Faðir Reynhard Sinaga segir son sinn hafa fengið þann dóm sem hann átti skilið Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2020 11:08 Reynhard Sinaga var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um 159 kynferðisbrot gegn 48 karlmönnum. Lögregla í Manchester Faðir hins indónesíska Reynhard Sinaga, mesta raðnauðgarans í breskri réttarsögu, segir refsingu sonar síns vera í fullu samræmi við afbrotin. Reynhard Sinaga var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um 159 kynferðisbrot gegn 48 karlmönnum. Í dómnum segir að Sinaga þurfi að sitja í fangelsi í þrjátíu ár hið minnsta, auk þess að fjölmiðlum hafi verið gert heimilt að nafngreina hinn dæmda. Hinn 36 ára Reynhard Sinaga stundaði doktorsnám í Bretlandi og sat hann fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan skemmtistaði í Manchester. Byrlaði hann mönnunum ólyfjan og fór með þá heim til sín þar sem hann braut kynferðislega á fórnarlömbunum á meðan þau voru án meðvitundar. Kom fram að að Reynhard Sinaga hafi haft dálæti á því að brjóta á gagnkynhneigðum karlmönnum og virðist sem að hann hafi tekið upp mörg ef ekki öll brotin sem hann var sakfelldur fyrir. Refsingin í samræmi við glæpina Saibun Sinaga, faðir Reynhard ræddi við BBC um dóminn þar sem hann sagði fjölskylduna sætta sig við dóminn. „Refsing hans er í samræmi við glæpina. Ég vil ekki ræða málið frekar.“ Félagar Sinaga frá háskólaárum hans í Indónesíu hafa lýst honum sem litríkum og vinsælum námsmanni. „Hann var mjög félagslyndur, vingjarnlegur, auðvelt var að umfangast hann og gaman að vinna að verkefnum með,“ segir ein vinkona hans sem vill þó ekki láta nafn síns getið í samtali við BBC. Hún segist hafa misst samband við Sinaga þegar hann fluttist til Bretlands árið 2007. Reynhard Sinaga var handtekinn í júní 2017.AP Varð ástfanginn af Manchester Sinaga á á sínum tíma hafa sagt við fjölskyldu sína að hann hafi orðið ástfanginn af Bretlandi og að hann vilji búa þar til æviloka. Í frétt BBC segir að Sinaga hafi búið í grennd við hinsegin hverfi Manchester, á Princess-stræti, og á hann að hafa sagt að í borginni hafi hann getað lifað opið með kynhneigð sína, nokkuð sem hafi verið ómögulegt í heimalandinu. Sinaga er elstur fjögurra systkina og fæddist hann inn í kristna fjölskyldu úr Batak-ættbálknum á eyjunni Súmötru. Faðir hans er auðmaður sem á fjölda útibúa indónesísks einkabanka. Hundruð klukkustunda af myndefni Reynhard Sinaga var handtekinn í júnímánuði 2017 þegar eitt fórnarlamba hans komst til meðvitundar í miðri árás og hringdi á lögreglu. Við húsleit fann lögregla hundruð klukkustunda af myndefni á síma Sinaga þar sem sjá mátti hann fremja brotin. Breskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglu að hana gruni að Sinaga hafi brotið af sér yfir tíu ára tímabil og telji fórnarlömbin mögulega hafa verið mun fleiri en þau 48 sem vitað er um. Var Sinaga þannig aðeins sakfelldur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 2015 til 2017. Bretland England Indónesía Tengdar fréttir Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. 6. janúar 2020 13:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Faðir hins indónesíska Reynhard Sinaga, mesta raðnauðgarans í breskri réttarsögu, segir refsingu sonar síns vera í fullu samræmi við afbrotin. Reynhard Sinaga var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um 159 kynferðisbrot gegn 48 karlmönnum. Í dómnum segir að Sinaga þurfi að sitja í fangelsi í þrjátíu ár hið minnsta, auk þess að fjölmiðlum hafi verið gert heimilt að nafngreina hinn dæmda. Hinn 36 ára Reynhard Sinaga stundaði doktorsnám í Bretlandi og sat hann fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan skemmtistaði í Manchester. Byrlaði hann mönnunum ólyfjan og fór með þá heim til sín þar sem hann braut kynferðislega á fórnarlömbunum á meðan þau voru án meðvitundar. Kom fram að að Reynhard Sinaga hafi haft dálæti á því að brjóta á gagnkynhneigðum karlmönnum og virðist sem að hann hafi tekið upp mörg ef ekki öll brotin sem hann var sakfelldur fyrir. Refsingin í samræmi við glæpina Saibun Sinaga, faðir Reynhard ræddi við BBC um dóminn þar sem hann sagði fjölskylduna sætta sig við dóminn. „Refsing hans er í samræmi við glæpina. Ég vil ekki ræða málið frekar.“ Félagar Sinaga frá háskólaárum hans í Indónesíu hafa lýst honum sem litríkum og vinsælum námsmanni. „Hann var mjög félagslyndur, vingjarnlegur, auðvelt var að umfangast hann og gaman að vinna að verkefnum með,“ segir ein vinkona hans sem vill þó ekki láta nafn síns getið í samtali við BBC. Hún segist hafa misst samband við Sinaga þegar hann fluttist til Bretlands árið 2007. Reynhard Sinaga var handtekinn í júní 2017.AP Varð ástfanginn af Manchester Sinaga á á sínum tíma hafa sagt við fjölskyldu sína að hann hafi orðið ástfanginn af Bretlandi og að hann vilji búa þar til æviloka. Í frétt BBC segir að Sinaga hafi búið í grennd við hinsegin hverfi Manchester, á Princess-stræti, og á hann að hafa sagt að í borginni hafi hann getað lifað opið með kynhneigð sína, nokkuð sem hafi verið ómögulegt í heimalandinu. Sinaga er elstur fjögurra systkina og fæddist hann inn í kristna fjölskyldu úr Batak-ættbálknum á eyjunni Súmötru. Faðir hans er auðmaður sem á fjölda útibúa indónesísks einkabanka. Hundruð klukkustunda af myndefni Reynhard Sinaga var handtekinn í júnímánuði 2017 þegar eitt fórnarlamba hans komst til meðvitundar í miðri árás og hringdi á lögreglu. Við húsleit fann lögregla hundruð klukkustunda af myndefni á síma Sinaga þar sem sjá mátti hann fremja brotin. Breskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglu að hana gruni að Sinaga hafi brotið af sér yfir tíu ára tímabil og telji fórnarlömbin mögulega hafa verið mun fleiri en þau 48 sem vitað er um. Var Sinaga þannig aðeins sakfelldur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 2015 til 2017.
Bretland England Indónesía Tengdar fréttir Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. 6. janúar 2020 13:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. 6. janúar 2020 13:00