Guðmundur: Við þurfum að skoða frammistöðu okkar vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2020 19:09 Ísland tapaði illa fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í riðlakeppni EM í handbolta, 24-18. Eftir fínan fyrri hálfleik datt allur botn úr leik Íslands í þeim síðari og skoraði Ísland aðeins eitt mark á síðustu sautján mínútum leiksins. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, þar sem okkur tekst að spila frábæran handbolta í vörn og sókn. Þeir skoruðu aðeins níu mörk í fyrri hálfleiknum og ákefðin okkur var fín. Ég hefði þó viljað fara inn í seinni hálfleikinn með fimm marka forystu - það hefði breytt miklu,“ sagði landsliðsþjálfarinn. „Við komumst svo ágætlega af stað í seinni hálfleik en förum þó illa með nokkur dauðafæri. Svo kemur afspyrnuslakur kafli í seinni hálfleik sem endar með að þeir komast yfir. Við gáfum svo eftir í vörninni okkar síðustu 20 mínútur leiksins. Það vantaði grimmd og að við kæmum framar í vörninni.“ Hann segir að frammistaða línumannsins Bence Banhidi, sem skoraði átta mörk úr tíu skotum, hafi gert útslagið. „Hann gerði í raun út um leikinn en það breytir því ekki að síðustu 20 mínúturnar okkar voru mjög slakar. Við skoruðum aðeins sex mörk í seinni hálfleik og klúðrum fjórum vítum í leiknum. Það er ekki gott.“ Guðmundur segir að það sé ekki mikill tími til að dvelja við þetta tap en hann vilji þó skoða frammistöðu Íslands vel áður en lengra er haldið. „Sérstaklega frammistöðuna í seinni hálfleik. Við vorum frábærir eftir leikhléið sem við tókum í fyrri hálfleik en svo gerist eitthvað í síðari hálfleik sem við þurfum að skoða vel, áður en við hugsum um næsta andstæðing og skoðum hann. Það er vissulega stutt á milli leikja en svona er þetta bara.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Þetta er mjög súrt núna Alexander Petersson var skiljanlega svekktur með að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 í dag. 15. janúar 2020 19:01 Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup Fyrirliðinn segir að menn höfðu lagt allt sitt í sölurnar í kvöld. 15. janúar 2020 19:01 Ýmir: Þetta var erfitt Valsmaðurinn var vonsvikinn eftir tapið fyrir Ungverjum. 15. janúar 2020 19:00 Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48 Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira
Ísland tapaði illa fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í riðlakeppni EM í handbolta, 24-18. Eftir fínan fyrri hálfleik datt allur botn úr leik Íslands í þeim síðari og skoraði Ísland aðeins eitt mark á síðustu sautján mínútum leiksins. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, þar sem okkur tekst að spila frábæran handbolta í vörn og sókn. Þeir skoruðu aðeins níu mörk í fyrri hálfleiknum og ákefðin okkur var fín. Ég hefði þó viljað fara inn í seinni hálfleikinn með fimm marka forystu - það hefði breytt miklu,“ sagði landsliðsþjálfarinn. „Við komumst svo ágætlega af stað í seinni hálfleik en förum þó illa með nokkur dauðafæri. Svo kemur afspyrnuslakur kafli í seinni hálfleik sem endar með að þeir komast yfir. Við gáfum svo eftir í vörninni okkar síðustu 20 mínútur leiksins. Það vantaði grimmd og að við kæmum framar í vörninni.“ Hann segir að frammistaða línumannsins Bence Banhidi, sem skoraði átta mörk úr tíu skotum, hafi gert útslagið. „Hann gerði í raun út um leikinn en það breytir því ekki að síðustu 20 mínúturnar okkar voru mjög slakar. Við skoruðum aðeins sex mörk í seinni hálfleik og klúðrum fjórum vítum í leiknum. Það er ekki gott.“ Guðmundur segir að það sé ekki mikill tími til að dvelja við þetta tap en hann vilji þó skoða frammistöðu Íslands vel áður en lengra er haldið. „Sérstaklega frammistöðuna í seinni hálfleik. Við vorum frábærir eftir leikhléið sem við tókum í fyrri hálfleik en svo gerist eitthvað í síðari hálfleik sem við þurfum að skoða vel, áður en við hugsum um næsta andstæðing og skoðum hann. Það er vissulega stutt á milli leikja en svona er þetta bara.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Þetta er mjög súrt núna Alexander Petersson var skiljanlega svekktur með að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 í dag. 15. janúar 2020 19:01 Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup Fyrirliðinn segir að menn höfðu lagt allt sitt í sölurnar í kvöld. 15. janúar 2020 19:01 Ýmir: Þetta var erfitt Valsmaðurinn var vonsvikinn eftir tapið fyrir Ungverjum. 15. janúar 2020 19:00 Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48 Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira
Alexander: Þetta er mjög súrt núna Alexander Petersson var skiljanlega svekktur með að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 í dag. 15. janúar 2020 19:01
Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup Fyrirliðinn segir að menn höfðu lagt allt sitt í sölurnar í kvöld. 15. janúar 2020 19:01
Ýmir: Þetta var erfitt Valsmaðurinn var vonsvikinn eftir tapið fyrir Ungverjum. 15. janúar 2020 19:00
Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48
Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45