Kia bætir við rafbílum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. ágúst 2020 07:00 Kia X-Ceed fyrir framan Hallgrímskirkju. Kia Motors ætlar sér áfram sér stóra hluti í rafbílavæðingunni. Kia mun bæta við rafbíl og tengiltvinnbílum í bílaflotann á næstunni. Kia Sorento í Hybrid útfærslu kemur á markað nú í haust að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Öskju, umboðsaðila Kia á Íslandi. Þessi stóri sporteppi verður með 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu sem samanlagt skila 240 hestöflum og alls 440 Nm í togi. Hann mun svo í byrjun næsta árs koma í Plug-In Hybrid útfærslu og mun verða með drægi upp á um 70 km. Plug-in Hybrid útfræslan verður með öflugan rafmótor sem skilar samtals 265 hestöflum. Þetta verður fjórða kynslóð Kia Sorento sem er flaggskip Kia í sportjeppaflotanum. Nýr Kia Sorento tengiltvinn bætist við tengiltvinnbílaflóru Kia en nýverið bættust einnig við X-Ceed borgar jepplingurinn og Ceed Sportswagon skutbíllinn við með tengiltvinn drifrás. Sorento verður fjórhjóladrifinn með sæti fyrir allt að sjö farþega. Þá er glænýr rafbíll á leiðinni frá Kia. Um er að ræða sportlegan jeppling sem á að draga rúma 500 km á rafmagninu. Stefnt er á að þessi nýi Kia rafbíll komi á markað á næsta ári. Kia kynnti hugmyndabílana Imagine og Futuron á síðasta ári sem fengu mikla athygli og ef marka má myndir líkist þessi nýi rafbíll þeim síðarnefnda að nokkru leyti og þar er ekki leiðum að líkjast. Kia er nú þegar með tvo vinsæla rafbíla Soul og e-Niro en þessi nýi jepplingur yrði þá þriðji hreini rafbíll bílaframleiðandans. Vistvænir bílar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent
Kia Motors ætlar sér áfram sér stóra hluti í rafbílavæðingunni. Kia mun bæta við rafbíl og tengiltvinnbílum í bílaflotann á næstunni. Kia Sorento í Hybrid útfærslu kemur á markað nú í haust að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Öskju, umboðsaðila Kia á Íslandi. Þessi stóri sporteppi verður með 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu sem samanlagt skila 240 hestöflum og alls 440 Nm í togi. Hann mun svo í byrjun næsta árs koma í Plug-In Hybrid útfærslu og mun verða með drægi upp á um 70 km. Plug-in Hybrid útfræslan verður með öflugan rafmótor sem skilar samtals 265 hestöflum. Þetta verður fjórða kynslóð Kia Sorento sem er flaggskip Kia í sportjeppaflotanum. Nýr Kia Sorento tengiltvinn bætist við tengiltvinnbílaflóru Kia en nýverið bættust einnig við X-Ceed borgar jepplingurinn og Ceed Sportswagon skutbíllinn við með tengiltvinn drifrás. Sorento verður fjórhjóladrifinn með sæti fyrir allt að sjö farþega. Þá er glænýr rafbíll á leiðinni frá Kia. Um er að ræða sportlegan jeppling sem á að draga rúma 500 km á rafmagninu. Stefnt er á að þessi nýi Kia rafbíll komi á markað á næsta ári. Kia kynnti hugmyndabílana Imagine og Futuron á síðasta ári sem fengu mikla athygli og ef marka má myndir líkist þessi nýi rafbíll þeim síðarnefnda að nokkru leyti og þar er ekki leiðum að líkjast. Kia er nú þegar með tvo vinsæla rafbíla Soul og e-Niro en þessi nýi jepplingur yrði þá þriðji hreini rafbíll bílaframleiðandans.
Vistvænir bílar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent