Fagnar því að hafa ekki fengið „jólagjöf“ frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2020 11:29 Harry Harris, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. AP/Heo Ran Harry Harris, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu, segist ánægður með að hafa ekki fengið hina óvæntu „jólagjöf“ sem yfirvöld Norður-Kóreu höfðu lofað að gefa Bandaríkjunum. Þá segir hann Donald Turmp, forseta, enn sannfærðan um að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi, þrátt fyrir að viðræðum á milli ríkjanna hafi verið slitið. Kim hafði hótað því að gefa Bandaríkjunum óvænta jólagjöf ef ekki yrði komið til móts við hann en einræðisherrann grimmi vill losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, áður en hann tekur skref í átt afvopnunar. Bandaríkin vilja aðgerðir frá Norður-Kóreu áður en létt verði á þrýstingnum. Harris sagði við blaðamenn í morgun að forsvarsmenn Bandaríkjanna hafi verið ánægðir með að Kim hafi ekki fyrirskipað nýja tilraun með langdrægar eldflaugar eða jafnvel kjarnorkuvopn. Hann sagði bæði að bæði Trump og Moon Jea-in, forseti Suður-Kóreu, væru opnir fyrir því að hefja viðræður á nýjan leik og ákvörðunin væri Kim. Harris sagði í morgun að Trump hefði trú á því að Kim myndi standa við skuldbindingar sínar í Singapúr. Skák, póker, damm eða mósaík Kim og Trump hafa þrisvar sinnum hist. Í fyrsta sinn í Singapúr árið 2018. Þá skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag varðandi kjarnorkuvopn sem Trump sagði þýða að Norður-Kórea myndi á endanum láta vopn sína af hendi. Norður-Kóreumenn sögðu það tákna að Bandaríkin ættu að flytja öll kjarnorkuvopn sín af svæðinu. Tveir fundir þeirra til viðbótar hafa engum árangri skilað og er ekki útlit fyrir frekari viðræður á næstunni. Kim sagði á fundi flokks síns í lok síðasta mánaðar að hann myndi aldrei láta vopn sína af hendi á meðan Bandaríkin héldu „óvinveittri“ stefnu þeirra gagnvart Norður-Kóreu til streitu. Þar að auki ætlaði hann að sýna nýtt vopn á næstunni og sagðist ekki lengur bundinn vopnatilrauna-hléi sem hann sjálfur setti á fyrir fund sinn með Trump í Singapúr. Trump sagði í gær að hann sæi viðræðurnar við Norður-Kóreu fyrir sér sem „fallega skák viðureign“, „eða póker“, „eða…ég get ekki notað damm því þetta er miklu magnaðra en nokkur damm viðureign sem ég hef séð, en þetta er mjög falleg mósaík,“ eins og forsetinn orðaði það. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25 Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-Kóreu Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. 17. desember 2019 10:54 Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50 Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27 Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar "sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. 30. desember 2019 22:15 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Innlent Fleiri fréttir Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Harry Harris, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu, segist ánægður með að hafa ekki fengið hina óvæntu „jólagjöf“ sem yfirvöld Norður-Kóreu höfðu lofað að gefa Bandaríkjunum. Þá segir hann Donald Turmp, forseta, enn sannfærðan um að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi, þrátt fyrir að viðræðum á milli ríkjanna hafi verið slitið. Kim hafði hótað því að gefa Bandaríkjunum óvænta jólagjöf ef ekki yrði komið til móts við hann en einræðisherrann grimmi vill losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, áður en hann tekur skref í átt afvopnunar. Bandaríkin vilja aðgerðir frá Norður-Kóreu áður en létt verði á þrýstingnum. Harris sagði við blaðamenn í morgun að forsvarsmenn Bandaríkjanna hafi verið ánægðir með að Kim hafi ekki fyrirskipað nýja tilraun með langdrægar eldflaugar eða jafnvel kjarnorkuvopn. Hann sagði bæði að bæði Trump og Moon Jea-in, forseti Suður-Kóreu, væru opnir fyrir því að hefja viðræður á nýjan leik og ákvörðunin væri Kim. Harris sagði í morgun að Trump hefði trú á því að Kim myndi standa við skuldbindingar sínar í Singapúr. Skák, póker, damm eða mósaík Kim og Trump hafa þrisvar sinnum hist. Í fyrsta sinn í Singapúr árið 2018. Þá skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag varðandi kjarnorkuvopn sem Trump sagði þýða að Norður-Kórea myndi á endanum láta vopn sína af hendi. Norður-Kóreumenn sögðu það tákna að Bandaríkin ættu að flytja öll kjarnorkuvopn sín af svæðinu. Tveir fundir þeirra til viðbótar hafa engum árangri skilað og er ekki útlit fyrir frekari viðræður á næstunni. Kim sagði á fundi flokks síns í lok síðasta mánaðar að hann myndi aldrei láta vopn sína af hendi á meðan Bandaríkin héldu „óvinveittri“ stefnu þeirra gagnvart Norður-Kóreu til streitu. Þar að auki ætlaði hann að sýna nýtt vopn á næstunni og sagðist ekki lengur bundinn vopnatilrauna-hléi sem hann sjálfur setti á fyrir fund sinn með Trump í Singapúr. Trump sagði í gær að hann sæi viðræðurnar við Norður-Kóreu fyrir sér sem „fallega skák viðureign“, „eða póker“, „eða…ég get ekki notað damm því þetta er miklu magnaðra en nokkur damm viðureign sem ég hef séð, en þetta er mjög falleg mósaík,“ eins og forsetinn orðaði það.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25 Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-Kóreu Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. 17. desember 2019 10:54 Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50 Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27 Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar "sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. 30. desember 2019 22:15 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Innlent Fleiri fréttir Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25
Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-Kóreu Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. 17. desember 2019 10:54
Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50
Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27
Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar "sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. 30. desember 2019 22:15