Búa sig undir að flytja hundruð þúsundir burt vegna eldgossins Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 15:52 Fjölskylda forðar frá næsta nágrenni Taal-eldfjallsins. Aska hefur fallið víða í kringum fjallið. AP/Aaron Favila Yfirvöld á Filippseyjum hafa gert áætlanir um að flytja hundruð þúsunda manna frá nágrenni Taal-eldfjallsins sem byrjaði að gjósa um helgina af ótta við enn stærra gos. Tugir þúsunda manna hafa þegar þurft að flýja heimili sín. Aska frá Taal hefur þakið þorp í nágreninu og náð alla leið til höfuðborgarinnar Manila sem er 65 kílómetrum norðar. Hún hefur stöðvað flugsamgöngur þar og þurfti að aflýsa fleiri en fimm hundruð flugferðum á aðalflugvelli borgarinnar. Hann var opnaður að hluta til í dag eftir að öskufallinu slotaði, að sögn AP-fréttastofunnar. Gosið hófst þegar gufa, aska og grjót þeyttist allt að 10-15 kílómetra upp í loftið frá fjallinu í gær, að mati Eldfjalla- og jarðvirknistofnunar Filippseyja. Um tveggja kílómetra háa gufusúlu leggur nú frá fjallinu og skvettist hraun frá aðalgíg þess. Vísindamenn óttast þó að tíðir jarðskjálftar og vaxandi þrýstingur undir fjallinu gæti þýtt að hættulegt sprengigos sé í vændum. Þeir segja að rýma ætti algerlega svæði í fjórtán kílómetra radíus í kringum Taal. Næsthæsta varúðarstigi vegna eldgoss hefur verið lýst yfir. Fleiri en tvö hundruð manns fórust þegar Taal gaus árið 1965. Það er eitt minnsta eldfjall heims en talið það annað virkasta af á þriðja tug virkra eldfjalla á Filippseyjum. Hundruð manna fórust þegar Pinatubo-eldfjallið gaus í sprengigosi árið 1991. Það var eitt stærsta eldgos 20. aldarinnar. Aska stígur upp frá Taal-eldfjallinu á Luzon-eyju.AP/Gerrard Carreon Filippseyjar Tengdar fréttir Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Yfirvöld á Filippseyjum hafa gert áætlanir um að flytja hundruð þúsunda manna frá nágrenni Taal-eldfjallsins sem byrjaði að gjósa um helgina af ótta við enn stærra gos. Tugir þúsunda manna hafa þegar þurft að flýja heimili sín. Aska frá Taal hefur þakið þorp í nágreninu og náð alla leið til höfuðborgarinnar Manila sem er 65 kílómetrum norðar. Hún hefur stöðvað flugsamgöngur þar og þurfti að aflýsa fleiri en fimm hundruð flugferðum á aðalflugvelli borgarinnar. Hann var opnaður að hluta til í dag eftir að öskufallinu slotaði, að sögn AP-fréttastofunnar. Gosið hófst þegar gufa, aska og grjót þeyttist allt að 10-15 kílómetra upp í loftið frá fjallinu í gær, að mati Eldfjalla- og jarðvirknistofnunar Filippseyja. Um tveggja kílómetra háa gufusúlu leggur nú frá fjallinu og skvettist hraun frá aðalgíg þess. Vísindamenn óttast þó að tíðir jarðskjálftar og vaxandi þrýstingur undir fjallinu gæti þýtt að hættulegt sprengigos sé í vændum. Þeir segja að rýma ætti algerlega svæði í fjórtán kílómetra radíus í kringum Taal. Næsthæsta varúðarstigi vegna eldgoss hefur verið lýst yfir. Fleiri en tvö hundruð manns fórust þegar Taal gaus árið 1965. Það er eitt minnsta eldfjall heims en talið það annað virkasta af á þriðja tug virkra eldfjalla á Filippseyjum. Hundruð manna fórust þegar Pinatubo-eldfjallið gaus í sprengigosi árið 1991. Það var eitt stærsta eldgos 20. aldarinnar. Aska stígur upp frá Taal-eldfjallinu á Luzon-eyju.AP/Gerrard Carreon
Filippseyjar Tengdar fréttir Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31