„Fólk er eðlilega í sjokki“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. janúar 2020 20:32 Frá Flateyri í nótt. Aðsend Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Flateyri um hádegisbil og hafa um fjörutíu íbúar leitað þangað eftir snjóflóðin sem féllu í bænum undir miðnætti í gærkvöldi. Tuttugu manna áfallateymi kom með varðskipinu Þór á öðrum tímanum í dag. Björgunarsveitarmaður segir fólk slegið og að margir hafi þegið áfallahjálp. Björgunarsveitin Sæbjörg kom að opnun fjöldahjálparstöðvarinnar á Flateyri upp úr eitt í dag ásamt björgunarfólki, fólki frá Rauða krossinum, lækni, hjúkrunarfræðingum og sálfræðingi. Björgunarsveit bauðst til að sækja fólk ef þörf var á og boðið var upp á vistir og dýnur fyrir þá sem þangað sóttu í dag. „Fólk er eðlilega í sjokki og er að leita eftir því að tjá sig aðeins og vill aðeins tala um þetta, það sem er framundan,“ segir Davíð Björn Kjartansson, björgunarsveitarmaður frá Ísafirði, sem starfað hefur við fjöldahjálparstöðina á Flateyri í dag. Er fólki veitt hjálp eða þarf það að biðja sérstaklega um hana? „Það er allur gangur á því. Það eru hérna sálfræðingar sem stýra þessu sem hafa boðið upp á það og eins líka bara rætt við fólkið og verið með þessa nánd.“ Finnurðu einhvern ótta hjá fólki? „Já, eðlilega. Það er ótti og maður skilur það vel en það er gott að tala um hann og segja frá.“ Davíð segir að áfallateymið verði á staðnum eins lengi og þörf krefur. „Við verðum hérna til taks ef á þarf að halda.“ Mikil áfallahjálp er framundan á Vestfjörðum eftir snjóflóðin sem féllu á Vestfjörðum seint í gærkvöldi: tvö á Flateyri og eitt við Suðureyri. Tvær fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar til viðbótar við þá á Flateyri; í Kiwanis-húsinu á Ísafirði og í Fisherman á Suðureyri. Þangað hafa tugir einnig sótt aðstoð í dag. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir „Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur að flóðunum. 15. janúar 2020 19:30 „Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04 „Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44 Mikil áfallahjálp framundan Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. 15. janúar 2020 18:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Fjöldahjálparstöð var opnuð í grunnskólanum á Flateyri um hádegisbil og hafa um fjörutíu íbúar leitað þangað eftir snjóflóðin sem féllu í bænum undir miðnætti í gærkvöldi. Tuttugu manna áfallateymi kom með varðskipinu Þór á öðrum tímanum í dag. Björgunarsveitarmaður segir fólk slegið og að margir hafi þegið áfallahjálp. Björgunarsveitin Sæbjörg kom að opnun fjöldahjálparstöðvarinnar á Flateyri upp úr eitt í dag ásamt björgunarfólki, fólki frá Rauða krossinum, lækni, hjúkrunarfræðingum og sálfræðingi. Björgunarsveit bauðst til að sækja fólk ef þörf var á og boðið var upp á vistir og dýnur fyrir þá sem þangað sóttu í dag. „Fólk er eðlilega í sjokki og er að leita eftir því að tjá sig aðeins og vill aðeins tala um þetta, það sem er framundan,“ segir Davíð Björn Kjartansson, björgunarsveitarmaður frá Ísafirði, sem starfað hefur við fjöldahjálparstöðina á Flateyri í dag. Er fólki veitt hjálp eða þarf það að biðja sérstaklega um hana? „Það er allur gangur á því. Það eru hérna sálfræðingar sem stýra þessu sem hafa boðið upp á það og eins líka bara rætt við fólkið og verið með þessa nánd.“ Finnurðu einhvern ótta hjá fólki? „Já, eðlilega. Það er ótti og maður skilur það vel en það er gott að tala um hann og segja frá.“ Davíð segir að áfallateymið verði á staðnum eins lengi og þörf krefur. „Við verðum hérna til taks ef á þarf að halda.“ Mikil áfallahjálp er framundan á Vestfjörðum eftir snjóflóðin sem féllu á Vestfjörðum seint í gærkvöldi: tvö á Flateyri og eitt við Suðureyri. Tvær fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar til viðbótar við þá á Flateyri; í Kiwanis-húsinu á Ísafirði og í Fisherman á Suðureyri. Þangað hafa tugir einnig sótt aðstoð í dag.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir „Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur að flóðunum. 15. janúar 2020 19:30 „Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04 „Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44 Mikil áfallahjálp framundan Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. 15. janúar 2020 18:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
„Það var hlegið að mér þegar ég viðraði áhyggjur af varnargörðunum“ Eigandi útgerðarfyrirtækis sem er meðal þeirra sem missti bátinn sinn í snjóflóðinu á Flateyri í gær er afar ósátt við að varnagarðar við bæinn hafi ekki haldið betur aftur að flóðunum. 15. janúar 2020 19:30
„Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri. 15. janúar 2020 11:04
„Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. 15. janúar 2020 11:44
Mikil áfallahjálp framundan Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. 15. janúar 2020 18:09