Lærisveinar Erlings héldu í við Þýskaland í 45 mínútur í fraumrauninni | Gensheimer sá rautt Anton Ingi Leifsson skrifar 9. janúar 2020 18:42 Baráttan var mikil í kvöld. vísir/epa Þjóðverjar eru komnir á blað á Evrópumótinu í handbolta sem hófst í dag en þeir unnu x marka sigur á Hollendingum, 34-23, er EM 2020 fór af stað. Liðin leika í C-riðlinum ásamt Lettlandi og Spáni en þau eigast við síðar í kvöld. Erlingur Richardsson er þjálfari Hollands sem er að leika á sínu fyrsta stórmóti í sögunni. Þjóðverjarnir voru sterkari í fyrri hálfleik en þeir leiddu með tveimur mörkum, 15-13, eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik. HALF-TIME: It's 15:13 to @DHB_Teams vs @Handbal_NL in Group C - the newcomers are putting up a great fight#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/X2KArnmZ69— EHF EURO (@EHFEURO) January 9, 2020 Fyrri hálfleikurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig því Uwe Gensheimer fékk beint rautt spjald eftir stundarfjórðung. Rauða spjaldið fékk hann fyrir að kasta beint í andlitið á markverði Hollendinga úr vítakasti. Ärger um Rote Karte gegen Uwe #Gensheimer: DHB-Kapitän zum Start der #HandballEM vom Feld gestellt! #GERNEDhttps://t.co/yidYAHUam8pic.twitter.com/9VseGMoK9T— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) January 9, 2020 Hollendingar héldu í við Þjóðverjanna fyrsta stundarfjórðunginn í síðari hálfleik en svo skildu leiðir. Þeir þýsku breyttu stöðunni úr 22-19 í 29-19. Þeir höfðu svo betur að endingu með ellefu mörkum en lokatölur urðu 34-23. Jannk Kohlbacher og Kai Hafner voru markahæstir í liði Þýskaland með fimm mörk hvor. Kay Smits gerði sjö mörk fyrir Holland. Andreas Wolff is on ! A 41% save rate and @DHB_Teams have extended their lead over @Handbal_NL#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/J5XqOahel6— EHF EURO (@EHFEURO) January 9, 2020 Í A-riðlinum áttust við Hvíta-Rússland og Serbía. Hvíta-Rússland hafði betur 35-29 eftir að hafa verið 16-15 yfir í hálfleik. Artsem Karalek gerði níu mörk fyrir Hvít-Rússa en Bogdan Radivojevic var markahæstur hjá Serbíu með sex mörk. Í riðlinum eru einnig Króatía og Svartfjallaland en þau mætast í kvöld. EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Þjóðverjar eru komnir á blað á Evrópumótinu í handbolta sem hófst í dag en þeir unnu x marka sigur á Hollendingum, 34-23, er EM 2020 fór af stað. Liðin leika í C-riðlinum ásamt Lettlandi og Spáni en þau eigast við síðar í kvöld. Erlingur Richardsson er þjálfari Hollands sem er að leika á sínu fyrsta stórmóti í sögunni. Þjóðverjarnir voru sterkari í fyrri hálfleik en þeir leiddu með tveimur mörkum, 15-13, eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik. HALF-TIME: It's 15:13 to @DHB_Teams vs @Handbal_NL in Group C - the newcomers are putting up a great fight#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/X2KArnmZ69— EHF EURO (@EHFEURO) January 9, 2020 Fyrri hálfleikurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig því Uwe Gensheimer fékk beint rautt spjald eftir stundarfjórðung. Rauða spjaldið fékk hann fyrir að kasta beint í andlitið á markverði Hollendinga úr vítakasti. Ärger um Rote Karte gegen Uwe #Gensheimer: DHB-Kapitän zum Start der #HandballEM vom Feld gestellt! #GERNEDhttps://t.co/yidYAHUam8pic.twitter.com/9VseGMoK9T— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) January 9, 2020 Hollendingar héldu í við Þjóðverjanna fyrsta stundarfjórðunginn í síðari hálfleik en svo skildu leiðir. Þeir þýsku breyttu stöðunni úr 22-19 í 29-19. Þeir höfðu svo betur að endingu með ellefu mörkum en lokatölur urðu 34-23. Jannk Kohlbacher og Kai Hafner voru markahæstir í liði Þýskaland með fimm mörk hvor. Kay Smits gerði sjö mörk fyrir Holland. Andreas Wolff is on ! A 41% save rate and @DHB_Teams have extended their lead over @Handbal_NL#ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/J5XqOahel6— EHF EURO (@EHFEURO) January 9, 2020 Í A-riðlinum áttust við Hvíta-Rússland og Serbía. Hvíta-Rússland hafði betur 35-29 eftir að hafa verið 16-15 yfir í hálfleik. Artsem Karalek gerði níu mörk fyrir Hvít-Rússa en Bogdan Radivojevic var markahæstur hjá Serbíu með sex mörk. Í riðlinum eru einnig Króatía og Svartfjallaland en þau mætast í kvöld.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita