Fundu fjarlæga reikistjörnu á braut um tvær stjörnur Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2020 22:00 Sólkerfið er með tvær stjörnur. Önnur er sambærileg okkar sól en hin er minni og kaldari. Þær snúast um hvora aðra. Vísir/NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur fundið fjarreikistjörnu sem er að er á braut um tvær stjörnur. Nánar tiltekið var það ungur maður í sem var nýbúinn að ljúka fjölbrautaskóla og var í starfsnámi hjá NASA sem fann reikistjörnuna þegar hann var að fara yfir gögn úr bandaríska geimsjónaukanum TESS. Þetta er fyrsta slíka reikistjarnan sem finnst með TESS. Wolf Cukier var að fara yfir gögn sem snúa að sólkerfinu TOI 1338 og eftir einungis þrjá daga í starfi fann hann reikistjörnuna, sem hefur fengið TOI 1338 b. Sólkerfið er með tvær stjörnur. Önnur er sambærileg okkar sól en hin er minni og kaldari. Þær snúast um hvora aðra. Til að finna reikistjörnur á braut um stjörnur er myndavélum beint að þeim yfir 27 daga og taka fjórar myndavélar myndir á 30 mínútna fresti. Þannig er hægt að sjá hvort að reikistjörnur skyggi á þær. Það er þó erfiðara að greina reikistjörnur á braut um tvær stjörnur þar sem önnur stjarnan skyggir reglulega á hinar. „Fyrst hélt ég að minni stjarnan væri að fara fyrir þá stærri en tímasetningin passaði ekki. Þetta reyndist vera reikistjarna,“ er haft eftir Cukier á vef NASA. Sólkerfið er í um 1.300 ljósára fjarlægð og reikistjarnan TOI 1338 b er um 6,9 sinnum stærri en jörðin, eða á stærð við Satúrnus. Hún fer hring um stjörnurnar tvær á 95 dögum og á nánast samsíða brautarplani sólanna tveggja. Eftir að reikistjarnan fannst með TESS voru tæki á jörðu niðri notuð til að staðfesta tilvist TOI 1338 b. TESS var einnig nýverið notaður til að finna fjarreikisstjörnu með líkindum við jörðina. Sjá einnig: Nýlegur geimsjónauki fann sína fyrstu reikistjörnu með líkindi við jörðina Sjónaukinn er í raun notaður til að fylgjast með milljónum stjarna í einu og hafa forsvarsmenn NASA leitað til almennings til að fara yfir gögnin frá sjónaukanum og benda á mögulegar reikistjörnur og áhugaverð sólkerfi.Fréttin hefur verið uppfærð. Geimurinn Vísindi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur fundið fjarreikistjörnu sem er að er á braut um tvær stjörnur. Nánar tiltekið var það ungur maður í sem var nýbúinn að ljúka fjölbrautaskóla og var í starfsnámi hjá NASA sem fann reikistjörnuna þegar hann var að fara yfir gögn úr bandaríska geimsjónaukanum TESS. Þetta er fyrsta slíka reikistjarnan sem finnst með TESS. Wolf Cukier var að fara yfir gögn sem snúa að sólkerfinu TOI 1338 og eftir einungis þrjá daga í starfi fann hann reikistjörnuna, sem hefur fengið TOI 1338 b. Sólkerfið er með tvær stjörnur. Önnur er sambærileg okkar sól en hin er minni og kaldari. Þær snúast um hvora aðra. Til að finna reikistjörnur á braut um stjörnur er myndavélum beint að þeim yfir 27 daga og taka fjórar myndavélar myndir á 30 mínútna fresti. Þannig er hægt að sjá hvort að reikistjörnur skyggi á þær. Það er þó erfiðara að greina reikistjörnur á braut um tvær stjörnur þar sem önnur stjarnan skyggir reglulega á hinar. „Fyrst hélt ég að minni stjarnan væri að fara fyrir þá stærri en tímasetningin passaði ekki. Þetta reyndist vera reikistjarna,“ er haft eftir Cukier á vef NASA. Sólkerfið er í um 1.300 ljósára fjarlægð og reikistjarnan TOI 1338 b er um 6,9 sinnum stærri en jörðin, eða á stærð við Satúrnus. Hún fer hring um stjörnurnar tvær á 95 dögum og á nánast samsíða brautarplani sólanna tveggja. Eftir að reikistjarnan fannst með TESS voru tæki á jörðu niðri notuð til að staðfesta tilvist TOI 1338 b. TESS var einnig nýverið notaður til að finna fjarreikisstjörnu með líkindum við jörðina. Sjá einnig: Nýlegur geimsjónauki fann sína fyrstu reikistjörnu með líkindi við jörðina Sjónaukinn er í raun notaður til að fylgjast með milljónum stjarna í einu og hafa forsvarsmenn NASA leitað til almennings til að fara yfir gögnin frá sjónaukanum og benda á mögulegar reikistjörnur og áhugaverð sólkerfi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Geimurinn Vísindi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira