Áttræð kona axlarbrotin í heilt ár og ekki komist í aðgerð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2020 11:41 Gunnar segir að brot móður hans hafi bara versnað með tímanum. Gunnar Gunnarsson, Keflvíkingur og torfærukappi, segir farir móður sinnar ekki sléttar eftir að hún axlarbrotnaði í ágúst á síðasta ári. Þegar hún brotnaði hafi það verið mat heilbrigðisstarfsmanna að gera ætti aðgerð á henni sem fyrst. Aðgerð hafi aldrei verið framkvæmd og nú, um ári síðar, sé hún enn að takast á við afleiðingar axlarbrotsins. Þetta kom fram í viðtali við Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Móðir Gunnars var stödd á salernisaðstöðu tjaldsvæðis í ágúst á síðasta ári þegar hún brotnaði. Hún hrasaði og rak öxlina í, með þeim afleiðingum að hún brotnaði. „Það klippir höndina á henni í sundur tæpum tveimur sentimetrum fyrir neðan liðkúluna á öxlinni,“ segir Gunnar. Móðir hans hafi því verið flutt með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun á Selfossi. „Það er strax sagt við hana af bæði beinasérfræðing og læknum sem voru þar „Þetta er bara aðgerð,“ og ætluðu að senda hana beint til Reykjavíkur,“ segir Gunnar. Um klukkustund síðar hafi móður hans hins vegar verið tjáð að senda ætti hana heim til sín, henni og aðstandendum til talsverðrar furðu. Því hafi verið farið með hana heim til Keflavíkur og á heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar hafi hún verið lögð inn og myndir teknar af brotinu. Gunnar segir að hart hafi verið gengið á eftir því að móðir hans fengi að fara í aðgerð. „Svo náttúrulega endar konugreyið bara heima,“ segir Gunnar. Hann segir jafnframt að síðasta árið hafi móður hans reynst erfitt að framkvæma ýmsa hluti sem hún fór létt með áður en hún brotnaði. Til að mynda hafi hún prjónað mikið, en geti það ekki nú sökum sársauka. Faraldurinn setti strik í reikninginn Gunnar segir að þau svör hafi fengist að verið væri að láta reyna á klíníska meðferð við brotinu. „Það var sagt við okkur fyrst mánuður og svo þrír mánuðir sem við ættum að bíða til að sjá hvað væri í gangi,“ segir Gunnar. Beinbrotið hafi hins vegar ekki gróið, heldur sigið neðar í handlegg móður hans. Gunnar segir þó að móðir hans hafi í febrúar verið komin á biðlista fyrir aðgerð en um það leyti skall faraldur kórónuveiru á hér á landi. Það hafi flækt málin. „Auðvitað vildum við ekki, og hún sagði sjálf að hún vildi ekki fara inn og taka einhverja sénsa. Auðvitað orðin gömul kona.“ Gunnar segist þó ekki skilja hvað olli biðinni eftir aðgerð áður en faraldurinn skall á. Aðspurður segir hann að flestir læknar og aðrir sérfræðingar sem litið hafi á myndir af brotinu telji að aðgerðar sé þörf. „Við erum búin að spyrja nokkra [lækna] og þessi axlasérfræðingur sem hún fór til sagði bara „Þetta er bara aðgerð,“ og það er ekkert annað hægt að gera,“ segir Gunnar. „Kúluliðurinn, hann lafir bara hérna og er bara hangandi niður í handlegg. Það hefur ekkert skánað.“ Viðtalið við Gunnar í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Gunnar Gunnarsson, Keflvíkingur og torfærukappi, segir farir móður sinnar ekki sléttar eftir að hún axlarbrotnaði í ágúst á síðasta ári. Þegar hún brotnaði hafi það verið mat heilbrigðisstarfsmanna að gera ætti aðgerð á henni sem fyrst. Aðgerð hafi aldrei verið framkvæmd og nú, um ári síðar, sé hún enn að takast á við afleiðingar axlarbrotsins. Þetta kom fram í viðtali við Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Móðir Gunnars var stödd á salernisaðstöðu tjaldsvæðis í ágúst á síðasta ári þegar hún brotnaði. Hún hrasaði og rak öxlina í, með þeim afleiðingum að hún brotnaði. „Það klippir höndina á henni í sundur tæpum tveimur sentimetrum fyrir neðan liðkúluna á öxlinni,“ segir Gunnar. Móðir hans hafi því verið flutt með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun á Selfossi. „Það er strax sagt við hana af bæði beinasérfræðing og læknum sem voru þar „Þetta er bara aðgerð,“ og ætluðu að senda hana beint til Reykjavíkur,“ segir Gunnar. Um klukkustund síðar hafi móður hans hins vegar verið tjáð að senda ætti hana heim til sín, henni og aðstandendum til talsverðrar furðu. Því hafi verið farið með hana heim til Keflavíkur og á heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar hafi hún verið lögð inn og myndir teknar af brotinu. Gunnar segir að hart hafi verið gengið á eftir því að móðir hans fengi að fara í aðgerð. „Svo náttúrulega endar konugreyið bara heima,“ segir Gunnar. Hann segir jafnframt að síðasta árið hafi móður hans reynst erfitt að framkvæma ýmsa hluti sem hún fór létt með áður en hún brotnaði. Til að mynda hafi hún prjónað mikið, en geti það ekki nú sökum sársauka. Faraldurinn setti strik í reikninginn Gunnar segir að þau svör hafi fengist að verið væri að láta reyna á klíníska meðferð við brotinu. „Það var sagt við okkur fyrst mánuður og svo þrír mánuðir sem við ættum að bíða til að sjá hvað væri í gangi,“ segir Gunnar. Beinbrotið hafi hins vegar ekki gróið, heldur sigið neðar í handlegg móður hans. Gunnar segir þó að móðir hans hafi í febrúar verið komin á biðlista fyrir aðgerð en um það leyti skall faraldur kórónuveiru á hér á landi. Það hafi flækt málin. „Auðvitað vildum við ekki, og hún sagði sjálf að hún vildi ekki fara inn og taka einhverja sénsa. Auðvitað orðin gömul kona.“ Gunnar segist þó ekki skilja hvað olli biðinni eftir aðgerð áður en faraldurinn skall á. Aðspurður segir hann að flestir læknar og aðrir sérfræðingar sem litið hafi á myndir af brotinu telji að aðgerðar sé þörf. „Við erum búin að spyrja nokkra [lækna] og þessi axlasérfræðingur sem hún fór til sagði bara „Þetta er bara aðgerð,“ og það er ekkert annað hægt að gera,“ segir Gunnar. „Kúluliðurinn, hann lafir bara hérna og er bara hangandi niður í handlegg. Það hefur ekkert skánað.“ Viðtalið við Gunnar í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira