Logi Geirsson, handboltaspekingur og fyrrum landsliðsmaður, er hrifinn af íslenska landsliðinu líkt og flestir aðrir Íslendingar.
Ísland vann stórsigur á Rússlandi í gær eftir að hafa unnið heims- og Ólympíumeistara Dana í fyrstu umferðinni.
Eftir jafntefli Dana og Ungverja í gær er Ísland komið í milliriðilinn. Logi er þaulreyndur landsliðsmaður og líst vel á íslenska liðið.
„Eru þið að átta ykkur á stöðunni? Erum komin í milliriðla. Getum tekið með okkur stig. Mætum Portúgal, Slóveníu, Noregi og Svíþjóð. Þetta er galopið,“ sagði Logi.
Eruð þið að átta ykkur á stöðunni erum komin í milliriðla. Getum tekið með okkur stig. Mætum Portúgal, Slóveníu, Noregi og Svíþjóð. Þetta er galopið liðið geyslar af sjálfstrausti, jafnvægi og samstöðu. Allir heilir. Ekki vekja mig... @HSI_Iceland#emruv#handbolti
— Logi Geirsson (@logigeirsson) January 13, 2020
„Liðið geislar af sjálfstrausti, jafnvægi og framstöðu. Allir heilir. Ekki vekja mig,“ bætti jákvæður Logi við.
Íslenska liðið leikur sinn síðasta leik í riðlinum á morgun er þeir mæta Ungverjum. Sigur tryggir Íslandi tvö stig í milliriðil en jafntefli eitt.