Los Angeles liðin verða bæði í „Hard Knocks“ í ár og fyrsti þátturinn er í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 11:45 Það syttust í það að Aaron Donald og félagar í Los Angeles Rams hlaupi út á völl í fyrsta leik en áður verða þeir til umfjöllunar í „Hard Knocks“ þáttunum. Getty/Jayne Kamin-Oncea Það styttist í NFL tímabilið þrátt fyrir mjög óvenjulega tíma í Bandaríkjunum sem og annars staðar í heiminum. Árleg áminning um það er það þegar „Hard Knocks“ þættirnir vinsælu mæta á svæðið. Fyrsti þátturinn í ár verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Hard Knocks þættirnir fjalla að þessu sinni um bæði Los Angeles liðin en þetta er í fyrsta sinn sem tvö lið verða til umfjöllunar í einu. Í þessum fróðlegu og skemmtilegu þáttum fá áhorfendur að vera fluga á vegg á undirbúningstímabilum NFL-liða og sjá hvað gerist á bak við tjöldin. Þetta er fimmtánda árið sem NFL deildin velur eitt (og nú tvö) félög til að fylgja eftir á undirbúningstímabilinu en að þessu sinni verða teknir upp meira en 2300 klukkutímar af efni sem síðan verður matreitt í þáttunum. Fyrsti þátturinn af „Hard Knocks 2020“ verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og verður hann strax á eftir Meistaradeildarleik Barcelona og Bayern München eða klukkan 21.30. TONIGHT S THE NIGHT #HardKnocks pic.twitter.com/5plyrM3He1— Los Angeles Rams (@RamsNFL) August 12, 2020 Undirbúningsleikirnir í NFL ættu vera farnir í gang og liðin búin að æfa í nokkrar vikur en kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif þar eins og annars staðar. Undirbúningstímabilið er því mjög óhefðbundið sem gerir jafnframt þessa þætti í ár mjög forvitnilega. Umfjöllunarefni „Hard Knocks“ verður því annað en vanalega því æfingarnar eru talsvert öðruvísi og liðin eru ekki að spila æfingaleiki eða æfa með öðrum félögum. Los Angeles liðin eru Los Angeles Rams og Los Angeles Chargers en þau eru að taka í notkun nýjan stórkostlegan leikvang á þessu tímabili. Los Angeles Rams spilaði á Los Angeles Memorial Coliseum leikvanginum í fyrra en Los Angeles Chargers spilaði á Dignity Health Sports Park sem var afar dapur á NFL-mælikvarða. Nú er búið að byggja hinn stórbrotna SoFi Stadium í Inglewood en hann tekur yfir sjötíu þúsund áhorfendur og mun á næstu árum hýsa Super Bowl 2022, HM í fótbolta 2026 og Ólympíuleikana 2028. „Hard Knocks“ þættirnir verða sýndir á föstudagskvöldum næstu vikur en þeir verða fimm talsins. Þættirnir eru frumsýndir á HBO í Bandaríkjunum í sömu viku. "I've been lifting too!"Donte Deayon is trying to get on @AaronDonald97's level. @AyoItsND (via @NFLFilms) : #HardKnocks | Tuesday at 10pm on @HBO pic.twitter.com/Igt7C30Ho0— NFL (@NFL) August 10, 2020 NFL Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Það styttist í NFL tímabilið þrátt fyrir mjög óvenjulega tíma í Bandaríkjunum sem og annars staðar í heiminum. Árleg áminning um það er það þegar „Hard Knocks“ þættirnir vinsælu mæta á svæðið. Fyrsti þátturinn í ár verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Hard Knocks þættirnir fjalla að þessu sinni um bæði Los Angeles liðin en þetta er í fyrsta sinn sem tvö lið verða til umfjöllunar í einu. Í þessum fróðlegu og skemmtilegu þáttum fá áhorfendur að vera fluga á vegg á undirbúningstímabilum NFL-liða og sjá hvað gerist á bak við tjöldin. Þetta er fimmtánda árið sem NFL deildin velur eitt (og nú tvö) félög til að fylgja eftir á undirbúningstímabilinu en að þessu sinni verða teknir upp meira en 2300 klukkutímar af efni sem síðan verður matreitt í þáttunum. Fyrsti þátturinn af „Hard Knocks 2020“ verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og verður hann strax á eftir Meistaradeildarleik Barcelona og Bayern München eða klukkan 21.30. TONIGHT S THE NIGHT #HardKnocks pic.twitter.com/5plyrM3He1— Los Angeles Rams (@RamsNFL) August 12, 2020 Undirbúningsleikirnir í NFL ættu vera farnir í gang og liðin búin að æfa í nokkrar vikur en kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif þar eins og annars staðar. Undirbúningstímabilið er því mjög óhefðbundið sem gerir jafnframt þessa þætti í ár mjög forvitnilega. Umfjöllunarefni „Hard Knocks“ verður því annað en vanalega því æfingarnar eru talsvert öðruvísi og liðin eru ekki að spila æfingaleiki eða æfa með öðrum félögum. Los Angeles liðin eru Los Angeles Rams og Los Angeles Chargers en þau eru að taka í notkun nýjan stórkostlegan leikvang á þessu tímabili. Los Angeles Rams spilaði á Los Angeles Memorial Coliseum leikvanginum í fyrra en Los Angeles Chargers spilaði á Dignity Health Sports Park sem var afar dapur á NFL-mælikvarða. Nú er búið að byggja hinn stórbrotna SoFi Stadium í Inglewood en hann tekur yfir sjötíu þúsund áhorfendur og mun á næstu árum hýsa Super Bowl 2022, HM í fótbolta 2026 og Ólympíuleikana 2028. „Hard Knocks“ þættirnir verða sýndir á föstudagskvöldum næstu vikur en þeir verða fimm talsins. Þættirnir eru frumsýndir á HBO í Bandaríkjunum í sömu viku. "I've been lifting too!"Donte Deayon is trying to get on @AaronDonald97's level. @AyoItsND (via @NFLFilms) : #HardKnocks | Tuesday at 10pm on @HBO pic.twitter.com/Igt7C30Ho0— NFL (@NFL) August 10, 2020
NFL Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira