„Sveinn er einn efnilegasti línumaður sem við Íslendingar höfum eignast síðustu ár“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2020 16:45 Sveinn lék með ÍR í Olís-deild karla á síðasta tímabili. vísir/bára Sveinn Jóhannsson, tvítugur línumaður SönderjyskE í Danmörku, var valinn í 17 manna hóp Íslands fyrir EM 2020. Sveinn kemur inn í íslenska hópinn í stað Daníels Þórs Ingasonar sem er fingurbrotinn. Sveinn er því á leið á sitt fyrsta stórmót. Hann hefur aðeins leikið sjö landsleiki og skorað í þeim 14 mörk. Klippa: Sveinn á leið á sitt fyrsta stórmót Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Sýn og handboltasérfræðingur, hefur mikið álit á Sveini. „Hann er einn efnilegasti línumaður sem við Íslendingar höfum eignast síðustu ár. Hann vakti athygli með yngri landsliðum Íslands. Hann er stór og sterkur og feykilega öflugur varnarmaður,“ segir Gaupi um Svein sem lék með Fjölni og ÍR áður en hann hélt út í atvinnumennsku í fyrra. „Hann hefur leikið vel í Danmörku í vetur og kannski betur en reiknað var með. Hann glímdi við meiðsli er hann lék með ÍR á síðasta tímabili. Hann er klárlega framtíðarlínumaður landsliðsins ásamt Ými Erni Gíslasyni. Þeir eiga það báðir sammerkt að geta komist í allra fremstu röð sem varnarmenn.“ Gaupi vill að Sveinn og Ýmir fái tækifæri í sókninni á EM. „Auðvitað er Sveinn óskrifað blað í sókn. Þar á hann hins vegar mikið inni en vonandi fær hann tækifæri til að sýna í hvað í honum býr ásamt Ými. Mér finnst engin ástæða til að hafa þá lengur á kantinum í sókninni,“ segir Gaupi. „Þeirra tími er kominn og nú er að kasta þeim út í djúpu laugina. Þeir munu örugglega komast í land og snerta bakkann fyrr en menn halda.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frábæra af EM-hópnum HSÍ fór nýja leið til þess að kynna leikmannahópinn fyrir EM í dag. Hópurinn var birtur á myndbandi. 7. janúar 2020 16:30 Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn | Aron og Bjarki Már æfðu í morgun Læknir og sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru bjartsýnir að Elvar Örn Jónsson verði klár í slaginn fyrir EM 2020. 7. janúar 2020 16:17 EM-hópurinn: Sveinn kemur í stað Daníels Þórs Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt í þessu sautján manna leikmannahóp sem fer á EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 16:00 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Sveinn Jóhannsson, tvítugur línumaður SönderjyskE í Danmörku, var valinn í 17 manna hóp Íslands fyrir EM 2020. Sveinn kemur inn í íslenska hópinn í stað Daníels Þórs Ingasonar sem er fingurbrotinn. Sveinn er því á leið á sitt fyrsta stórmót. Hann hefur aðeins leikið sjö landsleiki og skorað í þeim 14 mörk. Klippa: Sveinn á leið á sitt fyrsta stórmót Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Sýn og handboltasérfræðingur, hefur mikið álit á Sveini. „Hann er einn efnilegasti línumaður sem við Íslendingar höfum eignast síðustu ár. Hann vakti athygli með yngri landsliðum Íslands. Hann er stór og sterkur og feykilega öflugur varnarmaður,“ segir Gaupi um Svein sem lék með Fjölni og ÍR áður en hann hélt út í atvinnumennsku í fyrra. „Hann hefur leikið vel í Danmörku í vetur og kannski betur en reiknað var með. Hann glímdi við meiðsli er hann lék með ÍR á síðasta tímabili. Hann er klárlega framtíðarlínumaður landsliðsins ásamt Ými Erni Gíslasyni. Þeir eiga það báðir sammerkt að geta komist í allra fremstu röð sem varnarmenn.“ Gaupi vill að Sveinn og Ýmir fái tækifæri í sókninni á EM. „Auðvitað er Sveinn óskrifað blað í sókn. Þar á hann hins vegar mikið inni en vonandi fær hann tækifæri til að sýna í hvað í honum býr ásamt Ými. Mér finnst engin ástæða til að hafa þá lengur á kantinum í sókninni,“ segir Gaupi. „Þeirra tími er kominn og nú er að kasta þeim út í djúpu laugina. Þeir munu örugglega komast í land og snerta bakkann fyrr en menn halda.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frábæra af EM-hópnum HSÍ fór nýja leið til þess að kynna leikmannahópinn fyrir EM í dag. Hópurinn var birtur á myndbandi. 7. janúar 2020 16:30 Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn | Aron og Bjarki Már æfðu í morgun Læknir og sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru bjartsýnir að Elvar Örn Jónsson verði klár í slaginn fyrir EM 2020. 7. janúar 2020 16:17 EM-hópurinn: Sveinn kemur í stað Daníels Þórs Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt í þessu sautján manna leikmannahóp sem fer á EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 16:00 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Sjáðu myndbandið frábæra af EM-hópnum HSÍ fór nýja leið til þess að kynna leikmannahópinn fyrir EM í dag. Hópurinn var birtur á myndbandi. 7. janúar 2020 16:30
Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn | Aron og Bjarki Már æfðu í morgun Læknir og sjúkraþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru bjartsýnir að Elvar Örn Jónsson verði klár í slaginn fyrir EM 2020. 7. janúar 2020 16:17
EM-hópurinn: Sveinn kemur í stað Daníels Þórs Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt í þessu sautján manna leikmannahóp sem fer á EM í Svíþjóð. 7. janúar 2020 16:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða