Vöxtur seinni bylgjunnar hægari en óvissan mikil Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2020 17:59 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýútgefnu spálíkani Háskóla Íslands, Landlæknisembættisins og Landspítalans. Líklegt er að dagleg nýgreind smit verði á milli 0 og 5. Vöxtur hinnar svokölluðu seinni bylgju faraldursins hefur ekki verið jafn hraður og þeirrar fyrri. Þó er mikil óvissa um framvinduna. Í líkaninu eru sett fram svokölluð spábil, en þeim er ætlað að sýna fram á líkur þess að fjöldi nýgreindra á degi hverjum verði innan ákveðinna marka. Hér að neðan má sjá graf sem unnið var út frá líkaninu. Dekksta spábilið er reiknað svo að 50% líkur séu á það innihaldi rétt gildi, 60% líkur fyrir það næst dekksta og önnur spábilin miða við 70%, 80%, 90% og 95% líkur. Graf sem sýnir líkur á daglegum greindum innanlandssmitum og uppsöfnun innlendra smita.Háskóli Íslands Samkvæmt líkaninu, sem nær til næstu þriggja vikna, er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á milli 0 til 5. Sá fjöldi gæti þó náð hátt í 12, en minni líkur eru taldar á því. Þá er uppsafnaður fjöldi smita á sama tímabili sagður líklegur til að vera um 150 en gæti þó orðið allt að 300. Þetta er sagt ráðast af því „hversu vel tekst til við að viðhalda opinberum og einstaklingsbundnum sóttvörnum auk mögulegra áhrifa vegna upphafs nýs skólaárs.“ Þá er ekki talið tímabært að spá fyrir um fjölda spítalainnlagna eins og sakir standa. Í útskýringum með líkaninu er tekið fram að ástandið verði áfram vaktað og ef gögnin bendi til hraðari vaxtar verði þörf á spá um spítalainnlagnir endurmetin. Spáin byggir, líkt og aðrar sem reistar eru á grundvelli tölfræðilíkana, á því að læra af fyrirliggjandi gögnum. Því er gengið út frá því að aðstæður séu svipaðar, eins og segir í útskýringum með gögnum líkansins. „Á næstu vikum þá hefjast skólar og aðstæður munu breytast. Því er erfitt að segja til um hvort vöxturinn haldist stöðugur til lengri tíma og óljóst er hvort við séum á leiðinni upp í langa og stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju.“ Vöxturinn hægari en óvissan mikil Sé hin svokallaða seinni bylgja kórónuveirufaraldursins hér á landi borin saman við þá fyrri, sem hófst í lok febrúar, sést að vöxtur þeirrar seinni er ekki jafn hraður og þeirrar fyrri. „Takmörkun samkoma við 100 manns var innleidd á áttunda degi annarrar bylgju en á tólfta degi í fyrstu bylgju, sem er fjögurra daga munur. Þessi skjótu viðbrögð ásamt því að samkomur voru þá þegar takmarkaðar við 500 manns gætu hafa haft áhrif á þróun faraldursins. Óvissan um framgang faraldursins er þó mikil. Fleiri smit greinast nú utan sóttkvíar og hlutfall smita sem ekki hefur tekist að rekja er einnig hærra nú. Samanburður á vexti bylgjanna tveggja.Háskóli Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira
Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýútgefnu spálíkani Háskóla Íslands, Landlæknisembættisins og Landspítalans. Líklegt er að dagleg nýgreind smit verði á milli 0 og 5. Vöxtur hinnar svokölluðu seinni bylgju faraldursins hefur ekki verið jafn hraður og þeirrar fyrri. Þó er mikil óvissa um framvinduna. Í líkaninu eru sett fram svokölluð spábil, en þeim er ætlað að sýna fram á líkur þess að fjöldi nýgreindra á degi hverjum verði innan ákveðinna marka. Hér að neðan má sjá graf sem unnið var út frá líkaninu. Dekksta spábilið er reiknað svo að 50% líkur séu á það innihaldi rétt gildi, 60% líkur fyrir það næst dekksta og önnur spábilin miða við 70%, 80%, 90% og 95% líkur. Graf sem sýnir líkur á daglegum greindum innanlandssmitum og uppsöfnun innlendra smita.Háskóli Íslands Samkvæmt líkaninu, sem nær til næstu þriggja vikna, er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á milli 0 til 5. Sá fjöldi gæti þó náð hátt í 12, en minni líkur eru taldar á því. Þá er uppsafnaður fjöldi smita á sama tímabili sagður líklegur til að vera um 150 en gæti þó orðið allt að 300. Þetta er sagt ráðast af því „hversu vel tekst til við að viðhalda opinberum og einstaklingsbundnum sóttvörnum auk mögulegra áhrifa vegna upphafs nýs skólaárs.“ Þá er ekki talið tímabært að spá fyrir um fjölda spítalainnlagna eins og sakir standa. Í útskýringum með líkaninu er tekið fram að ástandið verði áfram vaktað og ef gögnin bendi til hraðari vaxtar verði þörf á spá um spítalainnlagnir endurmetin. Spáin byggir, líkt og aðrar sem reistar eru á grundvelli tölfræðilíkana, á því að læra af fyrirliggjandi gögnum. Því er gengið út frá því að aðstæður séu svipaðar, eins og segir í útskýringum með gögnum líkansins. „Á næstu vikum þá hefjast skólar og aðstæður munu breytast. Því er erfitt að segja til um hvort vöxturinn haldist stöðugur til lengri tíma og óljóst er hvort við séum á leiðinni upp í langa og stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju.“ Vöxturinn hægari en óvissan mikil Sé hin svokallaða seinni bylgja kórónuveirufaraldursins hér á landi borin saman við þá fyrri, sem hófst í lok febrúar, sést að vöxtur þeirrar seinni er ekki jafn hraður og þeirrar fyrri. „Takmörkun samkoma við 100 manns var innleidd á áttunda degi annarrar bylgju en á tólfta degi í fyrstu bylgju, sem er fjögurra daga munur. Þessi skjótu viðbrögð ásamt því að samkomur voru þá þegar takmarkaðar við 500 manns gætu hafa haft áhrif á þróun faraldursins. Óvissan um framgang faraldursins er þó mikil. Fleiri smit greinast nú utan sóttkvíar og hlutfall smita sem ekki hefur tekist að rekja er einnig hærra nú. Samanburður á vexti bylgjanna tveggja.Háskóli Íslands
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Sjá meira