Erdogan varar Evrópu við líbískri ógn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2020 15:50 Erdogan Tyrklandsforseti segir að Evrópa þurfi að gæta sín vegna nýrra ógna í Líbíu. getty/Sean Gallup Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Erdogan sagði í grein, sem var birt í Politico kvöldið áður en friðarviðræður á milli stríðandi fylkinga í Líbíu áttu að hefjast í Berlínarborg, að Evrópusambandið hefði brugðist ríkisstjórninni (GNA) og þar með „svikið eigin grunngildi, þar á meðal lýðræði og mannréttindi.“ Ríkisstjórnin, undir stjórn Fayez al-Sarraj, hefur tekist á við vígasveitir stríðsherrans Khalifa Haftar síðan í apríl í fyrra en hersveitir hans halda til í austurhluta landsins. Meira en 280 almennir borgarar og tvö þúsund hermenn hafa látið lífið í átökunum og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. „Evrópa mun standa frammi fyrir nýjum vandamálum og ógnum ef viðurkennd ríkisstjórn Líbíu fellur,“ skrifaði Erdogan. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti (t.h.) og Fayez al-Sarraj, forseti Líbíu (t.v.)epa/ TURKISH PRESIDENT PRESS OFFICE H „Hryðjuverkasamtök líkt og ISIS og al-Qaida, sem sigrast var á í Sýrlandi og Írak, munu finna frjóan svörð til að koma sér aftur á fætur.“ Leiðtogar Rússlands, Tyrklands og Frakklands munu á morgun mæta til Berlínar til að taka þátt í friðarviðræðunum, sem haldnar eru af Sameinuðu þjóðunum. Vonast er til þess að erlend stórveldi sem eru áhrifamikil á svæðinu heiti því að hætta að skipta sér af átökunum, sama hvort það eigi við vopnaviðskipti, að útvega herafla eða með fjármögnun. Einnig munu leiðtogar beggja fylkinga, Haftar og Sarraj, vera viðstaddir fundinum sem er sá stærsti um átökin síðan 2018. Stríð hefur geisað milli tveggja hliða í Líbíu síðan 2011 þegar andspyrnuhreyfing, sem hlaut stuðning NATO, kom einræðisherranum Muammar Gaddafi fyrir kattarnef og lauk þar með harðstjórn hans. Þrátt fyrir að ríkisstjórn Sarraj sé viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum, hafa einhverjar stórþjóðir hundsað það og stutt Haftar. Stríðið er því ekki bara á milli stríðandi fylkinga innan ríkisins heldur eru erlend stórveldi nú að fjárfesta í því til að tryggja eigin hagsmuni. Líbía Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Erdogan sagði í grein, sem var birt í Politico kvöldið áður en friðarviðræður á milli stríðandi fylkinga í Líbíu áttu að hefjast í Berlínarborg, að Evrópusambandið hefði brugðist ríkisstjórninni (GNA) og þar með „svikið eigin grunngildi, þar á meðal lýðræði og mannréttindi.“ Ríkisstjórnin, undir stjórn Fayez al-Sarraj, hefur tekist á við vígasveitir stríðsherrans Khalifa Haftar síðan í apríl í fyrra en hersveitir hans halda til í austurhluta landsins. Meira en 280 almennir borgarar og tvö þúsund hermenn hafa látið lífið í átökunum og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. „Evrópa mun standa frammi fyrir nýjum vandamálum og ógnum ef viðurkennd ríkisstjórn Líbíu fellur,“ skrifaði Erdogan. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti (t.h.) og Fayez al-Sarraj, forseti Líbíu (t.v.)epa/ TURKISH PRESIDENT PRESS OFFICE H „Hryðjuverkasamtök líkt og ISIS og al-Qaida, sem sigrast var á í Sýrlandi og Írak, munu finna frjóan svörð til að koma sér aftur á fætur.“ Leiðtogar Rússlands, Tyrklands og Frakklands munu á morgun mæta til Berlínar til að taka þátt í friðarviðræðunum, sem haldnar eru af Sameinuðu þjóðunum. Vonast er til þess að erlend stórveldi sem eru áhrifamikil á svæðinu heiti því að hætta að skipta sér af átökunum, sama hvort það eigi við vopnaviðskipti, að útvega herafla eða með fjármögnun. Einnig munu leiðtogar beggja fylkinga, Haftar og Sarraj, vera viðstaddir fundinum sem er sá stærsti um átökin síðan 2018. Stríð hefur geisað milli tveggja hliða í Líbíu síðan 2011 þegar andspyrnuhreyfing, sem hlaut stuðning NATO, kom einræðisherranum Muammar Gaddafi fyrir kattarnef og lauk þar með harðstjórn hans. Þrátt fyrir að ríkisstjórn Sarraj sé viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum, hafa einhverjar stórþjóðir hundsað það og stutt Haftar. Stríðið er því ekki bara á milli stríðandi fylkinga innan ríkisins heldur eru erlend stórveldi nú að fjárfesta í því til að tryggja eigin hagsmuni.
Líbía Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37
Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03
Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15