Booker dregur framboð sitt til baka Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 16:19 Booker náði ekki inn í sjónvarpskappræður demókrata og hefur ákveðið að draga sig í hlé. Vísir/EPA Cory Booker, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New Jersey, hefur dregið framboð sitt í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum til baka. Hann þótti líklegur til afreka í upphafi en framboð hans komst aldrei á flug. Fylgi Booker hefur aðeins mælst nokkur prósent í skoðanakönnunum og honum tókst því ekki að vinna sér sæti í tvennum síðustu sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvalinu. New York Times segir að Booker hafi lagt áherslu á frið og sátt en þau skilaboð hafi ekki höfðað til kjósenda sem vilja ganga harðar fram gegn Donald Trump forseta. „Ég tók þátt í þessari keppni til að vinna og ég hef alltaf sagt að ég myndi ekki halda áfram ef ég ætti ekki lengur möguleika á sigri. Framboðið okkar hefur náð þeim stað þar sem við þurfum meira fé til að færa út kvíarnar og byggja upp framboð sem getur unnið, fé sem við eigum ekki og fé sem er erfiðara að afla vegna þess að ég verð ekki með í kappræðunum næst og vegna þess að mikilvæg störf við kæru fyrir embættisbrot munu réttilega halda mér í Washington,“ sagði Booker í yfirlýsingu til stuðningsmanna sinna og vísaði til yfirvofandi réttarhalda yfir Trump forseta fyrir embættisbrot í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þegar mest lét var á þriðja tug frambjóðenda í forvali demókrata og var hópurinn talinn sá fjölbreyttasti frá upphafi. Eftir brotthvarf Booker er hins vegar aðeins einn blökkumaður eftir í framboði, Deval Patrck, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts. Eftir standa tólf frambjóðendur í forvalinu. Sex þeirra etja kappi í síðustu sjónvarpskappræðunum áður en forvalið hefst á morgun. Fyrsta forvalið fer fram í Iowa mánudaginn 3. febrúar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00 Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Sjá meira
Cory Booker, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá New Jersey, hefur dregið framboð sitt í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum til baka. Hann þótti líklegur til afreka í upphafi en framboð hans komst aldrei á flug. Fylgi Booker hefur aðeins mælst nokkur prósent í skoðanakönnunum og honum tókst því ekki að vinna sér sæti í tvennum síðustu sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvalinu. New York Times segir að Booker hafi lagt áherslu á frið og sátt en þau skilaboð hafi ekki höfðað til kjósenda sem vilja ganga harðar fram gegn Donald Trump forseta. „Ég tók þátt í þessari keppni til að vinna og ég hef alltaf sagt að ég myndi ekki halda áfram ef ég ætti ekki lengur möguleika á sigri. Framboðið okkar hefur náð þeim stað þar sem við þurfum meira fé til að færa út kvíarnar og byggja upp framboð sem getur unnið, fé sem við eigum ekki og fé sem er erfiðara að afla vegna þess að ég verð ekki með í kappræðunum næst og vegna þess að mikilvæg störf við kæru fyrir embættisbrot munu réttilega halda mér í Washington,“ sagði Booker í yfirlýsingu til stuðningsmanna sinna og vísaði til yfirvofandi réttarhalda yfir Trump forseta fyrir embættisbrot í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þegar mest lét var á þriðja tug frambjóðenda í forvali demókrata og var hópurinn talinn sá fjölbreyttasti frá upphafi. Eftir brotthvarf Booker er hins vegar aðeins einn blökkumaður eftir í framboði, Deval Patrck, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts. Eftir standa tólf frambjóðendur í forvalinu. Sex þeirra etja kappi í síðustu sjónvarpskappræðunum áður en forvalið hefst á morgun. Fyrsta forvalið fer fram í Iowa mánudaginn 3. febrúar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00 Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Sjá meira
Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum 28. ágúst 2019 08:00
Frambjóðendur Demókrata tókust á um heilbrigðismálin Þeir tíu frambjóðendur bandarískra Demókrata sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs og eru taldir eiga mesta möguleika á sigri tókust á í sjónvarpskappræðum í Houston í nótt. 13. september 2019 07:21