room after the other teammates leave. It s a sign of respect, integrity, attention to detail, and humility. A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Aug 1, 2020 at 1:00pm PDT CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Þjálfari CrossFit konunnar Katrínar Tönju Davíðsdóttur sýnir henni enga miskunn en íslenska ofurkonan kvartar samt ekki og hefur verið með sama þjálfara í langan tíma. Katrín Tanja Davíðsdóttir er langstærsta CrossFit stjarnan á svæðinu þar sem hún æfir í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum en okkar kona fær annars konar stjörnumeðferð en flestir gætu getið sér til um. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, birti nefnilega myndband á Instagram síðu sinni af íslensku crossfit konunni að skúra æfingasalinn eftir krefjandi æfingu. Ben Bergeron vitnaði þar jafnframt í hefðir nýsjálenska landsliðsins í rúgbý íþróttinni þar sem það kemur í hlut fyrirliða liðsins að þrífa búningsklefann eftir að æfingu og leikjum líkur. „Það er tákn um virðingu, áreiðanleika, auga fyrir smáatriðum og auðmýkt,“ skrifaði Ben Bergeron meðal annars við færslu sína. All Blacks rúgbý-liðið hefur tvisvar orðið heimsmeistari og er nánast alltaf í hópi þeirra bestu í heimi. Liðið er líka þekkt fyrir að taka haka dansinn fyrir framan andstæðinga sína fyrir hvern leik. Katrín Tanja eyðir miklum tíma í æfingasalnum sínum hjá Upper Cape CrossFit í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum og enn meiri nú þegar hún þarf að skúra hann líka eftir æfingar dagsins. Katrín Tanja hefur verið lengi hjá Ben Bergeron sem er óhræddur að gera henni lífið svolítið óþægilegt á æfingum. Gott dæmi um það var þegar hann henti sandi yfir hana í miðri þolæfingu fyrr í sumar. Augljóst markmið hans er að undirbúa Katrínu Tönju fyrir allar aðstæður og að hún láti ekkert utanaðkomandi stoppa sig. Það hefur þegar skilað mörgum sigrum á síðustu árum og vonandi fær okkar kona tækifæri til að láta til sín taka á heimsleikunum í CrossFit í september. Færslu Ben Bergeron má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram @katrintanja sweeping the shed . In New Zealand @allblacks culture the captains of the team clean the locker room after the other teammates leave. It s a sign of respect, integrity, attention to detail, and humility. A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Aug 1, 2020 at 1:00pm PDT
CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira