Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2020 14:25 Frá aðstæðum uppi á jökli í nótt. Landsbjörg Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið út í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. „Auðvitað er ég reið. Reið út í þess menn því þeir hafa ekki burði til að standa fyrir svona ferðum,“ sagði Virginia í samtali við Ríkisútvarpið í fjöldahjálparstöðinni á Gullfossi í morgun. Virginia var á meðal þeirra 39 ferðalanga sem lögðu upp í vélsleðaferð við Langjökul í gær. Drengir hennar ellefu og fjórtán ára voru með í för en sá yngist í hópnum var sex ára gamall. Hún segir ferðina hafa byrjað ljómandi vel. Sögðust vita af gulri viðvörun „Þeir létu okkur fá galla en útskýrðu ekki hvernig gallarnir áttu að nýtast í svona veðri. Þegar veðrið skall á tók ég eftir því að vindurinn blés undir skálmina.“ Eftir um klukkustund voru þau komin að jöklinum og þá hafi leiðsögumennirnir tjáð fólkinu að líklega yrði ekkert af ferðum á jökulinn daginn eftir vegna veðurs. Þá hafi þeir tjáð fólkinu að gul viðvörun væri í gangi og þeir því vitað það. „Þegar við höfðum snúið við var veðrið orðið mjög slæmt. Við ókum í um klukkustund og þá var fólk farið að falla af vélsleðunum. Það var eins og við kæmumst bara nokkra metra áfram á klukkutíma.“ Eftir annan klukkutíma hafi ferð þeirra verið stöðvuð. Allir hafi farið af sleðunum og við hafi tekið löng bið. Eftir nokkrar klukkustundir var þeim troðið í stóra bíla á vegum fyrirtækisins en það var svo ekki fyrr en klukkan eitt í nótt, hálfum sólarhring eftir að lagt var á jökulinn, sem björgunarsveitarfólk kom ferðalöngunum og tíu leiðsögumönnum til bjargar. „Þetta var ekki góður dagur. Hvernig getur land á borð við Ísland, sem gerir út á ferðaþjónustu, leyft svona fyrirtæki að starfa?“ spyr Virginia í samtali við Ríkisútvarpið. Hræddur þegar fólkið gróf sig í fönn Rob, ferðamaður frá Englandi, segist líkt og Virginia hafa verið hræddur. Ekki síst þegar þau voru að grafa sig í fönn í snjónum og ekki vitað hvenær von væri á aðstoð. „Ég held að allir hefðu verið það.“ Björgunarsveitarmaðurinn Kristinn Ólafsson sem tók þátt í aðgerðum segir að félagarnir hafi rætt það á leiðinni upp eftir hve undrandi þeir væru á ákvörðun Mountaineers of Iceland að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. „Mér finnst það mjög undarleg ákvörðun. Það var gul viðvörun og þetta útkall kom okkur mjög mikið á óvart. Við ræddum það á leiðinni. Við áttum ekki von á að neitt svona væri að fara að gerast. Það voru flestir sem héldu sig heima.“ 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Sjá meira
Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið út í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. „Auðvitað er ég reið. Reið út í þess menn því þeir hafa ekki burði til að standa fyrir svona ferðum,“ sagði Virginia í samtali við Ríkisútvarpið í fjöldahjálparstöðinni á Gullfossi í morgun. Virginia var á meðal þeirra 39 ferðalanga sem lögðu upp í vélsleðaferð við Langjökul í gær. Drengir hennar ellefu og fjórtán ára voru með í för en sá yngist í hópnum var sex ára gamall. Hún segir ferðina hafa byrjað ljómandi vel. Sögðust vita af gulri viðvörun „Þeir létu okkur fá galla en útskýrðu ekki hvernig gallarnir áttu að nýtast í svona veðri. Þegar veðrið skall á tók ég eftir því að vindurinn blés undir skálmina.“ Eftir um klukkustund voru þau komin að jöklinum og þá hafi leiðsögumennirnir tjáð fólkinu að líklega yrði ekkert af ferðum á jökulinn daginn eftir vegna veðurs. Þá hafi þeir tjáð fólkinu að gul viðvörun væri í gangi og þeir því vitað það. „Þegar við höfðum snúið við var veðrið orðið mjög slæmt. Við ókum í um klukkustund og þá var fólk farið að falla af vélsleðunum. Það var eins og við kæmumst bara nokkra metra áfram á klukkutíma.“ Eftir annan klukkutíma hafi ferð þeirra verið stöðvuð. Allir hafi farið af sleðunum og við hafi tekið löng bið. Eftir nokkrar klukkustundir var þeim troðið í stóra bíla á vegum fyrirtækisins en það var svo ekki fyrr en klukkan eitt í nótt, hálfum sólarhring eftir að lagt var á jökulinn, sem björgunarsveitarfólk kom ferðalöngunum og tíu leiðsögumönnum til bjargar. „Þetta var ekki góður dagur. Hvernig getur land á borð við Ísland, sem gerir út á ferðaþjónustu, leyft svona fyrirtæki að starfa?“ spyr Virginia í samtali við Ríkisútvarpið. Hræddur þegar fólkið gróf sig í fönn Rob, ferðamaður frá Englandi, segist líkt og Virginia hafa verið hræddur. Ekki síst þegar þau voru að grafa sig í fönn í snjónum og ekki vitað hvenær von væri á aðstoð. „Ég held að allir hefðu verið það.“ Björgunarsveitarmaðurinn Kristinn Ólafsson sem tók þátt í aðgerðum segir að félagarnir hafi rætt það á leiðinni upp eftir hve undrandi þeir væru á ákvörðun Mountaineers of Iceland að fara í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. „Mér finnst það mjög undarleg ákvörðun. Það var gul viðvörun og þetta útkall kom okkur mjög mikið á óvart. Við ræddum það á leiðinni. Við áttum ekki von á að neitt svona væri að fara að gerast. Það voru flestir sem héldu sig heima.“
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Sjá meira