Minnisblað Þórólfs ekki rætt í ríkisstjórn: „Nú fer ég bara að lesa“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2020 12:13 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra tillögum sínum um breytingar á sóttvarnaráðstöfunum hér á landi í morgun. Í minnisblaðinu eru tillögur sem varða landamæraskimunina, eins metra regluna og um íþróttir með snertingum. Ríkisstjórnin fékk þó ekki ítarlega kynningu á þessu minnisblaði því það barst rétt áður en fundurinn hófst. „Ég var bara að fá minnisblaðið frá Þórólfi korter fyrir tíu og nú er ég bara að fara að lesa,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um minnisblaðið frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Menntamálaráðherra sagði eftir fundinn að eins metra reglan muni gagnast skólum vel. „Þessi regla er jákvæð fyrir skipulagningu á skólahaldi. Það mun skapast meira rými til að skipuleggja það og þetta er anda þess sem er gert í Noregi. Svo vil ég líka taka fram að leik- og grunnskólastigið býr ekki við tveggja metra regluna. Þannig að við getum öll hlakkað til þess að skólahald er hér að hefjast,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra að loknum fundi ríkisstjórnar. Þannig að nýnemar sem eru að fara í framhaldsskóla, þeir geta mætt í skólann? „Já, ég tel að það verði hægt.“ Kórónuveiran greindist í alls sex einstaklingum í gær, þar af voru þrír með virkt smit covid-19, einn með mótefni og tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Alls voru tekin 3105 sýni á landamærum í gær og er það í fyrsta sinn síðan 15. júní sem fjöldi sýna fer yfir þrjú þúsund við landamæri. Enginn greindist innanlands en tekin voru 289 sýni á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 56 hjá Íslenskri erfðagreiningu. Daglegur upplýsingafundur hefst klukkan tvö, en á fundinum í dag verða Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga, verður gestur fundarins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra tillögum sínum um breytingar á sóttvarnaráðstöfunum hér á landi í morgun. Í minnisblaðinu eru tillögur sem varða landamæraskimunina, eins metra regluna og um íþróttir með snertingum. Ríkisstjórnin fékk þó ekki ítarlega kynningu á þessu minnisblaði því það barst rétt áður en fundurinn hófst. „Ég var bara að fá minnisblaðið frá Þórólfi korter fyrir tíu og nú er ég bara að fara að lesa,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um minnisblaðið frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Menntamálaráðherra sagði eftir fundinn að eins metra reglan muni gagnast skólum vel. „Þessi regla er jákvæð fyrir skipulagningu á skólahaldi. Það mun skapast meira rými til að skipuleggja það og þetta er anda þess sem er gert í Noregi. Svo vil ég líka taka fram að leik- og grunnskólastigið býr ekki við tveggja metra regluna. Þannig að við getum öll hlakkað til þess að skólahald er hér að hefjast,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra að loknum fundi ríkisstjórnar. Þannig að nýnemar sem eru að fara í framhaldsskóla, þeir geta mætt í skólann? „Já, ég tel að það verði hægt.“ Kórónuveiran greindist í alls sex einstaklingum í gær, þar af voru þrír með virkt smit covid-19, einn með mótefni og tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Alls voru tekin 3105 sýni á landamærum í gær og er það í fyrsta sinn síðan 15. júní sem fjöldi sýna fer yfir þrjú þúsund við landamæri. Enginn greindist innanlands en tekin voru 289 sýni á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 56 hjá Íslenskri erfðagreiningu. Daglegur upplýsingafundur hefst klukkan tvö, en á fundinum í dag verða Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga, verður gestur fundarins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira