Banna sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2020 12:31 Óheimilt verður að auglýsa, selja eða dreifa sykruðum drykkjum til barna samkvæmt lögunum. Getty/SOPA Yfirvöld í mexíkóska ríkinu Oaxaca hafa ákveðið að leggja blátt bann við sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna. Banninu er ætlað að sporna gegn offitu og sykursýki á meðal barna sem er mikið vandamál í norður-ameríkuríkinu. BBC greinir frá því að Oaxaca sé fyrsta ríki Mexíkó til að taka ákvörðun sem þessa en í landinu er hæsta hlutfall barna sem glíma við ofþyngd í heiminum. Þá telst 73% þjóðarinnar einnig of þung. Þá er Oaxaca það ríki Mexíkó þar sem hlutfallslega flest börn og næst flestir fullorðnir glíma við offitu. Samþykki laganna var fagnað innan veggja ríkisþings Oaxaca á sama tíma og veitingamenn og verslunareigendur mótmæltu fyrir utan. Með lögunum er óheimilt að selja, dreifa og auglýsa sykraða drykki og skyndibita til barna undir lögaldri og ná lögin einnig til sjálfsala í skólum. Höfundur frumvarpsins sem varð að lögum, Magaly Lopez Dominguez, segir að markmið laganna sé ekki að koma höggi á veitingamenn og verslunareigendur. Þeir gætu enn selt vörurnar, bara ekki til barna. Verði einhver uppvís um að brjóta gegn lögunum getur þeirra beðið fjársekt og lokun verslunarinnar. Möguleiki er á fangelsisvist ef brotið er endurtekið gegn lögunum. Hugo Lopez-Gatell sem fer fyrir viðbrögðum Mexíkó gegn kórónuveirufaraldrinum fagnaði ákvörðuninni en hann hefur kallað sykraða drykki „eitur í flösku“ og hvatti fólk til að hætta neyslu þeirra. Mexíkó Heilbrigðismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Yfirvöld í mexíkóska ríkinu Oaxaca hafa ákveðið að leggja blátt bann við sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna. Banninu er ætlað að sporna gegn offitu og sykursýki á meðal barna sem er mikið vandamál í norður-ameríkuríkinu. BBC greinir frá því að Oaxaca sé fyrsta ríki Mexíkó til að taka ákvörðun sem þessa en í landinu er hæsta hlutfall barna sem glíma við ofþyngd í heiminum. Þá telst 73% þjóðarinnar einnig of þung. Þá er Oaxaca það ríki Mexíkó þar sem hlutfallslega flest börn og næst flestir fullorðnir glíma við offitu. Samþykki laganna var fagnað innan veggja ríkisþings Oaxaca á sama tíma og veitingamenn og verslunareigendur mótmæltu fyrir utan. Með lögunum er óheimilt að selja, dreifa og auglýsa sykraða drykki og skyndibita til barna undir lögaldri og ná lögin einnig til sjálfsala í skólum. Höfundur frumvarpsins sem varð að lögum, Magaly Lopez Dominguez, segir að markmið laganna sé ekki að koma höggi á veitingamenn og verslunareigendur. Þeir gætu enn selt vörurnar, bara ekki til barna. Verði einhver uppvís um að brjóta gegn lögunum getur þeirra beðið fjársekt og lokun verslunarinnar. Möguleiki er á fangelsisvist ef brotið er endurtekið gegn lögunum. Hugo Lopez-Gatell sem fer fyrir viðbrögðum Mexíkó gegn kórónuveirufaraldrinum fagnaði ákvörðuninni en hann hefur kallað sykraða drykki „eitur í flösku“ og hvatti fólk til að hætta neyslu þeirra.
Mexíkó Heilbrigðismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira