Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Andri Eysteinsson skrifar 13. ágúst 2020 23:32 Mikil mótmæli hafa verið á götum höfuðborgarinnar Minsk síðustu daga. EPA Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. Lúkasjenkó, sem hefur verið við völd frá árinu 1994, var endurkjörinn síðasta sunnudag á umdeildan hátt. Þegar talið var upp úr kjörkössunum vann forsetinn stórsigur en andstæðingar hans neita að samþykkja opinberar niðurstöður og saka Lúkasjenkó og hvít-rússnesk yfirvöld um kosningasvik. Á kosningakvöldið sjálft, eftir að niðurstöður einu útgönguspárinnar sem Lúkasjenkó hafði leyft voru birtar, flykktust mótmælendur út á götur borga landsins og lýstu yfir óánægju sinni. Síðan þá hafa á sjöunda þúsund manns verið handtekin. Barin, afklædd og lamin Þau hinna handteknu sem sleppt hefur verið úr haldi hafa greint frá því að hafa verið beitt harðræði og pyntingum á meðan fangelsun þeirra stóð. BBC greinir frá því að myndir hafi birst á samfélagsmiðlinum Nexta þar sem mótmælendur hafi sýnt meiðsli sín sem lögregla hafi valdið. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja þá að fangar hafi verið barðir, neyddir til að bera sig og þeim hafi verið hótað nauðgun. “Þau hafa sagt okkur að fangaklefarnir hafi orðið að pyntingaklefum þar sem mótmælendur eru neyddir til að liggja á meðan að lögregla sparkar og lemur þau með kylfum,” segir Marie Struthers yfirmaður Austur-Evrópu og Mið-Asíudeildar Amnesty International. Þá hafa mannréttindasérfræðingar úr röðum Sameinuðu Þjóðanna sagt að viðbrögð hvítrússneskra stjórnvalda við mótmælunum hafi verið hörð og tekið á þeim með of mikilli og ónauðsynlegri hörku. Innanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, Júrí Karajév, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann segist bera ábyrgð á því að mótmælendur hafi meiðst í mótmælunum og bað þá særðu afsökunar. Tveir hafa látið lífið í mótmælunum samkvæmt yfirvöldum. Einn í höfuðborginni Minsk og annar í borginni Gomel í suð-austurhluta Hvíta-Rússlands. Hvíta-Rússland Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. Lúkasjenkó, sem hefur verið við völd frá árinu 1994, var endurkjörinn síðasta sunnudag á umdeildan hátt. Þegar talið var upp úr kjörkössunum vann forsetinn stórsigur en andstæðingar hans neita að samþykkja opinberar niðurstöður og saka Lúkasjenkó og hvít-rússnesk yfirvöld um kosningasvik. Á kosningakvöldið sjálft, eftir að niðurstöður einu útgönguspárinnar sem Lúkasjenkó hafði leyft voru birtar, flykktust mótmælendur út á götur borga landsins og lýstu yfir óánægju sinni. Síðan þá hafa á sjöunda þúsund manns verið handtekin. Barin, afklædd og lamin Þau hinna handteknu sem sleppt hefur verið úr haldi hafa greint frá því að hafa verið beitt harðræði og pyntingum á meðan fangelsun þeirra stóð. BBC greinir frá því að myndir hafi birst á samfélagsmiðlinum Nexta þar sem mótmælendur hafi sýnt meiðsli sín sem lögregla hafi valdið. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja þá að fangar hafi verið barðir, neyddir til að bera sig og þeim hafi verið hótað nauðgun. “Þau hafa sagt okkur að fangaklefarnir hafi orðið að pyntingaklefum þar sem mótmælendur eru neyddir til að liggja á meðan að lögregla sparkar og lemur þau með kylfum,” segir Marie Struthers yfirmaður Austur-Evrópu og Mið-Asíudeildar Amnesty International. Þá hafa mannréttindasérfræðingar úr röðum Sameinuðu Þjóðanna sagt að viðbrögð hvítrússneskra stjórnvalda við mótmælunum hafi verið hörð og tekið á þeim með of mikilli og ónauðsynlegri hörku. Innanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, Júrí Karajév, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann segist bera ábyrgð á því að mótmælendur hafi meiðst í mótmælunum og bað þá særðu afsökunar. Tveir hafa látið lífið í mótmælunum samkvæmt yfirvöldum. Einn í höfuðborginni Minsk og annar í borginni Gomel í suð-austurhluta Hvíta-Rússlands.
Hvíta-Rússland Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira