Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2020 10:59 Kim Yong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. Umfang aðgerða yfirvalda þykir mögulega til marks um að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar sé meiri en ríkisstjórn Kim Jong Un hefur haldið fram. Einræðisherrann skipaði í síðasta mánuði fyrir um að setja skyldi útgöngubann á í borginni Kaesong. Þá hafði maður þar sýnt einkenni Covid-19. Ríkismiðill Norður-Kóreu sagði að maðurinn hefði flúið til Suður-Kóreu fyrir þremur árum og að hann hefði nýverið laumað sér aftur til Norður-Kóreu. Maður þessi er grunaður um að hafa nauðgað konu í Suður-Kóreu. Því hafði verið haldið fram að enginn hafi smitast í Norður-Kóreu. Það hefur þó verið dregið í efa af sérfræðingum og þá sérstaklega vegna þess hve margir fara yfir landamæri Norður-Kóreu og Kína, þar sem sjúkdómurinn stakk fyrst upp kollinum, og vegna þess að yfirvöld í einræðisríkinu hafa áður logið um faraldra þar í landi. Í skýrslu til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja yfirvöld í Norður-Kóreu að 64 hafi verið skipaðir í einangrun í Keasong og 3.571 í sóttkví og þetta hafi verið gert á 40 daga tímabili. Frá áramótum segjast yfirvöld í Norður-Kóreu hafa skipað 25.905 manns í einangrun. Búið var að gera próf á manninum sem sem laumaði sér yfir landamærin en samkvæmt þeim upplýsingum sem WHO fékk frá Norður-Kóreu skiluðu þau próf ekki afgerandi niðurstöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur WHO kallað eftir frekari upplýsingum frá Norður-Kóreu. Meðal þeirra sem búið er að grípa til í Norður-Kóreu er að banna fjöldasamkomur. Allir þurfa að bera grímur á almannafæri og sumarfrí í skólum og leikskólum hafa verið framlengd. Greinandi í Suður-Kóreu, sem AP ræddi við, segir að þó stór faraldur hafi ef til vill ekki átt sér stað enn í Norður-Kóreu, sé nánast öruggt að þar hafi töluverður fjöldi smitast. Landamærum Norður-Kóreu hefur verið lokað og aðgengi utanaðkomandi aðila hefur verið nánast ekkert að undanförnu. Það er þó alfarið óljóst hvort yfirvöld í Norður-Kóreu búi í raun yfir getu til að skima eftir Covid-19 og hve umfangsmikil sú skimun geti verið. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafna því að flóttamaðurinn sé smitaður Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til Suður-Kóreu og er sagður hafa snúið aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. 27. júlí 2020 07:18 Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum. 23. júní 2020 23:06 Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. Umfang aðgerða yfirvalda þykir mögulega til marks um að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar sé meiri en ríkisstjórn Kim Jong Un hefur haldið fram. Einræðisherrann skipaði í síðasta mánuði fyrir um að setja skyldi útgöngubann á í borginni Kaesong. Þá hafði maður þar sýnt einkenni Covid-19. Ríkismiðill Norður-Kóreu sagði að maðurinn hefði flúið til Suður-Kóreu fyrir þremur árum og að hann hefði nýverið laumað sér aftur til Norður-Kóreu. Maður þessi er grunaður um að hafa nauðgað konu í Suður-Kóreu. Því hafði verið haldið fram að enginn hafi smitast í Norður-Kóreu. Það hefur þó verið dregið í efa af sérfræðingum og þá sérstaklega vegna þess hve margir fara yfir landamæri Norður-Kóreu og Kína, þar sem sjúkdómurinn stakk fyrst upp kollinum, og vegna þess að yfirvöld í einræðisríkinu hafa áður logið um faraldra þar í landi. Í skýrslu til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja yfirvöld í Norður-Kóreu að 64 hafi verið skipaðir í einangrun í Keasong og 3.571 í sóttkví og þetta hafi verið gert á 40 daga tímabili. Frá áramótum segjast yfirvöld í Norður-Kóreu hafa skipað 25.905 manns í einangrun. Búið var að gera próf á manninum sem sem laumaði sér yfir landamærin en samkvæmt þeim upplýsingum sem WHO fékk frá Norður-Kóreu skiluðu þau próf ekki afgerandi niðurstöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur WHO kallað eftir frekari upplýsingum frá Norður-Kóreu. Meðal þeirra sem búið er að grípa til í Norður-Kóreu er að banna fjöldasamkomur. Allir þurfa að bera grímur á almannafæri og sumarfrí í skólum og leikskólum hafa verið framlengd. Greinandi í Suður-Kóreu, sem AP ræddi við, segir að þó stór faraldur hafi ef til vill ekki átt sér stað enn í Norður-Kóreu, sé nánast öruggt að þar hafi töluverður fjöldi smitast. Landamærum Norður-Kóreu hefur verið lokað og aðgengi utanaðkomandi aðila hefur verið nánast ekkert að undanförnu. Það er þó alfarið óljóst hvort yfirvöld í Norður-Kóreu búi í raun yfir getu til að skima eftir Covid-19 og hve umfangsmikil sú skimun geti verið.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafna því að flóttamaðurinn sé smitaður Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til Suður-Kóreu og er sagður hafa snúið aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. 27. júlí 2020 07:18 Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum. 23. júní 2020 23:06 Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Hafna því að flóttamaðurinn sé smitaður Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til Suður-Kóreu og er sagður hafa snúið aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. 27. júlí 2020 07:18
Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum. 23. júní 2020 23:06
Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00